Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 60

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 60
Faðir Saffirio ákvað að ganga um nakinn. Með því móti einu tókst honum að telja indíánana á að hætta að klæðast fötum sem höfðu farið illa með þá. Svissnesk-kanadíski presturinn Aifred Kunz í bæna- og mannréttindahúsinu. „Núna get ég farið, starfið heldur áfram.“ heimsótt höfðu þá sjúku og smitast af þeim, á trúboðsstöðina og báðu um hjálp. Veikin lagðist á heilar fjölskyldur. Sextíu og átta lét- ust en það var hræðileg blóðtaka fyrir svo fámennt samfélag. „I þetta sinn voru það hvorki veiðimenn né landkönnuðir sem báru með sér dauðann heldur við sjálfir,“ sagði Saffirio og var óhugg- andi þegar rætt var við þann. Hann bætir við: „Það er eins og við höfum verið að fanga viðkvæm fiðrildi með stóru höndunum okk- ar. Menning okkar er eins og stórar hendur sem ræna litunum og eyðileggja vængi indíán- anna. Hvað er hægt að gera? Einangra þá, kenna þeim, gera þeim ljósa hættuna sem steðjar að þeim. Að öðrum kosti verður þeim útrýmt eða þeir hnepptir í þrældóm." Reyndar höfðu „stóru hendurnar" komist í snertingu við indíánaflokk þennan nokkru fyrr eða í janúar 1974 þegar fyrstu verkamenn- irnir, sem unnu við lagningu nýja þjóðvegar- ins, komu. Allt fram undir miðjan sjötta áratuginn var talið að frumskógurinn myndi ætíð verjast ásókn menningarinnar. En síðan borgin Bras- ilía var reist hafa vegir verið lagðir yfir verndarsvæði, ný landsvæði eru rudd til land- búnaðar og stjórnvöld hvetja til framkvæmda. Nú er litið á indíánana sem „hindrun í vegi framfara og framþróunar". Það var þá sem yanomani-indíánarnir sáu verkamennina stíga niður úr flugvélunum, sem höfðu lent á veginum, eða upp úr vélbát- unum sem komu upp eftir fljótinu. Margir indíánanna voru uppnumdir og fluttu sig inn að þjóðveginum þar sem voru vélar, vopn og áfengi. Verkstjórarnir tóku að ráða innfædda til erfiðisvinnu og borguðu þeim oft á tíðum fyrir dagsverk með einum stuttbuxum eða þvíumlíku. „Indíánarnir tóku upp á því að klæða sig í margar stuttbuxur i einu, hverjar yfir aðrar, og fengu af því alvarlegar húðsýk- ingar.“ „Þegar svo verkinu lauk,“ heldur trúboðinn áfram, „voru verkfærin og fötin skilin eftir. Það var ekki beðið um neitt í staðinn og því skildu indíánarnir það þannig að þessir hlutir væru einskis virði og fleygðu þeim öllum og þar með höfðu þeir lært að sóa verðmæt- um.“ Þegar fyrsti yanomani-indíáninn birtist í fötum ákvað faðir Saffirio að gera það sem hann kallar „gagnaðgerð": Hann reif sig úr öllum fötunum og gekk um einungis með vafið um getnaðarliminn en „þannig er hefð- bundinn búningur yanomani-karla“. Hann sagði frá því hve einstaklega árangursríkt það hefði reynst að maður frá öðru menningar- svæði skyldi sýna venjum indíánanna slíka virðingu. „Enn þann dag í dag gengur einn flokkur, sem býr í aðeins 3 km fjarlægð frá þjóðveginum, nakinn,“ segir hann hreykinn. Þetta viðhorf skilja ragari íbúar hins sið- menntaða heims ekki alltaf. Nunnurnar í Boa Vista hættu til að mynda að biðja Saffirio að messa eins og þær voru vanar að gera þegar hann var í bænum. „Fyrir tíu árum var ég afar siðfágaður maður með prestakraga og fátæklegar hugmyndir.“ En síðan ákvað hann að leggja prestakragann til hliðar og horfast í augu við raunveruleikann. 60 VIKAN 32. TBL I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.