Vikan


Vikan - 26.02.1987, Qupperneq 34

Vikan - 26.02.1987, Qupperneq 34
Svandis Dóra, tveggja ára dóttir Einars Bollasonar, er efni í mikla hestakonu. Og þrátt fyrir ungan aldur er hún farin að ríða út með pabba og situr hér einn af gæðingum Einars. Þegar ég hringdi í Einar Bollason á dögun- urn og falaðist eftir viðtali reyndist erfitt að finna hentugan tíma eins og oft vill verða þegar önnum kafnir menn eiga hlut að máli. Einar er kennari að aðalstarfi en áhugamál hans eru mörg og margvísleg þótt setja megi íþróttir, þá einkum og sér í lagi körfuknatt- leik, og hestamennsku í tvö efstu sætin. Einar er núverandi landsliðsþjálfari í körfu en þjálf- ar einnig lið ÍR í fyrstu deild og hefur það náð mjög góðurn árangri undir hans stjórn í vetur. Hér á árum áður var hann fastamaður i íslenska landsliðinu. lék fyrst með ÍR en lengst af í KR. Einnig gerði Einar garðinn frægan með Þór á Akureyri og varla er á neinn hallað þó sagt sé að hann hafi verið einn af betri körfuknattleiksmönnum sem við höfum átt. Og heimsfrægur varð hann á ís- landi fyrir sveifluskotin frægu sem enginn hefur beitt af meiri snilld en Einar. Þá hefur hann verið virkur í félagsmálunum, bæði í körfuknattleiknum og hestamennskunni. Hann var um tíma formaður Körfuknattleiks- sambands íslands og í dag er hann formaður hestamannafélagsins Gusts i Kópavogi. Um nokkurra ára skeið hefur Einar rekið hesta- leiguna íshesta á Laugarvatni ásamt félaga sínum, Guðmundi Birki Þorkelssyni. Einar er sem sagt á kafi í hestunum og það sama má raunar segja um alla hans fjölskyldu. Það var því ekki hjá því komist að körfuknattleik- urinn og hestamennskan skipuðu veglegan sess í samtali okkar sem hér fer á eftir. Dalli dómari sá flinkasti „Ég er fæddur 6. september 1943, í gamla góða vesturbænum, nánar tiltekið að Vestur- götu 38, þessu fræga húsi þar sem þau Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram eiga heima í dag. Stra.x í bernsku fór maður að sparka bolta á Landakotstúninu og síðar á gamla Framnesvegsvellinum. Þar réðu þeir Þórólfur Beck og Dalli dómari ríkjum og lik- lega er Dalli sá allra flinkasti sem ég hef séð í fótboltanum. Þegar ég var sex ára fór ég í sveit í fyrsta skipti og var til að byrja með í nokkur sumur á Barðaströndinni, að Hamri og Deildartúni. Þar lærði ég að borða selspik og súrsaða selshreifa. Síðar fiutti ég mig um set og fór í sveit til Halldóru Halldórsdóttur á Mýrum í Villingaholtshreppi í Flóanum. A báðum þessum stöðum kynntist ég merkis- fólki sem ég hef haldið sambandi við síðan. Á þessum skemmtilegu árum má segja að sveitaástin hafi kviknað og hún hefur aldrei slokknað." Helgi var langt á undan sinni samtíð - Nú varst þú í sveit þar til þú varst fjórtán ára. Hvenær byrjaðir þú í körfubojtanum? „Ég byrjaði fjórtán ára að æfa með IR en Helgi Jóhannsson var þá þjálfari. Hann var frábær þjálfari og var langt á undan sinni samtíð. Hjá ÍRvarégíþrjúárog varð íslands- meistari með meistaraflokki 1959 og var þá ennþá í þriðja fiokki. Sautján ára gamall meiddist ég illa og var frá í hálft ár. Á þessum tíma höfðu vinir mínir endurreist körfuknatt- leiksdeild KR og ég ákvað því að ganga yfir í KR. Það voru erfið spor þegar ég þurfti að fara til Helga og segja honum þetta en hann tók þessu vel. Þetta var 1960. Árið 1965 send- um við meistaraflokk í fyrsta skipti til keppni og árið eftir, 1965. urðum við KR-ingar ís- landsmeistarar í fyrsta skipti í meistarafiokki. Þar með rufum við sex ára sigurgöngu IR- inga og urðum íslandsmeistarar Ijögur ár í röð." Tvö dýrðleg ár á Akureyri Einar heldur áfram: „Haustið 1967 fiutti ég til Akureyrar og gerðist leikmaður og þjálf- ari hjá Þór í fyrstu deild. Ég var á Akureyri i tvö ár og þetta var dýrðlegur tími, alveg ógleymanleg ár. Ég fór síðan aftur í KR og lék með liðinu til 1972 en þá veiktist ég heiftar- lcga. Ég var að horfa á knatlspyrnuleik milli KR og Fram og var frekar kalt. Þegar ég ætlaði að standa upp að leik loknum gekk það erfiðlega en félagar mínir hjálpuðu mér heim. Þegar ég vaknaði morguninn eftir gat ég ekki staðið upp. Ég fékk svona hriklega slæmt liðagiktarkast og var á sjúkrahúsi í tvo og hálfan mánuð. Ég man að þegar ég var í hjólastólnum hét ég því að komast í KR- búninginn aftur og það átti eftir að takast. Árið eftir tók ég við þjálfuninni hjá KR og það var stórkostlegt ár. Allir gömlu félagarn- ir voru enn í fullu fjöri og við unnum tjögur mót og verður það seint leikið eftir. Þetta byggðist á því að bikarkeppnin var færð, við unnum hana fyrir íslandsmótið, síðan Islands- mótið sjálft, Reykjavíkurmótið og loks bikarkeppnina aftur. Þetta ár verður mér líka minnisstætt fyrir þær sakir að þá var ég ráð- inn landsliðsþjálfari í fyrsta skipti." Kveðjuleikurinn fyrir fullri Höll „Það má segja að ég hafi umbylt landslið- inu þegar ég tók þar við stjórninni. Ég valdi sjö nýliða í hópinn og þar á meðal voru leik- ntenn eins og Gunnar Þorvarðarson og Torfi Magnússon. Ég var með landsliðið til 1976 en þá fór ég að leika með aftur, 33 ára gam- 34 VIKAN 9. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.