Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 52

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 52
Þeir höfðu vissulega fregnir að færa í seinni kaffitímanum þennan dimma nóvemberdag: Einhver forhertur bófi hafði rænt öllu spari- fénu hennar Ingibjargar gömlu í Nesi. Við höfðum allir búist við að þetta mundi einhvern tíma koma fyrir. Og raunar var það furðulegt að það skyídi ekki hafa gerst fyrr. Ingibjörg bjó ein í kofa sínum þarna úti á nesinu. Hún var eitthvað töluvert á áttræðis- aldrinum en engu að síður enn vel hress og furðu létt í spori. Hún hafði alltaf búið ein, verið sívinnandi seint og snemma, ávallt glað- lynd og góðgjörn og aldrei gert flugu mein. Stundum var hún þó talin nokkuð tannhvöss ef henni fannst ástæða til. Allir vissu að gamla konan var álitin tölu- vert loðin um lófana og hélt vel á sínu. Sumir töldu hana níska. Hún gaf aldrei annað en smápeninga, hvort sem um var að ræða til trúboðs, Rauða krossins, flóttamannahjálpar eða vegna náttúruhamfara. Hver og einn varð að sjá um sig, það var bjargföst skoðun henn- ar. Það hafði hún sjálf ávallt reynt að gera eftir bestu getu. Hún hafði enga trú á bönkum því að þar hafði faðir hennar tapað þrjátíu þúsund krón- um á árunum milli 1920 og 30 og það var ekki lítið fé á þeim tímum. Allir vissu að hún geymdi spariféð sitt heima. Ýmsir vöruðu hana við því, töldu að margt gæti gerst fyrr en varði - eldur gæti óvænt komið upp og ræningjar og ruslaralýður væri sífellt á ferli. Hún yrði að gera sér gíögga grein fyrir þessu. Og nú hafði þetta einmitt gerst. Hún mátti vissulega við því búast. Hér skal því skotið inn að Ingibjörg í Nesi var stundum nokkuð veik fyrir sterkara kyn- inu og skyldi raunar engan undra það. Aldrei kom þó fyrir að hún gæfi neinum alvarlega undir fótinn - nei, það datt henni aldrei í hug. En það var eins og hún breyttist á áber- andi hátt í fasi og framkomu ef til hennar kom einhver karlmaður sem henni geðjaðist vel að. Svipurinn varð mildari, raddhreimurinn breyttist og hún var fljót að hella á kaffikönn- una. Frá þessu sögðu ýmsir, bæði vottar Jehóva og þeir sem sáu um manntalið, ryk- sugusölumenn og ungir aðstoðarprestar. Ekki síst varð þeim tíðrætt um þetta - höfðu víða orð á að hún væri einstaklega elskuleg og gestrisin gömul kona, hefði mikinn áhuga á andlegum málum, ljóðum og söngvum en væri nokkuð fastheldin á fé sitt. Hún sagði þeim félögum það sem hér fer á eftir þegar þeir loksins hittu hana stundarkorn um kvöldið: „Það kom til mín myndarlegur maður með brúna axlatösku og vildi selja mér alls konar kristileg rit og bækur. Hún kvaðst hafa þakk- að fyrir það þar sem hún ætti nóg af slíku en síðan boðið honum inn eftir að hafa virt hann nokkuð fyrir sér. Góðan kaffisopa skyldi hann þó fá hjá henni. Því næst drukku þau kaffið og áttu saman ánægjulega stund. Augu hans voru dökk og góðleg, bartar brúnir og maðurinn yfnleitt mjög geðþekkur. Hann las fyrir hana kafla úr einni bók sinni og síðan sungu þau saman tvo sálma. ÞaðAtaLhann sem stakk upp á því. Að svo búnu fór þessi myndarlegi maður að segja henni frá því að hann þyrfti, einmitt núna, á nokkrum peningum að halda - væri raunar í verulegum íjárkröggum, svo að hann segði henni hreinskilnislega hvernig á stæði. Framtíð hans og fjölskyldunnar væri raunar alveg í veði ef hann fengi ekki hjálp strax... „Var nú ekki hugsanlegt," sagði hann, „að hún gæti sýnt þá göfugmennsku að hjálpa náunga sínum í neyð hans?“ En þá var Ingibjörg i Nesi fljót að slá á aðra strengi. Hún las yfir honum þann lestur sem henni einni var lagið. Ef hann væri hing- að kominn til þess að hafa út úr henni peninga þá skyldi hann tafarlaust snauta burt, hjá henni væri ekkert að fá. Þá varð rödd mannsins ákaflega mild og jafnvel klökk og hann sagði að sér þætti mjög leitt að hún skyldi ekki fást til að hjálpa hon- um af frjálsum og fúsum vilja. Hún hefði hlotið meiri þakkir og blessun fyrir það því að nú yrði hann að taka peningana hennar með valdi. Nú skyldi hún bara segja honum tafarlaust hvar þeir væru. En Ingibjörg gamla í Nesi var nú ekki alveg á því að verða við slíkum kröfum og hófst þá strax ljót sakamálasaga. Þorparinn byrjaði á því að veita henni þungan kinnhest svo að hún missti meðvitund um stund. Á meðan notaði hann tækifærið og batt hana fasta við bekkinn og borðið. En þegar hún vaknaði aftur til meðvitundar og lét hann hafa það óþvegið, eins og hann átti vissulega skilið, tók hann handklæði og tróð því upp i hana svo \ 52 VIKAN 32 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.