Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 39

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 39
líka verið metnaður til að koma í veg fyrir að eitthvert ástand skapist sem maður er á móti. Þá kem ég að þeim hlut sem er erfíður fyrir þá sem styðja frelsið. Það er stundum dyggð að láta fólk í friði, að koma í veg þér. í raun og veru hugsa ég að þeir séu miklu betri þingmenn sem koma í veg fyrir að skattfé sé notað í minnisvarða ákveðinna þingmanna en ýta frekar undir það að ein- staklingarnir geti ráðstafað fjármagninu. Það er eins og segir í gömlum kinverskum veit að ég get snúið mér að öðru. Sá stjórn- málamaður, sem er kominn úr tengslum við atvinnulífið og er hræddur við að detta út af Alþingi, fer að selja sálu sína. Hann fer að haga gjörðum sínum með tilliti til þess að geta fiotið áfram í pólitík. Stjórnmála- fyrir að vitlausir hlutir séu gerðir. Það hefur aldrei í mínum huga verið mælikvarði á dugnað þingmanna að fiytja mikið af mál- um. Oftast er það hið gagnstæða. Mér finnst að þeir sem koma í veg fyrir að verið sé að setja lög og reglur um alla skapaða hluti ættu að fá rós í hnappagatið. Því miður virð- ist minnisvarðapólitík vera innbyggð í lýðræðinu; menn eru kosnir út á eitthvað sem þeir hafa gert, sem sagt, eins og sagt var við einn ungan þingmann: Þú skalt byggja brú eða eitthvert stórhýsi á einhverjum áberandi stað í kjördæminu því þá muna allir eftir fræðum: Bestu stjórnendurnir eru þeir sem enginn fmnur fyrir. Eg hef engar áætlanir uppi um hversu lengi ég held áfrarn í stjórnmálum. Starfstími stjórnmálamanna er að styttast, sérstaklega þeirra sem eru í forystu stjórnmálafiok- kanna. Það er mér ekki keppikefii að vera lengi í stjórnmálum. Ég get vel hugsað mér í tímans rás að snúa mér að einhverju öðru og vonandi geri ég það ekki of seint. Hver og einn verður að þekkja sinn vitjunartíma. Það að hafa starfað við atvinnurekstur á sumrin gefur mér kjark vegna þess að ég Sá stjórnmálamaður, sem er kominn úr tengslum við atvinnu- lífið og er hrœddur við að detta út af Al- þingi,fer að selja sálu sína. maður verður alltaf að hafa kjark til að geta stutt stefnu og framkvæmt hluti sem hann trúir á þótt hann viti að þeir séu ekki vinsæl- ir meðal almennings." Friðrik er orðinn 43 ára og nýlega fráskil- inn. Hann var giftur Helgu Jóakimsdóttur. Friðrik er fimm barna faðir, auk þess sem hann á einn stjúpson. Stjúpsonur hans á eins árs son svo hann er orðinn afi. Ekki leikur nokkur vafi á því að líf stjórnmálamanns útheimtir sitt. Vinnan er krefjandi og ekki mikill tími aflögu fyrir íjölskylduna. „Ég býst við að stjórnmálaferillinn hafi átt sinn þátt í hvernig fór. Hjónabandið þróaðist þannig að við uxum hvort í sína áttina. Helga hafði ekki áhuga á stjórnmálum og ég hafði ekki áhuga á því sem hún var að gera. Þá var um tvennt að ræða: að halda áfram að vera gift, halda heimili en vera eins og tveir óháðþr einstaklingar eða skilja og það varð úr. Ég get ekkert nema gott um hjónabandið sagt, leið vel í því í nítján ár. Við erum góðir vinir þótt við séum skilin og höfum verið samstíga í að gera þessi hjú- skaparslit átakalaus." - Þér er hælt fyrir geðprýði: „Ég efast um að vinir mínir séu allir þeirr- ar skoðunar. Reyndar spila ég fótbolta einu sinni í viku inni í KR-heimilinu til að fá útrás fyrir skapsmunina. Ég held þó að i tímans rás hafi ég tiltölulega vel kunnað að hemja skap mitt og ég er ekki langrækinn. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir menn að vera í stjórnmálum ef þeir eru langræknir því oft vill gusta um sali. Það væri óþolandi að vera stjórnmálamaður ef ágreiningur kostaði vinslit. Annars held ég að ég sé ósköp venjulegur maður. Ef Alþingi á að vera speg- ilmynd þjóðarinnar þarf einhver að vera fulltrúi venjulegs fólks, skilja langanir þess og þrár. Af hverju má það ekki eiga fulltrúa á þingi? Ekki geta allir verið yfirburða- menn.“ 32 TBL VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.