Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 58

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 58
Hvort sem í hlut eiga villimannaþjóðflokkar á Ama- sonsvceðinu, bcendur eðafiskimannasamfélög er ekki lengur talið brýnast að leiða syndara frá villu síns vegar eða lofa eilífu lífi. Trúboðarnir Það sem hér fer á eftir eru niðurstöður mikilla og oft afar erfiðra athugana. Þær voru gerðar í Amasonfrumskóginum og á öðru vanþróuðu svæði í norðausturhluta Brasilíu. Aðferðirnar og tilgangurinn með kristilegu trúboðsstarfi hafa breyst frá því sem var án þess að mikið hafi borið á því. Trúboðarnir virðast nú hafa meiri áhuga á að deila kjörum með fólkinu og gefa gott fordæmi, jafnvel þótt þeir verði að ganga um allsnaktir. Ef til vill var það auðurinn og glæsileikinn, sem gúmmíverslunin skapaði í lok síðustu aldar, sem freistaði biskupsins af Amasóníu í Brasilíu til þess að leysa landfræðilegar hindranir trúboðanna í frumskóginum með því að byggja mikilfenglega, fljótandi dóm- kirkju sem liði eftir ám og vötnum og færði indíánum fagnaðarerindið. Guðsmaðurinn setti fram þá ósk árið 1883 að í kirkjunni yrði predikunarstoll, skírnarfontur, orgel og nauðsynlegt skraut til að sýna mönnum hvað kaþólska kirkjan hefði upp á að bjóða í sinni glæstustu mynd. Verkinu lauk aldrei og bisk- upinn var fluttur til en minningin er táknræn fyrirþetta tímabil trúboða. Þar birtist allt það sem nútímatrúboð verður að forðast. í árlegu ávarpi sínu til trúboða unt heim allan setti Páll páfi VI. fram skýlaus tilmæli varðandi þessi mál. Páfinn boðaði að ekki mætti líta á fagnaðarerindið sem „sigursæla herför" og ekki mætti takmarka kristilegt trú- boð við „yfirborðsleg trúskipti". Síðan kaþólska kirkjuþingið lagði svo fyrir að mennirnir sjálfir væru dómkirkjur nútímans hafa átt sér stað djúptækar breytingar í trú- boðsstarfi um heim allan. Hinir dæmigerðu trúboðar með stóra sannleikann i töskunni, sem skírðu indíána, gáfu mannætum heilög tákn og luku oft ævi sinni sem píslarvottar, eru sem óðast að hverfa. Mistök kirkjunnar Frá því að Ameríka fannst og fram á byrj- un þessarar aldar, þegar indíánar komust undir vernd stjórnvalda, var kaþólska kirkjan eini aðilinn sem hjálpaði og varði þá snauðu í Rómönsku Ameríku. Á þessum langa tíma voru gerð margvísleg mistök í skjóli krossins. í nafni fagnaðarerindisins var fornum trúar- brögðum útrýmt; í nafni kristins siðferðis var ráðist að rótgrónum siðalögmálum inn- fæddra; í nafni vestrænnar menningar voru indíánar skírðir, fermdir, giftir, klæddir, stroknir og kembdir, bólusettir og síðari skild- ir eftir í útjaðri mannfélagsins þúsundum saman. Nú gera trúboðar sér grein fyrir hvílík mis- tök hafa átt sér stað. Ólíkt rómantískum píslarvottum fortiðarinnar láta trúboðar nú- tímans lítið fyrir sér fara og er meira umhugað um að hjálpa heiðingjunum í lífsbaráttunni en snúa þeim til réttrar trúar. Þessa trúboða er að finna meðal indíánaþjóðflokka við Amason, rneðal bænda á fátækum svæðurn og í útjaðri stórborganna þvi að öll Róm- anska Ameríka er trúboðssvæði samkvæmt skilningi kaþólsku kirkjunnar eftir seinna kirkjuþingið. Auk andlegs álags mega trúboðar þola efnaleg bágindi og v.erða ítrekað að takast á við félagslega togstreitu og ofbeldi. Þetta eru algeng vandræði um gjörvallan þriðja heim- inn. Prestar eru drepnir í frumskógum Rhódesíu, sjálfboðaliða og tveimur frönskum nunnum er rænt í Argentínu, biskupi ensku biskupakirkjunnar er vísað frá Uganda og hópur trúboða í Zaire var tekinn af angólsk- um skæruliðum. Allt gerðist þetta árið 1977. Það er ekki hættulaust að flytja lyf inn í frum- skóga Kenýa, kenna námumönnum í Bólivíu stafrófið eða gæta hagsmuna Bororo-indíána í Brasilíu. Árið 1976 var þýskur prestur að nafni Rudolf Lunkenbein myrtur í Brasilíu af stórbændum sem vildu útrýma indíánum af umdeildu landsvæði. Að finna landið Undir flöktandi ljósi frá olíulampa sitja nokkrir indíánar í hring og hlusta með at- hygli á grannvaxinn, skeggjaðan mann. Hann er að segja þeim að þeir eigi að margfaldast, uppfylla jörðina og gera sér hana undirgefna. Þetta hefur hann sagt þeim margt eitt kvöld á umliðnum áruni. Hann bætir því alltaf við að til þess að sigra landið verði menn áður að finna það eða, eins og hann segir og legg- ur áherslu á orð sín með handahreyfingum, með því að flytja frá bökkum Amason. Fljót-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.