Vikan


Vikan - 26.02.1987, Page 60

Vikan - 26.02.1987, Page 60
Kristínn G. Harðarson Hann er rólegur og fer ótroðnar slóðir í list sinni og hefur geysimikið talent, sagði þekktur listgagnrýnandi við mig þegar ég sagði honum að ég ætlaði að tala við Kristin Guðbrand Harðarson. Halldór B. Runólfsson segir um hann: Kiddi er mjög hugmyndarík- ur, það er einhvers konar lenska hér á landi að listamenn þurfi alltaf að vera að gera það sama en Kiddi sniðgengur þessa venju, hann lætur ein- faldlega eftir sér það sem hann langar til að gera, enda er hann óvenju fjölhæfur listamaður. Nú stendur yfir sýning á verkum Kristins G. Harðar- sonar í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg. Þar sýnir Kristinn rúmlega fjörutiu olíumálverk. Kiddi Harðar, eins og hann er kallaður, er enginn nýgræð- ingur í faginu. Hann stundaði nám við Myndlista- og hand- íðaskólann 1973-1977. Þá hélt hann utan, til Haag í Hollandi, og nam þar einn vetur við aka- demíuna. En gefum Kristni orðið: „Þegar ég var á þriðja námsári í Myndlista- og hand- íðaskólanum fór ég í mynd- mótunardeild og grafík. Þessi deild var vísir að nýlistadeild- inni sem var komið á fót ári seinna eða þegar ég var á fjórða ári. Á þessum árum var ég á 60 VIKAN 9. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.