Vikan


Vikan - 26.02.1987, Page 36

Vikan - 26.02.1987, Page 36
þú ert að byrja á hjá ÍR, við þann tíma sem þú varst með Haukaliðið? _„Já, það má gera það. Strákarnir, sem eru í ÍR-liðinu í dag, og þeir sem voru í Haukalið- inu, þegar ég var að byrja með það, eiga það sameiginlegt að hafa fengið góða þjáífun í yngri flokkum félaganna, aðallega þá hjá Ingvari Jónssyni í Haukum og Einari Ólafs- syni hjá ÍR. í ÍR-liðinu er að vísu enginn Pálmar Sigurðsson en á móti kemur að breiddin _er töluvert meiri hjá ÍR. Helsti gall- inn við ÍR-liðið er að núverandi leikmenn liðsins fengu sína eldskírn í meistaraflokki í úrvalsdeildinni síðustu tvö árin og þá töpuðu þeir gífurlega mörgum leikjum. Helsta vanda- málið hjá mér þessa dagana er að breyta hugarfari leikmanna og fá þá til að sætta sig ekki við tap.“ - Telur þú að þú sért með lið í höndunum sem gæti orðið næsta stórveldið í körfuboltan- um hér á landi? „Ég hef oft verið spurður að þessu. Það verður að taka það fram að helmingur leik- mannanna í meistaraflokki leikur ennþá í öðrum flokki. Þetta eru gífurlega efnilegir strákar sem hægt er að gera mikið úr. Fram- tíð IR ræðst nær eingöngu af því hvort leikmenn liðsins standast prófið sem þeir gangast undir í úrvalsdeildinni næsta vetur. Ef áhugi strákanna og dugnaður helst þá er ég sannfærður um að ÍR þarf ekki að kvíða framtíðinni. Margir leikmenn liðsins hafa tek- ið ótrúlegum framförum. ÍR-liðið er lang- yngsta Iiðið sem hefur komið upp í úrvals- deildina og ef liðið stendur sig vel í úrvalsdeildinni næsta vetur er það til alls lík- legt árið þar á eftir.“ Lítill áhugi KKÍ á landsliðinu - Lokaspurningum körfuna. Hvererfram- tíð körfuknattleiksins hér á landi að þínu mati? „Það er enginn vafi á því að ungir leik- menn, sem voru í mikilli framför þegar bandarískir leikmenn léku hér á landi, eru kjarninn í landsliði okkar í dag og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að við höfum aldrei átt betra landslið en einmitt núna. Fjöldi áhugasamra manna vinnur í kringum landsliðið en gengur auðvitað erfiðlega í öflun peninga. Styrkurinn frá Körfuknattleikssam- bandinu er litlar þrjú hundruð þúsund krónur og sú upphæð dugar ekki fyrir einni utan- landsferð. Það er ömurlegt til þess að vita að enn eru til dragbítar sem horfa í hverja krónu sem fer til landsliðsins. Þessir menn skilja ekki að grundvöllur fyrir góðum árangri okk- ar í körfuknattleik er að eiga gott landslið. Forysta Handknattleikssambandsins hefur þegar gert sér grein fyrir þessu og árangurinn þekkja allir. Ljósu punktarnir lúta að út- breiðslumálunum. Það eru að koma upp efnileg lið úti á landsbyggðinni. eins og Grindavík, Tindastóll og Þór, og fyrir hönd þessara liða erég fullur bjartsýni. En við verð- um að taka okkur tak. Ég var á sínum tíma aðalhvatamaðurinn að því að fá hingað er- lenda leikmenn og vann að því með oddi og egg. Ég var sammála þeim sem á sínum tíma vildu hætta með eriendu leikmennina og hélt þá að menn væru að tala um tímabundið bann en ekki fyrir lífstíð. Nú eru breyttir timar og kominn tími til að endurskoða fyrri ákvarðanir i þessum efnum. Við þurfum að fá erlenda leikmenn hingað á ný og efla áhug- ann á körfuknattleiknum." Blanda af hestamannalykt og piparmyntuneftóhakslykt - Það er varla ofsögum sagt þótt fullyrt sé körfuboltaleikjum, þegar ÍR ætti hlut að máli, fyndu það ævinlega á andrúmsloftinu í við- komandi íþróttahúsi hvort Einar hefði komið við í hesthúsi sínu í Kópavoginum fyrir leik. Þetta kann að flokkast undir ýkjur en sjálfur hef ég fundið ákaflega sérkennilega lyktar- blöndu af Einari, annars vegar ilmandi hestamannalykt og svo sterka piparmyntu- neftóbakslykt en Einar treður jafnan vænni hrúgu af slíkum varningi í nasir sér dags dag- lega. En auðvitað skiptir það litlu máli hvernig lykt er af Einari Bollasyni og við snúum okk- ur að rabbi um hestamennskuna. Hestaferðirnar geta verið erfiðar og oft verður litið um svefn. Einar hefur þó náð að halla sér hér á myndinni og líklegt verður að teljast að hann dreymi um einhvern gæðinginn eða ein- hvern eftirminnilegan sigur á körfuboltavellinum. að Einar Bollason sé einkum þekktur meðal landsmanna fyrir körfuknattleik og hesta- mennsku. Og nú gefum við körfuboltanum líf og snúum okkur að þarfasta þjóninum og tengslum Einars og fjölskyldu við hann. Nokkrum sinnum hef ég orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá Einar á hestbaki og svei mér ef það er ekki bara fögur sjón. Einar er hár og mikill vexti og ég hef heyrt kunna hestamenn segja að alls kyns bikkjur verði að fögrum hrossum þegar Einar ber við him- in á baki þeirra. Sömu menn hafa sagt að Einar hati aldrei átt ófríðan hest. Kunningi minn sagði mér á dögunum að áhorfendur á Ófríðir hestar éta jafn- mikið og fríðir hestar „Sumarið eftir að ég hætti að leika körfu- knattleik keyptum við hjónin okkar fyrstu tvo hesta. Við fórum norður í Skagafjörð til Sveins Jóhannssonar bónda að Varmalæk og þar höfum við keypt flesta okkar hesta í gegn- um tíðina. Sveinn hafði mikil áhrif á okkur og ég man alltaf eftir því þegar hann sagði mér að ófríðir hestar ætu jafnmikið og fríðir hestar og það þyrfti að moka jafnmikið und- an ófríðum hestum og fríðum. í þessum boðskap hans fólst sú staðreynd að það kost- ar lítið meira að eiga mjög góðan hest en 36 VIKAN 9. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.