Vikan


Vikan - 26.02.1987, Qupperneq 19

Vikan - 26.02.1987, Qupperneq 19
hafa sig í fötin og við mættum Dagnýju í dyrunum þegar við kom- um niður. Heyrðu, sagði ég, ég skrepp með ykkur, ég er svo vel vöknuð. Blessuð góða, það er áreiðanlega algjör óþarfi, sagði Dagný en ég lét sem ég heyrði ekki. Ég hef bara gaman af því og veðrið er svo gott. Mér þykir verst ef ég er að plata ykkur, sagði vinkonan er við gengum yfir planið. Ættum við ekki að hringja inn eftir og láta vita á spítalanum að við séum á leiðinni? spurði Jökull. Jú, gerum það, sagði ég og þar með tókum við ráðin af þeirri sem hér átti þó að ráða málum. Ég vakti stöðvarstjórann upp, skýrði frá málavöxtum og bað hann að láta vita á spítalann. Hann brá við skjótt enda mikill öðlingsmaður. Veður var frostlaust og ekki laust við vorangan í lofti eftir hlýindi und- anfarna daga. Við stigum inn í bílinn, gamlan, stóran Chevrolet sendibíl. Eg settist fram í en Dagný kom sér fyrir í aftursætinu. Svo var ekið af stað út í dimma aprílnóttina. Já, það hlýtur að hafa verið fulldimm nótt. Þetta var aðfaranótt sjöunda apríl og klukkan um tvö. En við höfðum ekki ekið lengi þeg- ar ég heyrði að Dagný fór að stynja. Er þetta orðið svona slæmt? sagði ég og vippaði mér yfir sætisbakið til hennar. Leggðu þig í sætið og ég skal passa að þú rúllir ekki fram af. Þegar við vorum rúmlega hálfnuð heyrði ég ekki betur en Dagný væri farin að rembast. Nei, heyrðu mig nú, varð mér að orði. Ætlarðu virkilega að fara að eiga barnið hér í bílnum? Nei, helst ekki, sagði hún og bar sig vel. Hvað erum við komin langt? Ég leit út um gluggann og sá leifarn- ar af snjóruðningunum við veginn líða hjá. Fram undan sáust ljósin í þorpinu. Við verðum komin eftir fjórar fimm mínútur. Reyndu endilega að slappa af. Já, ég reyni það, sagði Dagný en fékk um leið harðari hríðir og greip andann á lofti. Jæja, Jökull, nú verður þú að spýta í ef við eigum að koma henni í einu lagi i hendurnar á ljósmóðurinni, sagði ég. Og hann jók hraðann. Fram undan var lægð á veginum og þar stóð uppi leysingavatn. Síðan lá vegurinn upp á dálitla hæð. Jökull ók nú sem hann mátti. í lægðinni gekk vatnið yfir bílinn en þegar hann lagði á hæðina dró úr vélarhljóðinu, vélin hikstaði - og stansaði. Jökull sagði svolítið ljótt. Hann startaði nokkrum sinnum en vélin virtist steindauð. Ég hleyp upp í Miðtún, sagði hann. Það er næsti bær. Þar get ég hringt og fengið þau á móti okkur frá spítal- anum. Ég verð ekki nema þrjár mínútur. Ég vissi að það var satt. Hann var ekki íþróttakennari fyrir ekki neitt. Það gerðist ekkert í tvær þrjár mín- útur og við Dagný vorum að vona að það drægi úr hríðunum þegar hún var laus við hristinginn í bílnum. En sú von brást. Hún fékk harða hríð og greip i hönd mér. Ég sá að það var viðbúið að barnið fæddist áður en hjálpin bærist. Ég reyndi að hag- ræða henni í sætinu og færði hana úr nærbuxum. Það sá þegar á kollinn. Drottinn minn dýri, hugsaði ég. Hvernig á ég að lilúa að barninu? Hitinn í bílnum var varla meiri en tíu stig. Ég greip úlpu og lagði hana i sætið. Taskan mín, sagði Dagný, sem vissi vel hvað ég var að bjástra. Innislopp- urinn minn og bleiurnar. Ég seildist í töskuna, breiddi sloppinn ofan á úlpuna og þar ofan á nokkrar bleiur. Til allrar hamingju var sjúkrahúsið okkar enn svo fátækt að konurnar urðu að koma með barnaföt og blei- ur með sér. Og hér beið nú fátækleg- ur beður handa nýrri mannveru. Fram að þessu hafði ég verið mér þess fullkomlega meðvitandi hvað bæri að gera. Ný staða kallaði á ný viðbrögð og mér fannst sem við hefð- um hér tögl og hagldir. Ekki eitt augnablik kom upp í hug mér minnsti grunur um að hér gæti eitthvað farið úrskeiðis. Þó aðstæðurnar væru erf- iðar vorum við hiklausar og rólegar. En nú greip ævintýrið mig fösturn tökum. Ég missti tímaskynið. Ég varð aðeins áhorfandi. Ég veit ekki hvernig næstu mínútur liðu ef það skipti þá mínútum. Ég veit ekki hvort Dagný gaf frá sér hljóð. Ég man ekki hvenær Jökull kom aftur til okkar og mér er gjörsamlega úr minni horf- ið hvort barnið grét. En skyndilega lá þessi litli kroppur þarna svo blaut- ur og heitur. Én það var ekki allt með felldu. Naflastrengurinn var vaf- inn um hálsinn, ekki einu sinni heldur tvisvar. Ég losaði hann gætilega og vafði í skyndi köldum dulum um þessa litlu veru, fyrst bleiunum, síðan sloppnum og yst var svört, vatteruð úlpan. Það rifaði aðeins í andlitið og þar opnuðust nú tvö dökk augu og horfðu á mig, ekki undrandi, ekki hrædd, aðeins alvarleg eins og augu fullorðins manns. Auminginn litli, skyldi honum ekki hafa brugðið við? Honum, hugsaði ég og uppgötvaði að í flýtinum hafði mér láðst að gæta að því hvort þetta var drengur. Jæja, það kæmi í Ijós. Inni í bílnum var hálfrökkur og kyrrðin aðeins rofin af hvísli okkar þriggja. Já, ég held að við höfum áreiðanlega talað í hvíslingum. Ekki sást enn til ljósmóð- urinnar og ég tók enn eina bleiu og reif af henni mjóa ræmu til að binda um naflastrenginn ef ég sæi þess merki að fylgjan væri að koma. Rétt í því að ég var að hefjast handa við það sáust bílljós og var greinilegt að greitt var ekið. Það skipti engum togum, sjúkrabíll stansaði hjá okkur og læknir og ljósmóðir stukku út. Hvernig líður? spurði hún. Barnið er fætt, sagði ég hreykin, rétt eins og ég hefði stjórnað öllu saman. Hér voru höfð snör handtök. Hér var sú komin er kunni á öllu skil og hafði enda allt til alls. Hún skildi á milli, hlúði aftur að barninu og fékk mér böggulinn. Viltu halda á því meðan ég næ fylgj- unni, sagði hún. Þá varð forvitnin mér ofviða. Ég gægðist inn í reifarnar. Það var stelpa. Strákurinn okkar - já, því mér fannst ég orðið eiga heilmikið í honum - strákurinn okkar var þá stelpa. Sú var búin að leika laglega á okkur. Þannig lauk þessu ævintýri og ekki varð þeim mæðgum verulega meint af. En það er orðið langt síðan þetta var. Stúlkan litla er orðin stór og hefur þegar eignast sitt fyrsta barn. Og það var strákur. 9. TBL VIKAN 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.