Vikan


Vikan - 26.02.1987, Page 47

Vikan - 26.02.1987, Page 47
M óðir Theresa er heims- fræg fyrir sín stórkostlegu störf. Hún hefur ferðast um heiminn og hjálpað fátækl- ingum. Hún hefur sjálf farið í mestu fátækrahverf- in og hlúð að mörgum hinna aumustu bræðra sinna. Sem ung, rómversk- kaþólsk nunna var hún send til Kalkútta i Ind- landi. Þegar hún hafði starfað þar nokkurn tíma fékk hún eins konar vitrun. Hún skildi að Guð ætlaði henni það hlutverk að sinna hinum fátækustu hinna fá- tæku. Hún sótti uin að fá að stofna sína eigin reglu innan þeirrar sem hún starfaði í. Það varð upphaf- ið að Líknarsystrunum. Móðir Theresa hefur hlotið ýmiss konar viður- kenningar fyrir starf sitt. Hún fékk friðarverðlaun Nóbels. Hún notaði féð, eins og allt annað, fyrir fá- tæklingana. En hún vill ekki að pen- ingum sé safnað fyrir Líknarsysturnar. Ef menn vilja gefa eiga þeir að gefa af þeim peningum sem þeir þegar eiga. Móðirin hefur, eins og aðrar systur hennar, unnið fátæktarheit og skírlífisheit sem hún lifir samkvæmt. Eitt sinn sem oftar var Líknarsystrum gefið hús undir starfsemi sína í einu þeirra íjölmörgu landa sem þær starfa í. Og móðir Theresa fjarlægði úr húsinu allt það sem henni fannst vera prjál, til dæmis teppi sem voru á gólfunum. Móðir Theresa veigrar sér aldrei við að fást við það sem margir myndu ekki gera sökum þess að þeim myndi finnast það ógeð- fellt, til dæmis að fást við holdsveika, ormétna og menn sem eiga við svipaðan ömurleika að striða. Sveltandi, ormétinn og fársjúkur maður lá í göt- unni. Það hafði enginn sinnt honum. Hann hafði legið þarna og fólk gekk framhjá honum. En móðir Theresa fór til hans og tók að sinna honum. Hann spurði: „Hvers vegna gerir þú þetta?“ Hún svaraði: „Vegna þess að ég elska Þig“ Eitt sinn sagði móðir Theresa: „Ég hef verið spurð hvað ég muni gera ef fátækt verði útrýmt i heiminum. Ég hef svarað því til að þá verði ég at- vinnulaus. Hér á eftir fara nokkrar sögur sem móðir Theresa segir sjálf. Þær bera glöggt vitni þeirri sannfæringu sem hún býr yfir og þeim óstöðvandi krafti sem hún á: __ Ég er ekkert. Það sem ég hef gert er ekki mitt verk heldurGuðs. Hann fram- kvæmir. Ég er bara lítið og oft gagnslaust verkfæri. Ég hóf vinnu mína í öm- urlegustu fátækrahverfun- um í Kalkútta á Indlandi. Það var árið 1948. Þá voru heimilislausir þar um hálf milljón. Ég hjálpaði þeim sem sváfu á götunum og átu rusl. Ég varð vitni að hinum hræðilegustu kvöl- um. Einu sinni sagði sagði kona mér frá hindúaíjöl- skyldu sem í voru átta börn. Þau höfðu ekkert fengið að borða í marga daga. Ég tók eins mikið af hrísgrjónum og ég gat og flýtti mér til þeirra. Börnin voru nærri dáin úr hungri og þau buðu mig velkomna með gleðihróp- um. Móðir þeirra tók við hrísgrjónunum og skipti skammtinum í tvennt. Hún gaf börnunum sínum ann- an helminginn en fór svo útmeð hinn. Þegar hún kom aftur spurði ég hvar hún hefði verið. Hún svaraði: „Ég fór til Moslem fjölskyldunnar í næsta húsi. Þar eru líka átta börn og þau hafa heldur ekkert fengið að borða í marga daga.“ Eitt sinn fundu systur mínar deyjandi mann sem var þakinn sárum. Þær fóru með hann á heimili okkar fyrir hina deyjandi. Ég hóf að þvo honum og hjálpa. Smám saman birtist frið- sæld i andliti hans. Ég spurði hann hvort hann þjáðist. „Já, afskap- lega mikið,“ svaraði hann. vEn ég er hamingjusamur. Ég hef alltaf verið heimilis- laus eins og dýr en nú mun ég deyja eins og engill. Ég var eitt sinn á göngu í strætunum þegar prestur nokkur kom og bað mig um fjárframlag. Ég hafði farið að heiman þennan morgun með aleiguna í vas- anum, fjórar rúpíur. Þegar hafði ég gefið fátæku fólki þrjár. Eg ákvað að gefa prestinum þá síðustu og treysta Guði. Á meðan bað ég: „Drottinn, ég á ekkert eftir. Viltu vera svo góður að gera eitthvað til að hjálpa.“ Þessa sömu nótt kom til mín maður og rétti mér umslag um leið og hann sagði: „Þetta er fyrir vinnu þína.“ Þegar ég opnaði umslagið sá ég að í þvi var há íjár- hæð, fímmtíu rúpíur. Ég fann að Guð hafði gefið mér tákn um að halda áfram vinnu minni. Dag nokkurn hringdi ein systranna i mig frá Agra í Indlandi. Hún bað mig um fimmtíu þúsund rúpíur til að geta opnað heimili fyrir munaðarlaus börn. „Það er ekki hægt,“ sagði ég. „Hvar ætti ég að fá því- líka upphæð?“ Nokkrum mínútum síðar hringdi síminn. í honum var ritstjóri dagblaðs nokk- urs. Hann sagði: „Yfirvöld Filippseyja hafa ákveðið að veita þér Magsaysay-verð- launin. Það er bæði heiður og peningaverðlaun.“ „Hversu miklir pening- ar?“ spurði ég. „Fimmtíu þúsund rúp- íur,“ svaraði hann. „Þá býst ég við að Guð vilji að við opnum heimili fyrir munaðarlaus börn i Agra.“ Himnesk handleiðsla hef- ur aldrei brugðist okkur. Alltaf þegar okkur hefur vantað peninga hafa kraftaverkakenndir at- burðir bjargað okkur. Starf og köllun, einbeitni og trú móður Theresu hefur vakið verðskuld- aða athygli. 9. TBL VI KAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.