Vikan


Vikan - 26.02.1987, Page 9

Vikan - 26.02.1987, Page 9
Rauðum flötum á blaða- mannafundi á síðasta ári. Þeir hafa góða bakhjarla en tekst þeim að standa undir þessu? Það er stór spurning sem tíminn einn getur svarað í haust gáfu þeir út lagið Misfit sem vakti töluverða athygli í Bretlandi en náði ekki jafnmiklum vinsældum og spáð hafði verið. Þeim hefur vegnað mun betur með lagið Down the Earth og björt framtíð bíður þeirra að mati margra sem einhvers megna sín í poppheiminum. Ýmsarsmáfréttir: Simply Red: Hljómsveitin Simply Red, sem heimsótti okkur síöast- liðiö sumar, er á leiöinni með nýja plötu á markaðinn. Hún kemur til með að heita Men and Women. Af henni hefur þegar komiö út lagið The Right Thing. Timbuk 3: Þetta er dúett sem hefur vak- ið nokkra athygli í Bretlandi undanfarið. Hann hefur gefiö út plötu sem ber nafnið Greetings from Timbuk 3 og þykir vel áheyrnar verð. Gefiö hefur verið út lag af þessari plötu sem hefur selst vel og heitir The Future’s So Bright. Það er óskandi að það séu orð að sönnu. Marc Almond: Hann hefur gefiö út plötu sem heitir því langa nafni Mother’s Fist and Her Five Daughters. Nafn þetta ku hafa valdið nokkrum deilum í Bretlandi en fyrsta smá- skífa hans á þessu ári nefnist Melancholy Rose. Sólóplötur: Meðlimir í ýmsum hljóm- sveitum eru um það bil að taka smáhliðarspor og gefa út sólóplötur, til dæmis Pete Burns úr Dead or Alive. Hans breiðskífa heitir hvorki meira né minna en Mad Bad and Dangerous. Fyrsta smá- skífan heitir aftur á móti Something in My House. Lítið hefur heyrst frá For- eigner að undanförnu en söngvari sveitarinnar, Lou Gramm, hefur þó sent frá sér breiðskífuna Ready or Not. Af henni er fyrst búist við laginu Midnight Blue á smá- skífu. 9. TBL VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.