Vikan


Vikan - 26.02.1987, Qupperneq 14

Vikan - 26.02.1987, Qupperneq 14
- Ég var mjög hrifinn af fjöl- leikahúsum þegar ég var lítill og tónlistarlíf tengist fjölleikahúsun- um. Pabbi átti gítar og kenndi mér dálítið á hann. Þegar ég fór að eldast fékk ég mikinn áhuga á íþróttum. Ég stundaði knatt- spyrnu og íshokkí. Ég var markmaður í íshokkí og þótti mjög góður. Meðan á þessu stóð spilaði ég svolítið á hljóðfæri en það var aldrei neitt verulegt. Svo komu bítlarnir. Þá fékk ég mikinn áhuga á tónlist og hóf að spila fyrir alvöru. Ég hætti í skóla eftir níunda bekk. Ég ætlaði reyndar að verða óperusöngvari. Ég lét sérfræðinga á því sviði heyra röddina í mér. Þeir sögðu að ég væri með ein- staklega góða óperurödd, sterka rödd. Ég ætlaði að hefja nám í óperusöng en þá fékk ég tilboð frá enskri hljómsveit um að spila með henni. Ég tók þá ákvörðun að fara utan. Þá var ég átján ára. Við ferðuðumst víða og enduðum í ísrael. Þar leystist hljómsveitin upp en ég varð eftir. Ég var í ísra- el i eitt og hálft ár og spilaði. Það var afskaplega sérstakt að koma til lands sem var svo ólíkt því sem maður hafði áður kynnst. Eg hafði lesið um Jerúsalem og Nasaret og Genesaretvatnið og svo var ég allt í einu að spila í Húsi fólksins í Jerúsalem. Það var mjög skrítið. Það var líka stór- kostlegt að finna þessa samstöðu sem er meðal fólksins. Það er svip- að því sem ég fmn hérna á Islandi. Ef einhver deyr þá verða allir sorgmæddir. Síðan ég kom frá ísrael hef ég gert allt milli himins og jarðar. Fyrst var það á Rocky Horror Show í Osló. Þar lék ég stórt hlut- verk. Þetta varð vinsælt. I fram- haldi af því sömdum við félagi minn söngleik sem heitir Hið káta brúðkaup Skugga. Það var söng- leikur sem fjallar um teikni- myndasöguhetjuna Skugga. Svo gerðum við annan söngleik sem var eins konar útúrsnúningur á Sumri í Týról. Eftir þetta stofnaði ég gaman- leikhópinn Prima Vera. Þetta var leikhópur sem hafði mjög „öðru- vísi“ kímnigáfu. Þetta var svona brjálaður húmor. Við gerðum plötur sem seldust mjög vel. Svo gerðum við tvö myndbönd sem voru til leigu. Og að lokum gerð- um við kvikmynd. í fyrra setti ég ásamt öðrum upp rokkóperu sem er byggð á La Boheme, þar sem við Anita lékum aðalhlutverkin. Við uppfærðum hana í Vínarborg í virtu óperu- húsi. Ég hef ekki gert sólóplötu í fimm ár. Það er næst á dag- skránni að gera eina slíka. Ég hef hugsað mér að fara í hljómleika- ferð um Norðurlöndin í framhaldi af því. Og ég hef hugsað mér að hefja þá ferð hér á Islandi. Það verður spennandi að sjá viðtök- urnar. Það hefur aldrei tekist að selja mikið af plötum mínum á hinum Norðurlöndunum þar sem lögin eru með norskum textum. Eg hef sjálfur gert tvær plötur með enskum texta fyrir norskan markað. En í raun og veru finnst mér það ekki rétt. Það er eins og að fara út í búð og biðja um mjólk og egg á ensku. Ég hef verið mjög rólegur síðan Sara fæddist. Það er gaman að leika hlutverk föðurins. Það eina sem ég hef gert er að fara í tón- leikaferðalag til Svíþjóðar og svo fór ég líka í tónleikaferð í fyrra, í Noregi. Ég kom þá fram á litlum skemmtistöðum því ég vildi kom- ast á litla staði til að spila ný lög. Ég spilaði bara lög sem enginn hafði heyrt áður. Það var mjög skrítið að gera það því fólk bjóst við að ég myndi spila gömlu lögin mín sem hafa verið mjög vinsæl. Ég spilaði kannski nokkur slík lög í lok tónleikanna. En það var eng- in óánægja og þetta var mjög skemmtilegt. Það var mjög skemmtilegt því fólk hlustaði raunverulega á tónlistina. Það hefur verið timabil í Noregi upp á síðkastið þar sem fólk hefur ekki hlustað á tónlist. Hún hefur verið hluti af lífi fólks og það hef- ur dansað við hana og svo framvegis. En það hefur verið allt of lítið um að fólk hafi hlustað raunverulega. En nú er margt ungt fólk sem hlustar. Það er eins konar ný hippakynslóð sem er sprottin af pönkinu. Það eru öðruvísi föt og annað slíkt. Ég hef alla tíð verið mikið gef- inn fyrir leik. Ég hef sett á svið leikþætti þegar ég hef haldið tón- leika og við ýmis önnur tækifæri. í áðurnefndri tónleikaför bjóst fólk við einhverju slíku. En ég var bara með hljóðgervil og hljóð- nema. Það sýndi sig hins vegar í þessari för um Noreg að maður þarf ekki að drepa sig á sviðinu, vera með ör í gegnum hausinn eða hníf í bakinu til að fólk komi. En ég hef alla tíð haft afskaplega gaman af því að skreyta tónlistina með ýmsum búningum og leikat- riðum. Ég hef alltaf haft mikið dálæti á hárkollum og hef notað margar slíkar gegnum tíðina. Núna er ég í þann mund að verða „einfaldari" í tónlistinni, það er að segja ekki einfaldari í þeim skilningi sem venjulega er lagður í orðið heldur í tónlistar- legum skilningi. Ég ætla líka að einbeita mér meira að textunum en ég hef gert. Ástæðan fyrir því er sú að ég hef fengið áhuga á hlutum sem ég hafði ekki hugsað um áður. Dul- arsálfræði, endurholdgun og ýmislegt sem tengist því hefur vakið mikinn áhuga minn. Þetta er eins og trúarbrögð. Viðhorf manns verða mun jákvæðari til alls. Ég las bók Shirley MacLane, Út á ystu nöf. Það var stórkost- legt því hún er mjög vel heima í þessum málum. Hún hefur lifað ýmislegt undarlegt. Hún hefur séð fólk sem hún telur sig þekkja úr fyrri lífum og hún hefur líka orðið vör við fljúgandi furðuhluti. Ég var gripinn áhuga þegar ég las bókina. Eftir það hef ég lesið heilmikið um málefni sem þessi. Maður öðlast nýtt sjónarhorn. Ég held að þetta sé eðlileg þró- un því að ég hef alltaf haft eitt- hvað sem ég trúi á, einhvern kraft sem ég hef getað nærst á til að nota til dæmis á sviði. Þetta er mikilvægt atriði því allir menn hafa ótrúlegan kraft sem þeir vita ekki af. Það eru margir sem líta á aðra og segja: Þessi er ótrúlega flinkur, hann getur svo margt. Þannig þrýstir maður sjálfum sér niður og telur sér trú um að maður sé kraftlaus. Ég hef alla tíð verið fremur sterkur á þessu sviði og ófeiminn. En ég hef fengið annan skilning á því vegna þess að núna veit ég hvers vegna ég er svona. Ekkert verður til af engu. Þess vegna hef ég svo mikinn áhuga á uppruna fólks, rótunum. Það er það sem mér finnst svo athyglisvert hér á Íslandi. Þeir listamenn, sem ég þekki hér, skrifa mjög mikið um atriði sem standa þeim nærri, atriði sem eru tengd þeim. Anita hefur líka áhuga á þess- um málum. Hún er nýbúin að Það má segja að þetta hafi orðið nýtt líf. 14 VIKAN 9. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.