Vikan - 12.03.1987, Síða 37
og ungt fólk að njóta reynslu og visku þeirra
sem eldri eru og það er á sama hátt ómetan-
legt fyrir gamalt fólk að vera í tengslum við
æskufólk. Það heldur því ungu.
Ég reyni að láta börnin mín vera virk á
heimilinu, taka þátt í ákvörðunum án þess
þó að þau taki við stjórninni. en þau eru Jór-
unn, sautján ára, sem nú er skiptinemi á
vegum AFS á Hawaii. Vésteinn. sex ára, og
Einar Steinn, tveggja ára. Auk okkar eru á
heimilinu Kristín Rúnarsdóttir frá Húsavík.
tvítug stúlka sem réð sig til okkar í haust.
hreinasla gersemi, og loks átján ára skiptinemi
frá Bandaríkjunum, Sarah Waehenheim, sent
er dóttir okkar í eitt ár.
Ég finn lil vaxandi hamingjúkenndar með
Ijölskyldn minni. Ég get allt i einu fyllst ein-
hverri l'riðsælli gleði þegar ég heyri hörnin
mín syngja. Og gleðin kemur reyndar til
manns fyrirvaralaust á ýmsum stundum. til
dæmis þegar maður hlustar a tónlist. þegar
ntaður finnur að rnaður hefur náð tökum á
erfiðu verkefni - eða á júnímorgni eftir rign-
ingu þegar sólin skín. Ég hrífst mjög úti i
náttúrunni en þó hvergi meira en á fallegum
degi í Reykjavík. Ég er algjört borgarbarn.
Pólitík
Eftir að ég kom heint að loknu nárni í heim-
ilislækningum var ég settur aðstoðarborgar-
læknir i nokkra mánuði. Síðan sótti ég unt
heilsugæslustöðina í Fossvogi. Þá gekk ég
með þriðja barnið mitt og fékk skipunarbréf-
ið á sængina. Sama dag var leikrit Valgarðs,
Dags hríðar spor, frumsýnt í Þjóðleikhúsinu.
Enn á ný kom upp þessi staða í lífi mínu að
allt gerðist samtímis, fyrst biðtíminn, þegar
ég var að bíða eftir barninu og hvort ég fengi
stöðuna og leikritið í æfingu. Síðan small allt
saman samtímis.
Heintilislækningar eru mjög ánægjulegt en
krefjandi starf. Þarna myndast sérstakt sam-
band milli læknis og sjúklings - vinátta sem
er allt öðruvísi en rnaður kynnist á sjúkrahús-
um þar sem sjúklingar konta og fara. Þetta
verður fólkið manns. Maður sér börn fæðast
og vaxa úr grasi og fylgist með gamla fólkinu
sínu i þrengingum þess, veikindum oggleði.
í janúar 1982 gerðist það svo að Olafur
B. Thors hringdi til mín og spurði hvort ég
væri fáanleg til að vera i baráttusætinu á lista
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosning-
ununt um vorið, en það var ellefta sætið.
Áður hafði farið frant prófkjör en ég var sem
sagt sótt. Ég hugsaði mig vel unt og ráðfærði
mig við fjölskylduna en tók svo ákvörðun um
að vera með. Ég held að kornið hefði að því
að ég færi að skipta ntér af pólitík fyrr eða
síðar en ég hafði verið svo upptekin í öðru
eftir að ég kom heim að þetta hafði orðið
útundan. Kosningarnar voru í maí. Frant-
bjóðendahópurinn fór saman i Borgarnes þar
sent farið var yfir alla þætti og stefnan mót-
uð. Það var mjög góður andi þarna og
hópurinn hristist santan. Ég tel að það hafi
skipt miklu í kosningabaráttunni hvað þarna
tókst vel til.
Það hefur verið bæði lærdómsríkt og
skemmtilegt að sitja í borgarstjórn með sarn-
hentum hópi og af því að við höfum verið í
meirihluta hefur ntaður komið sínum málum
fram. Minn vinahópur er ntjög dreifður póli-
tískt séð. Mér finnst það víkka sjóndeildar-
hringinn að geta notið samvista við fólk með
mjög mismunandi skoðanir. Ég hugsa að ég
geti ekki kallað mig harðlínupólitíkus. Ég hef
verið meira í menningar- og mannúðarmálum,
umferðar- og heilbrigðismálum. í borgarráði.
sem ég hef nú setið í í tæpt ár, er ég hins veg-
ar nær upplýsingum, praktískum verkefnum
óg ákvarðanatöku. Það hefur verið ntjög
gagnlegt.
Pólitík er merkilegt fyrirbrigði og menn
njóta ekki alltaf sannmælis. Ef ég mætti velja
mér eftirmæli vildi ég helst að sagt yrði unt
mig að ég hefði verið heiðarleg, hefði séð
fleiri en eina hlið á málum og fylgt málum
eftir. Svo þætti mér ekki lakara að hægt
væri að segja að ég hefði verið skemmtileg.
Það er líka mjög ánægjulegt að vera fulltrúi
stjórnmálaafls eins og Sjálfstæðisflokkurinn
er. Innan hans þrífast ólíkar skoðanir en
menn standa alltaf saman um meginhugsjón-
ir. Það er þetta frjálslyndi sem gerir hann að
svona sterku stjórnmálaafli og svo auðvitað
staðfesta hans í utanríkismálum, varðandi
samstöðu vestrænna ríkja og Nato.
Ég hef vcrið hlynnt friðarhreyfingum al-
ntennings sem ég tel að séu að meginhluta
byggðar upp af alvarlega meinandi fólki, þótt
þær hafi verið misnotaðar. Og mér mislíkar
fyrirlitningartónninn þegar sagt er „þessar
friðarhreyfingarl!" og ntálið þar með afgreitt.
Mér finnst ekki rétt að gera lítið úr ótta fólks.
En ég styð eindregið utanríkisstefnu míns
llokks, sem jafnframt er utanríkisstefna þjóð-
arinnar.
Ég er mjög bjartsýn vegna komandi kosn-
inga. Mér finnst við hafa byrinn í bakið og
almenningsálitið vera að sveiflast aftur frá
krötunum. Rósirnar fölna nefnilega.
Katrin Fjeldsted meö yngsta son sinn, Einar Stein Valgarðsson.
11. TBL VIKAN 37