Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 20

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 20
Vikan — eldhús Málsvcröur frá Suöurríkjunum Suðurríki Bandaríkjanna eru fræg fyrir matar- gerð sem á rætur sínar að rekja í ýmsar áttir, meðal annars til Frakka og Spánverja. Matur- inn á borðum Suðurríkjabúa er gjarnan vel kryddaður og soðinn lengi og mikið er um baunir, hrísgrjón og maís. Þessar uppskriftir með sýnishornum suðurbandarískrar matar- menningar fékk Vikan hjá íslenskri konu, Björk Anderson, sem búið hefur þar um slóð- ir. Rauðar baunir og hrísgrjón (red beans and rice) í þennan sterkkryddaða, góða rétt nota heimamenn rauðar baunir sem eru ófáanlegar hér á landi. I staðinn notum við nýrnabaunir (kidney beans). 2 bollar nýrnabaunir 1 bréf beikon 1 tsk. pipar 'A tsk. salt % tsk. cayennepipar (rauður pipar) 3-4 dropar tabascosósa 2 laukar, smátt saxaðir Leggið baunirnar í bleyti yfir nótt. Setjið baunir, lauk, beikon og krydd í pott og sjóð- ið við vægan hita í 2-3 klukkutíma. Sjóðið hrísgrjón og ausið baunakássunni yfir. Vætið í með baunasoðinu. Maísbrauð (cornbread) 2 bollar maísmjöl (athugið, maískorn- mjöl, ekki maizenamjöl!) V* bolli hveiti 3 tsk. lyftiduft Vi tsk. salt 4 msk. matarolía 1 bolli súrmjólk (1-2 msk. sykur, ef vill) 2 egg Hrærið öllu þessu saman. Þykktin á að vera svipuð og á þykku vöffludeigi. Smyrjið innan kringlótt tertumót, helst springform, og bakið við 180° C í um hálftíma. Kjúklingur og hveitibollur 1 kjúklingur 1 púrrulaukur salt, grófmalaður pipar Va. msk. cayennepipar Hlutið hráan kjúklinginn niður í smáa bita og fjarlægið bein. Setjið kjúklingabitana i pott og látið vatnið fljóta vel yfir. Skerið púrrulaukinn í sneiðar og bætið í pottinn ásamt salti og kryddi. Grófmalið piparinn og bætið í pottinn (sparið ekki piparinn). Látið kjúklinginn sjóða i 1 klukkutíma við hægan hita. Á meðan kjúklingurinn sýður er hveiti- bolludeigið lagað. Hveitibollur 1 bolli hveiti 1 Vi tsk. lyftiduft 1 Vt msk. matarolía salt framan á hnífsoddi súrmjólk Blandið þurrefnum og olíu saman og bætið súrmjólkinni í eftir þörfum. Deigið á að vera þykkt og seigt. Mótið litlar bollur úr deiginu og bætið þeim út í soðið hjá kjúklingnum. Látið bollurnar sjóða með í klukkutíma í við- bót. Berið allt fram saman á diski eða í skál. Rétturinn á að vera fremur þunnfljótandi. Umsjón: Þórey Einarsdóttir 20 VI KAN 32 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.