Vikan


Vikan - 26.02.1987, Page 39

Vikan - 26.02.1987, Page 39
Á bannánmum var stundum mögu- legt að fa hjá lasknum lyfseðil upp á 210 grömm af spíritus. Þetta var al- mennt kallaður hundaskammtur. Guðmundur læknir í Stykkishólmi lét stundum vini sína fá einn og einn. Hildiþór á Harrastöðum í Dalasýslu var gildur bóndi en þótti nokkuð öl- kær og fékk hann aUtaf hundaskammt ef hann bað um hann. Þetta vissu kunn- ingjar Hildiþórs og báðu stundum Guðmund lækni um lyfseðil út á nafn Hildiþórs þó þeir ætluðu að drekka sjálfir. Svo dó Hildiþór. Samt sem áður var beðið um skammt út á nafri hans. Þeg- ar þijú ár voru liðin frá láti Hildiþórs var enn beðið um skammt fyrir hann. Þá mælti Guðmundur læknir: „Drekk- ur hann enn.“ Hafliði Helgason prentsmiðjustjóri þótti nokkuð ölkær um tíma og hugð- ist ráða bót á því. Fór hann því eitt sinn í þúsund daga bindindi. Hafliði var bókamaður mikill og hafði um tíma fombókaverslun. Ámi Pálsson pró- fessor kom einhvem tíma að máli við hann og bað hann að hreinsa nokkur blöð í bók sem hann átti. „Það get ég ekki,“ sagði Hafliði. „Það tekur svo langan tíma.“ „Hve langan?" spurði Ámi. „Tvo daga,“ svaraði Hafliði. Þá sagði Ámi með mestu hægð: „Hvað munar þig um tvo daga, sem búinn ert að eyðileggja þúsund daga af ævi þinni.“ Jón Magnússon bankamaður var oft nokkuð við skál er hann var að koma heim frá vinnu. Dag einn hitti hann kunningja sinn og bauð honum heim upp á einn lítinn. Þeir félagar labba heim til Jóns. Hann bjó í gamalli sam- byggingu en hafði gleymt lyklinum heima að þessu sinni. Bankar hann því þar til frú ein kemur til dyra. „Nú ferðu húsavillt, Jón mixm, þú átt heima lengra uppi í götunni." Þeir labba þá af stað þar til þeir koma að dyrum Jóns, að hann hélt, svo hann bankar. Kemur frú þar til dyra en það fer á sömu leið, hún segir að hann fari húsavillt, en þekkti Jón vel og býður þeim upp á kaffi. Þeir vildu ekki þiggja það, sögð- ust vera að flýta sér. Koma þeir þar næst að þriðju dyrunum og banka. Þar kom frú ein til dyra, æði gustmikil, og er hún sér Jón slær hún hann á kjaft- inn. Þá segir Jón: „Nú þekká ég mig, við erum komnir heim.“ Dagbækur hafa jafnan vakið athygli fyrir ýmsar sakir, þótt misjöfn hafi leyndarmálin verið sem þær búa yfir. Ung skóla- stýra við kvennaskóla úti á landi fór í fyrsta sinn til út- landa en hélt jafnframt dagbók. Einnar viku inn- færslahljóðaðisvo: ,,Mánu- dagur: Skipstjórinn bauð mér í kvöldverð. Þriðju- dagur: Ég var allan morguninn í brúnni hjá 'JÁxM skipstjóranum. Miðviku- dagur: Skipstjórinn kom með þá uppástungu sem ekki hæfir manni í hans stöðu. Fimmtudagur: í kvöld hótaði skipstjórinn að sökkva skipinu ef ég yrði ekki við bón haris. Föstudagur: í dag bjargaði ég lífi fimm hundruð manns.“ 9. TBL VI KAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.