Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 12

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 12
Hvernig skynjar fólk tímann? Martin Joflreysson: AHir hlutír hafa sinn tíma inu eins og öll önnur fram á varirnar. Eiginlega má fyrirbrigði. Vistkerfið þróast segja að tilveran sé samtima- eða kannski bara breytist en leg í þeirri merkingu að til að hægt sé að gera saman- samfélagið leitast við að sam- „Tíminn, segirðu, hvaða þurs er nú það?“ Martin Joff- reysson lygndi aftur augunum og setti upp fádæma spek- ingssvip þegar ég bað hann að segja frá vangaveltum sín- um um tímann og tilveruna, „Þetta fyrirbrigði, sem við köllum tíma, er afstæður fjandi sem einkennist af vensl- um við önnur fyrirbrigði tilverunnar. Allir hlutir, sem finnast undir sólinni, eiga sér ákveðin tímaskeið. Þetta á bæði við um lifandi hluti og dauða. Lítum til dæmis á tréð hér úti í garðinum. Það á sín uppvaxtarár og æviskeið þótt tímaeiningar þess séu grund- vallaðar á annan hátt en æviskeið mannsins. Reyndar leggjum við mannlegan mæli- kvarða á flestalla hluti og þar með talinn tíma trésins. Það er skondið að velta fyrir sér hvernig notagildi og tíma- skynjun tvinnast saman. Nánasta umhverfi okkar, svo sem innanstokksmunir, er flott og verðmætt þegar hlut- irnir eru nýir. Eftir ákveðinn tíma eru þessir sömu hlutir bara gamalt drasl sem flestir vilja losa sig við og henda. En ef eigandinn og afkom- endur hans eru forsjálir og geyma þessa hluti eins og tvö til þrjú hundruð ár eru þeir orðnir antik og eftirsóknar- verðir munir. A þennan hátt bítur tímaskynið í skottið á sér og sýnir um leið hvernig notagildið hefur ákveðið tímagildi. Náttúrulegt um- hverfi er undirorpið tímakerf- burð og fá fram mismun þarf að leiða saman tvö tímaskeið. Þegar við lítum til baka og skoðum söguna kemur klisjan „þá voru aðrir tímar“ ræma tímann og tímaskynið. Klukkuapparatið er hold- gervingur þessarar samhæf- ingar og þröngvar einstakl- ingunum til að dansa í takt. Annað atriði, sem lýtur að þessum samtíma, er tilhneig- ing fólks til að túlka fortíðina og hugsanlega framtíð út frá líðandi stund, núinu. Þetta vekur upp spurningar um hvaða möguleika maðurinn hafi til að komast út fyrir eig- ið timasvið. Hvað stjórnar tímanum og hvernig stendur jarðneskur tími af sér gagn- vart alheimstímanum?" Nú er Martin orðinn lævís til augnanna. Hann hallar sér aftur i sófann, sallarólegur, eins og sá sem hefur tímann fyrir sér, og heldur áfram: „Það hljómar fáránlega að segjast geta farið á milli tíma- sviða en þetta hefur verið gert. Það þarf ekki annað en að glugga í vísindaskáldsögur til að sjá hvernig mönnum hefur tekist að brjóta af sér hlekki samtímans og gefa sýn inn í aðrar víddir. Tunglferð- ir, flugvélar og virkjun vatns- aflsins voru hér á árum áður fjarlægar fantasíur sem síðar áttu eftir að verða tímanna tákn. Tímaflakk er raunhæfur möguleiki ef fólk hugsar út fyrir eigin hít; framreiknar breytingar sem eru að gerast í stað þess að lifa sig inn í þróun fortíðarinnar.“ Skyndilega verður Martin hljóður, lítur á mig og spyr: „Varstu ekki annars að þýfga mig um hvernig ég skynja tímann? Ég lifi í alvíðum tíma og því er einn vikudagurinn ekki hótinu betri en annar. Hvað dagurinn ber í skauti sínu fer eftir hvernig mér líður sjálfum en ekki dagatalinu.“ 12 VIKAN 32 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.