Vikan


Vikan - 12.03.1987, Qupperneq 62

Vikan - 12.03.1987, Qupperneq 62
Maöur á hesti. í skólanum. Og ég sem hélt alltaf að ég væri svo sjálfstæð.“ Guðrún hlær við. „Þetta var voðaleg til- finning, að tilheyra engu lengur og vera ein í útlandinu. Ég held að það sé allt öðruvísi að koma út í lífið eftir svona nám en hag- nýtt nám. Þar gengur fólk yfirleitt að einhverju vísu.“ - Svo ég vaði nú úr einu í ann- að, hvernig gengur tveim lista- mönnum að búa saman? Kemur aldrei upp samkeppni eða öfund? „Bara vel. Við gleðjumst yfir velgengni hvors annars. Það geng- ur líklega betur að vera tveir listamenn hvor á sínu sviði eins og við, frekar en tveir listamenn á sama sviði. Honum finnst gef- andi að sjá hvernig ég vinn og mér hvernig hann vinnur. I raun eru við að nota sömu aðferðirnar, bara öðruvísi útfærðar. Mér finnst erfiðast að aga sjálfa mig. Ég hef stundum sagt við Robert að þetta sé allt miklu léttara fyrir hann því hann þurfi bara að fara eftir nót- um sem búið er að skrifa fyrir hann. Ég þurfi hins vegar að skrifa mínar eigin nótur. Hann hefur þá svarað því til að það sé þess erfið- ara að gera eitthvað persónulegt úr því. Og það er kjarni málsins að geta gert eitthvað úr því sem bærist með manni og ekki síst að þora að taka ákvarðanir. Eflaust er hann þarna einhvers staðar djúpt innra með manni, smáöf- undarbroddur. En þegar hann kemur upp þá kemur það þannig út að ég geri mér enga grein fyrir þvi. En talandi um öfund þá er at- hyglisvert að fylgjast með því hvernig fólk sýnir á sér hina hlið- ina ef manni gengur vel. Það var mikið sjokk fyrir tnig að fá verð- launin á sínum líma. Það er nefnilega erfitt að fara út úr lista- akademíunni án þess að hafa vakið einhverja athygli á náms- tímanum. Þá er oft erfitt að vekja athygli eftir á. Það er nefnilega fylgst með nemendunum. Sam- keppnin er svo gífurleg og það getur oft verið erfitt að hafa lent i úrvali. Eins var það meiri háttar sjokk fyrir mig að upplifa við- brögð fólks sem ég hélt að væri vinir mínir þegar ég fékk afnot af þessu húsi hérna, að ég tali nú ekki um eftir að ég fékk starfs- launin.“ Við létum talið lönd og leið í smástund og fórum inn í stúdíóið þar sem Robert var að aðstoða Valdísi Ijcsmyndara við að koma myndunum fyrir. Þær eru engin smásmíði, myndirnar hennar Guðrúnar, þrir til íjórir metrar á breidd. Verkin eiga það sameigin- legt að vera þróttmikil og áleitin þó viðfangsefnin séu ólík. Af hverju kallar þú myndirn- ar ekkert? „Mér finnst myndirnar alltaf vera eitthvað meira en ein setning. Það er of afmarkandi. Myndirnar eru alltaf eitthvað ákvcðið fyrir mér. Flestar mínar myndir eru ennþá hugmyndafræðilegar." Fæstu þá við það sem er að gerast innra með þér hverju sinni? „Svo að segja eingöngu; draum- ar, persónugervingar á tilfinning- um og svo framvegis. Ég mála til að skilja alveg eins og fólk undir- strikar og les aftur til að skilja betur. Oft verð ég hissa á útkom- unni“ Þú hefur verið að fást við mjög ólíka hluti á tiltölulega stutt- um tíma. Tekurðu alltaf svona stór stökk? „Ég reyni alltaf að ná fram ákveðnum hughrifum. Oft tekur hugmyndin og myndverkið af mér völdin. Myndin verður bara svona. Stift! Finnst þér þetta stift? Það getur vel verið að svo sé. Mér finnst stíft form alveg ókei. Það þarf ekki alltaf að vera frjálst. Það er frjálsræði að Ieyfa sér að vinna lengi að sama hlutnum. Og ég læt alltaf eftir mér að gera eitt- hvað sem er nógu flókið eða tæpt, annars er ekkert gaman. Maður er alltaf að fást við materiliseringu á hugmynd. Til þess verður maður að nota liti og form. Litur út af fyrir sig er ofsalega interessant, sálarlega, stjarnfræðilega og bara á svo margan hátt - eða þetta alheimsmynstur, form, tökum til dæmis þríhyrning, hvað hann er, hverju hann tengist rúnir til dæmis og krafturinn í áttunum, hvaða áhrif hefur hann á um- hverfið? Annars er þetta alltaf að verða trúarlegra hjá mér. Núna er ég að lesa Biblíuna og langar til að mála bibliumyndir. Annars er mesta meinlokan hjá lista- mönnum að þeir eru alltaf að leita að einhverjum stil sem þeir svo oft vilja festast i.“ 62 VIKAN 11. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.