Vikan - 12.03.1987, Síða 31
hafði eitt sinn gjört fé Húnvetninga
mikinn skaða. Fannst hann ioks i holu
einni við Blöndugil og varð þar drepinn
með mannsöfnuði. Sagði skuggabaldur-
inn í því hann var stunginn: „Segðu
henni Bollastaðakisu að hann skugga-
baldur hafi verið stunginn í dag í
gjánni." Þetla þótti undarlegt. Kom
bani skuggabaldurs að Bollastöðum og
var þar nótt. Lá hann uppi i rúmi um
kvöldið og sagði frá þessari sögu. Gam-
all fressköttur sat á baðstofubita. En
þegar maðurinn hermdi orð skugga-
baldurs hljóp kötturinn á hann og læsti
hann í hálsinn með klóm og kjafti og
náðist kötturinn ekki fyrr en höfuðið
var stýft afhonum, en þá var maðurinn
dauður.
Finngálkn er afkvæmi kaltar og tófu
stundum kallað. Er það talið mjög
grimmt og skaðlegt sauðfé manna. A
því vinnur engin byssukúla nema hún
sé gjörð úr silfri. Það er mjög styggt og
ákaflega frátt á fæti.
Einu sinni lagðist finngálkn á sauðfé
Hafnamanna í Gullbringusýslu og ann-
arra þar nærlendis. Hélt það sig mest
umhverfis Ósana, sem kallaðir eru. og
gjörði tjón mikið. Reyndu mann á allar
lundir að drepa finngálknið en það tókst
ekki og gekk svo lengi þangað til loks-
ins að maður einn, sem vissi jafnlangt
nefi sínu, fann upp á að marka eina
hellu við Ósbotnana með hunangi. Vissi
hann að finngálkn er mjög sólgið í sæt-
indi, helst hunang. Síðan lagði maður-
inn sig í leyni skammt frá hellunni.
Dýrið rann á hunangslyktina og fór að
sleikja helluna. Skaut þá maðurinn dýr-
ið og hafði silfurhnapp af bol sinum
fyrir kúlu. Öllum þótti vænt um verk
þetta. Hellan er síðan kölluð Hunangs-
hella og er hún við landsuðurhorn
Ósanna hjá alfaraveginum milli Kefla-
víkur og Hafna.
Urðarköttur er mikil skaðræðis-
skepna ef marka má þjóðtrúna. Hann
lagðist á ná og var samfieytta þrjá vetur
neðanjarðar í kirkjugarði. Augnaráð
hans stenst engin skepna. Þessar mein-
vættir eiga það allar sameiginlegt að
augnaráð þeirra stenst enginn nema ef
vera skyldi finngálknsins. Illvættum
þessum verður ekkert að aldurtila nema
ef þær sjá eigin mynd sína eða ef skotið
er á þær með silfurhnöppum og þrí-
krossað fyrir byssukjaftinn áður en af
er hleypt.
Ef við höfum þessar sagnir í huga
ættum við ef til vill að hugsa okkur
tvisvar um áður en við nefnum einhvern
skoffin eða skuggabaldur eins og stund-
um hefur verið brugðið á þegar ein-
hverjum er í nöp við einhvern, því
samkvæmt sögunum eru þetta hinar
mestu meinvættir.
Heimildir: Jónas Jónasson, íslenzkir þjóöhættir; íslenskar
þjóðsögur og ævintýri, Jón Árnason safnaði.
11. TBL VIKAN 31