Vikan


Vikan - 26.02.1987, Side 15

Vikan - 26.02.1987, Side 15
gera plötu sem heitir White Magic, það er andstæðan við black magic, svartagaldur. Það hefur myndast lítið gengi sem hef- ur mikinn áhuga á þessum málum. Kjarninn erum við hjónin og vin- ur okkar sem hefur mjög mikinn áhuga á stjörnuspeki. Hann hefur stjórnað upptökum hjá Anitu og hann mun stjórna upptökum hjá mér líka. Það er margt sem kemur fyrir mann og eftir að ég byrjaði á þess- um hugleiðingum sé ég margt sem ég tók aldrei eftir áður. Það er eins og Paul Simon orðaði það: „Looking without seeing,“ horft án þess að sjá. Það er svolítið óhugnanlegt að það er svo margt sem fólk tekur ekki eftir. í raun og veru er allir mjög góðir og hafa mikinn kraft. En það eru margir sem geta ekki gert það sem þeir vilja og fólk verður mjög árásargjarnt þegar það finn- ur að það er að gera eitthvað rangt. Én þetta er löng saga. Ég reikna með að allar þessar pæling- ar komi fram í textunum mínum núna. Það verður nokkurs konar boðskapur. Það má segja að þetta hafi orðið nýtt líf. Ég geri ráð fyrir að ég muni selja mikið af plötum í framtíðinni en samt sem áður verður áreiðan- lega erfitt að koma þessum boðskap til skila því ég hef ákveðna ímynd. Ég er popp- stjarna, leikari, trúður og brjálað- ur maður þannig að fólk gæti tekið þessu sem gríni. En ég held að fólk muni fljótlega átta sig. Það eru margir grínleikarar sem hafa haft áhuga á þessu, til dæm- is Charles Chaplin og Peter Sell- ers. Ef maður er grínleikari verður maður að hafa svolítið undarleg- an eiginleika. Maður verður að geta umskapað atriði sem gerast dags daglega, hið eðlilega sem fólk hugsar ekki um. Og sama er að segja um fólk úr hinu daglega lífi. Maður tekur sérstæðar per- sónur og umskapar þær og leikur á sviðinu. Þá hlær fólk svo það hlýtur að hafa séð. Það hefur kannski ekki hlegið að persónunni þegar það sá hana því henni er áreiðanlega vorkunn. En það get- ur hlegið að persónunni í gegnum mig. Þegar ég var lítill hafði ég geysilegan áhuga á Chaplin og hann hef ég ennþá. Þegar ég var lítill hló ég að Chaplin því það gerðist margt sniðugt í myndun- um. Það var fyndið þegar hann datt og þegar hann sló lögreglu- þjónana og svo framvegis. En seinna skildi ég að það er einhver djúp hugsun eða tilfmning á bak við þennan húmor. Þetta hef ég nú gert mér ljóst, með því að ég er orðinn meira meðvitaður, um sjálfan mig líka. Ég hef líka upp á síðkastið breytt mataræði mínu mikið. Ég borða mest fiskrétti og lítið kjöt. Ég er hættur að drekka kaffi með koffini. Ég drekk stundum léttvin og bjór en ég drekk enga sterkari drykki. Ég er að vísu ekki hættur reyni að hlusta á næstum allt sem kemur fram í tónlist. Allt fólk fmnur sér þá hópa sem það vill vera í. Stundum er það vegna þess að maður kann vel við fólkið sem er í hópnum og stund- um er það vegna þess að manni er vel við það sem hópurinn stend- ur fyrir. Þess vegna er mikilvægt að hópar blandist mikið. Það verður til þess að allir hljóta meiri viðurkenningu. Maðurinn á að Þaö er eins konar ný hippakynslóö sem er sprottin af pönkinu. að reykja ennþá en ég reyki veik- ustu sígaretturnar á markaðinum. En það er samt sem áður á dag- skránni að hætta reykingunum líka. Ég hlusta mikið á annarra tón- list. Núna er ég í eins konar hráu rokktímabili og jafnframt hlusta ég mikið á klassíska tónlist. Þetta eru eiginlega andstæður. En tækn- in er þvílík í dag að það er hægt að fá dæmigerða popptónlist til að hljóma vel. Og þegar maður er kominn svo langt að allt hljómi vel þá byrjar fólk að hlusta aftur á textann og tónlistina sjálfa. Ég viðurkennast eins og hann er, hvort sem hann er feitur, stór, heimskur eða hvað sem er. Þeir sem fara fremstir í flokki í tónlistarlífinu í Noregi eru allir góðir vinir. Núorðið eru margir sem eiga plötur sem seljast eða hafa selst vel i Noregi. Það tíma- bil, sem ég var nánast einn, var mjög erfitt fyrir mig. En núna er þetta orðið auðveldara því það eru komnir fleiri tónlistarmenn fram á sjónarsviðið. Þess vegna gat ég tekið mér hlé. Við Áge Alexandersen erum góðir vinir síðan í gamla daga og sama er að segja um Monroes, eina af vinsælustu hljómsveitun- um núna. En þeir tónlistarmenn, sem nýlega hafa komið fram á sjónarsviðið, eru dálítið feimnir. Mest seldu plöturnar í Noregi núna eru með söng sautján ára gamallar stúlku. Hún er nú orðin sá söngvari sem á mest seldu plöt- ur í Noregi frá upphafi. En hún syngur aðeins lög eftir aðra. Hún hefur ekki samið neina tónlist sjálf. Aha er auðvitað stórkostlegt fyrirbæri. Þeir hafa náð ákveðnu markmiði. Það er eiginlega ekki hægt að komast lengra. Þegar svo er komið gerist oft það sama með marga listamenn; þegar þeir hafa átt mörg vinsæl lög byrja þeir oft á einhverju öðru, eins og til dæm- is leik. Ég vil vera listamaður en það er ekki alveg nauðsynlegt að eiga smelli og fara í tónleikaferða- lag og sjarmera dömurnar hvert einasta ár. Nú á næstunni ætla ég að skrifa bók. Þetta á að vera „skemmti- leg“ bók. Ég ætla að fara til Kanaríeyja og búa þar í nokkra mánuði. Seinna ætla ég að skrifa ævisöguna mína en þetta á að vera bók um ýmislegt sem ég hef upplifað. Maður hefur lent í svo mörgu undarlegu. Ég hef ekki skrifað mikið en upp á síðkastið hef ég gert svolítið að því. Það er hægt að gera allt. Maður er ekki bestur í heimi en einhvern veginn tekst manni að koma mynd á það. Ég kann mjög vel við ísland því fólk er svo tengt rótum sínum. En raunverulega er hægt að vera hamingjusamur hvar sem er ef maður hefur ástina innra með sér. Þetta er meginatriðið í hinum nýja hugsanagangi mínum. Áður fyrr hugsaði ég: Hvernig getur fólk lifað í Norður-Noregi? Það er ekkert þar. En það skiptir ekki máli því það er hægt að hafa mikla ánægju af því að horfa á trén eða vatnið. Maður þarf ekki að fara á diskótek eða flippa. Það undarlega atvik átti sér stað síðastliðið sumar að ég varð alveg stífur í líkamanum. Anita ráðlagði mér að fara til nála- stungusérfræðings. Ég gerði það og eftir þá meðferð varð ég al- heill. Seinna bólgnuðu hálskirtl- arnir og ég fór aftur til þessa manns. Við sátum og töluðum saman í hálftíma og þegar ég fór var ég orðinn frískur. Hann sagði að allt yrði gott ef maður fyndi kærleikann í sjálfum sér. Auðvitað á maður samt erfitt og lendir í sorgum. En maður hefur innri ró. 9. TBL VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.