Vikan


Vikan - 15.01.1987, Qupperneq 61

Vikan - 15.01.1987, Qupperneq 61
haldnar stórfenglegar sýningar til að skemmta lýðnunt. Þúsundum dýra var slátrað og skylmingamenn drápu hver annan unnvörp- um. Engar heimildir fmnast fyrir því að þarna hafi kristnir menn liðið píslarvætti. Orðrómur um það hefur hins vegar verið svo þrálátur að Benedikt páfi XIV vígði leikhúsið sem helgan stað. Eftir að kristni var lögtekin í Rómaveldi voru skylmingaleikir bannaðir en leikhúsið var samt notað áfram til dýraats langt fram á 6. öld. Þá skemmdist það illa í jarðskjálfta en þeir áttu eftir að verða bygging- unni skeinuhættir. Um tíma var Colosseum breytt í virki þar sem tvær hinna stríðandi ætta rómverska aðalsins höfðu aðsetur sitt. I margar aldir var leikhúsið einnig notað sem grjótnáma fyrir byggingaglaða páfa og aðra mektarmenn borgarinnar. Þegar húsið var upp á sitt besta rúmaði það milli fimmtíu og sjötíu þúsund manns í sæti. Áhorfendum var raðað í virðingarröð, þeir sem mest áttu und- ir sér sátu neðst en hinir fátækari ofar. Sviðið er löngu horfið og núna blasir við völundar- hús ganga og búningsherbergja þar sem geymdur var sviðsbúnaður af ýmsum gerðurn, svo og leiktjöld. Það er næsta víst að þetta hefur verið ntjög flókinn búnaður því til dæm- is var hægt að fylla sviðið af vatni og láta fara fram á því sjóorrustur. En þarna fór ekki bara fram slátrun á dýrum og mönnum, inn á milli koniu fram trúðar og fjöllistamenn sern léttu áhorfendunt lund mitt í öllu blóð- baðinu. Nú eru einu íbúar leikhússins kettir en eitt af því sern fyrst vekur athygli þeirra sem koma til Rómar eru þau ógrynni katta Mithrahelgidómur undir kirkju heilags Klem- ens. Markaður Trajanusar. Fátt er eftir ofanjarðar af Domus Aurea nema gríðarmiklar burðarsúlur. sem hafast við í rústunum. Ekki er óalgengt að sjá gamlar konur fleygja matarafgöngum til kattanna en skýringin á þessu mun vera sú að á árum heimsstyrjaldarinnar síðari, þeg- ar Þjóðverjar höfðu lokað öllum aðflutnings- leiðum til borgarinnar, tóku Rómverjar það til bragðs að éta kettina sem í rústunum voru og er sagt að það hafi bjargað mörgum mann- inum frá hungurvofunni. Fyrir þetta eru nú görnlu konurnar að launa með því að gefa afkomendum kattanna, sem enduðu ævina í maga Rómarbúa, eitthvað í svanginn. Skammt frá Colosseum er svo sigurbogi Konstantínusar mikla, firnamikið mannvirki. Hinum megin við Forum, í skugga minnis- merkisins um Viktor Emanuel, eru svo hin keisaralegu torg en þau voru reist af hinum ýmsu keisurunt þegar Forum Romanum var orðið of lítið fyrir frekari byggingafram- kvæmdir. Þar eru meðal annars torg kennd við þá Sesar og Trajanus. Á torgi Trajanusaj stendur súla rnikil, um þrjátíu metra há. Á súlunni er greint frá sigrum keisarans og af- rekum í myndröð sem vindur sig upp eftir súlunni, allt í kring eru svo súlnaraðir. Þar skammt frá er hinn svonefndi markaður Traj- anusar, gríðarmikil bygging úr múrsteini á allt að sex hæðum og byggð í stöllum. Þessi bygging var frá upphafi hugsuð sem verslun- armiðstöð og í henni var fjöldi smáverslana. Ofan á öllu saman trónir svo gríðarmikill turn sem byggður var af Gregoríusi páfa IX til hernaðarnota en undirstöðurnar munu vera frá tímum Septimusar Severusar. Þessi turn er gjarnan kallaður turn Nerós og var talið að þarna hefði keisarinn staðið og leikið á fiðlu sína meðan Róm brann. Af því sem áður hefur verið sagt um þennan turn má ljóst vera að þessi saga á ekki við rök að styðjast. I næsta nágrenni við þá staði sem hér hefur verið lýst er að sjálfsögðu fjöldamargt annað sem vert er að skoða. Má þar nefna hús Ner- ós, Domus Aurea (gullna húsið), en þegar Colosseum var reist var eitt af vötnum þeim sem prýddu húsið fyllt upp af jarðvegi svo hringleikhúsið kæmist fyrir. Gríðarmiklar rauðsteinssúlur eru það eina sem sést ofan- jarðar af þessari rniklu byggingu en neðan- jarðar eru feikimiklir ranghalar og herbergi sem mörg hver eru prýdd veggmyndum og freskum. Einnig er vert að nefna kirkju heil- ags Klemens en undir henni hafa fundist leifar eldri kirkju sem var rifin á 10. öld og þar undir kom i ljós mjög vel varðveittur Mithra- helgidómur, með bekkjum, altari og öðru sem tilheyrði. Heilagur Klemes, sá sem kirkjan er helguð, var þriðji maður á páfastóli á eftir sankti Pétri. Mithratrúin var eitt sinn einn hættulegasti keppinautur kristninnar innan Rómaveldis. Þetta var sólardýrkun ættuð frá Persíu en kristnin bar sigurorð af henni, kannski vegna þess að Mithratrúin var fyrst og fremst hermannatrú og konum var ekki leyfð þátttaka í helgiathöfnum. Mithratrúin var bönnuð árið 395 eftir Krist og eftir það átti kristnin frítt spil, en nú er mál að linni og lýkur hér þessum pistli um Forum Roman- um og nágrenni. 3. TBL VIKAN 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.