Vikan


Vikan - 15.01.1987, Page 52

Vikan - 15.01.1987, Page 52
Sakamálasaga skrifuð af Gunnari Gunnarssyni fyrir VIKUNA Níundi kafli Mordingi Kvöld nokkurt, þegar ég hafði aðgætt still- inguna á sjónaukanum og augu mín vanist hinni sérkennilegu birtu glerjanna, tók ég eft- ir því að andrúmsloftið á heimili Guðgeirs og Stellu var annað en venjulega. Allan þann tíma sem ég hafði fylgst með hjónunum hafði stafað kulda frá samlífi þeirra handan götunn- ar. Ég uppnefndi heimili þeirra jafnvel með sjálfum mér og kallaði það „íshúsið“. Þögnin og fáskiptnin var þar oft svo alger að mér varð kalt af að horfa á þau. Hin bláleita birta í kíkinum hefur eflaust hjálpað þar nokkuð til. Breytingin handan götunnar varð, að því er mig minnir, um svipað leyti og Hilda flutti inn til mín. Koma hennar í íbúðina hafði ekki önnur áhrif á mig og mitt starf en að mér leið ögn betur. Hún kom fyrir húsgögn- um, fleygði þeim gömlu út, málaði veggi og loft og markaði vistarverunni nútímalegan stíl. Þótt Hilda væri farin að búa hjá mér, breytti það varla venjum mínum því hún var sjaldnast heima nema yfir blánóttina - og það féll okkur báðum vel að vita sem minnst hvort um annað, tala sem minnst. Ég trúi það hefði verið auðvelt að telja þau orð sem á milli okkar fóru þessa fyrstu daga - og raunar alla tíð. Hilda var hins vegar um eitt frábrugðin húsfreyjunni handan götunnar: - hún var at- hafnasöm heima við. Hún sýslaði við heimili okkar, fór þegjandi um með afþurrkunarklút, fann til föt af okkur og þvoði ellegar lag- færði, setti blað á teikniborðið sitt og dró nokkur strik. Og hún leit oft brosandi til mín. Saman gerðum við fátt annað en borða og elskast. Og stöku sinnum konr hún að legu- bekknum þar sem ég var með kíkinn og dagbókina og gægðist í hann. „ O svei, hvílíkt pakk,“ átti hún til að segja ef hún sagði eitt- hvað. En hún lét mig skilja af látbragði sínu að sér geðjaðist ekki alls kostar að athæfi mínu. Hún gekk meira að segja svo langt að segja við mig að rannsóknir mínar stemmdu ekki við mina eigin kenningu um fáskiptni í samlífi. - Þú rannsakar atferli Guðgeirs og Stellu nákvæmlega, sagði hún, - en þú eyðir ekki einu orði að því sem við eruni að gera hér. Ég benti henni auðvitað á að þau handan götunnar væru vísindalegt viðfangsefni mitt og að um okkar samlíf þyrfti ekki að tala, hvað þá rannsaka (enda hefði það ekki verið á mínu færi; Guðgeir hefði hugsanlega getað tekið þá athugun að sér!) enda var líf okkar hafið yfir gagnrýni. Það var eins og best varð á kosið. Þá sagði hún að sér fyndist ég ekki hafa sérstakan áhuga á að njóta lífsins - að ég væri í þeirri sambúð sem hentaði mér best, en í stað þess að vera hamingjusamur væri ég á kafi í að kanna og taka þátt í óhamingj- unni handan götunnar. Eg benti henni auðvitað á að hún og ég yrðum betra fólk og betur hæf fyrir sambúðina með því að kanna aðra og læra af mistökum þeirra. Annars töluðum við ekki mikið saman - og helst ekki neitt um störf okkar. En eitthvað mikið var að gerast hjá Guð- geiri og Stellu. Kvöldið sem ég fyrst varð var breytingar hjá þeim sat ég við gluggann og fylgdist með framvindunni. Og beið heimkomu Hildu. Trúlega hefur hún ckki verið búin að vera lengi hjá mér því ég var enn eftirvæntingarfull- ur og óþolinmóður að bíða hennar. En vitaskuld lét ég ekki á neinu slíku bera þegar hún loksins kom. Breytingin i samlífi Guðgeirs og Stellu var í fyrsta lagi sú, að þau fóru allt í einu að tala saman. ,,Tala“ er reyndar ekki alveg hárrétt orð í þessu samhengi, ég ætti hcldur að nota orðið „rífast". Guðgeir byrjaði. Hann kom inn í stofuna þar sem hún dorm- aði við sjónvarpið og skók að henni sleifina sem hann hafði notað til að hræra í potti með. Og var næsta broslegur þar sem hann stóð yfir henni með svuntu bundna um sig miðjan og sagði eitthvað eitrað. Hún horfði á hann hatursaugum. Hann hélt áfram. Hún þagði. Þá fór hann að æða um gólf, gekk í hringi í kringum hana í sófanum, ýtti meira að segja við sófanum sem hún lá í og hélt áfram að veifa sleifinni. Hún settist upp, gat greinilega ekki látið sem ekkert væri, sagði í fyrstu ekkert, en tókst loks að skjóta inn at- hugasemd. Og þá varð hann bara verri. Hann slökkti á sjónvarpinu! Og tók af sér svuntuna og fleygði út í horn. Þegar Stella stóð upp og fór fram í eldhús og fór þar eitthvað að skarka í pottum og öðrum áhöldum þóttist ég vita hvað Guðgeir hefði verið að raula. Maðurinn var hreinlega að gefast upp á heimilisstörfunum og vildi að hún tæki þátt í þeim, eða tæki kannski alveg að sér húsmóðurskyldurnar. En auðvitað var Stella ófær um það, að minnsta kosti svona fyrsta kvöldið sem Guð- geir krafðist þess. Orðasenna þeirra hélt áfram yfír matseldinni - og hefur trúlega ekki verið matreidd nein krás þeirra megin við götuna þennan dag, því ég sá Guðgeir ýta diskinum hranalega frá sér þegar hún loks myndaðist við að skammta honum einhverja ókennilega slettu á hann. Hann fór nú inn í stofu, kveikti á sjónvarpinu og stillti svo hátt að ég heyrði hljóðið yflr götuna. Og svo sett- ist hann í sófann þar sem hún hafði jafnan setið og lét sem hann nyti þess sem á skjánum var. Hún kom í dyrnar og horfði á hann um stund. Þegar hann leit ekki upp, skellti hún hurðinni af þvílíku offorsi í falsið að hann lyftist í sætinu, rauk upp og slökkti á tækinu - og á eftir henni fram. Ég sá það á honum að nú ætlaði hann að sýna henni hvar Davíð keypti ölið. Hann fálmaði eftir svuntu í eld- hússkáp, greip í Stellu og hélt henni sem í skrúfstykki milli læra sér á meðan hann hnýtti á hana svuntuna. Svo tók hann hana stein- bítstaki og sleppti ekki fyrr en hún var farin að fálma eftir óhreinum mataráhöldum í kringum sig og reyna að skola af þeim óhrein- indin í þessari erfiðu stellingu. Mér fannst þetta Ijári gott á hana! Allan tímann sem þetta gekk á rifust þau eins og hundur og köttur. Og skarkið í pott- unum varð ekki til að draga úr hávaðanum. Þegar Hilda kom heim sagðist hún hafa heyrt i þeim lætin út á götu. Hún færði mér tilbúin kjúklingastykki i pappakassa, heita sveppa- sósu í plastmáli og steiktar kartöflur. Við sátum svo saman á legubekknum og átum þennan kvöldverð okkar með plastgöfflum, dýfðum bitum í tómatsósu, sötruðum kók og skemmtum okkur konunglega! Og höfðum þó fyrst gaman af þessu þegar hann sneri sér frá henni og hún greip þá hvern diskinn á fætur öðrum og grýtti í gólfið! Þá hefur Guð- geir kannski hugsað með sér að sá vægði sem 52 VIKAN 3. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.