Vikan


Vikan - 06.08.1987, Page 58

Vikan - 06.08.1987, Page 58
Hvort sem í hlut eiga villimannaþjóðflokkar á Ama- sonsvceðinu, bcendur eðafiskimannasamfélög er ekki lengur talið brýnast að leiða syndara frá villu síns vegar eða lofa eilífu lífi. Trúboðarnir Það sem hér fer á eftir eru niðurstöður mikilla og oft afar erfiðra athugana. Þær voru gerðar í Amasonfrumskóginum og á öðru vanþróuðu svæði í norðausturhluta Brasilíu. Aðferðirnar og tilgangurinn með kristilegu trúboðsstarfi hafa breyst frá því sem var án þess að mikið hafi borið á því. Trúboðarnir virðast nú hafa meiri áhuga á að deila kjörum með fólkinu og gefa gott fordæmi, jafnvel þótt þeir verði að ganga um allsnaktir. Ef til vill var það auðurinn og glæsileikinn, sem gúmmíverslunin skapaði í lok síðustu aldar, sem freistaði biskupsins af Amasóníu í Brasilíu til þess að leysa landfræðilegar hindranir trúboðanna í frumskóginum með því að byggja mikilfenglega, fljótandi dóm- kirkju sem liði eftir ám og vötnum og færði indíánum fagnaðarerindið. Guðsmaðurinn setti fram þá ósk árið 1883 að í kirkjunni yrði predikunarstoll, skírnarfontur, orgel og nauðsynlegt skraut til að sýna mönnum hvað kaþólska kirkjan hefði upp á að bjóða í sinni glæstustu mynd. Verkinu lauk aldrei og bisk- upinn var fluttur til en minningin er táknræn fyrirþetta tímabil trúboða. Þar birtist allt það sem nútímatrúboð verður að forðast. í árlegu ávarpi sínu til trúboða unt heim allan setti Páll páfi VI. fram skýlaus tilmæli varðandi þessi mál. Páfinn boðaði að ekki mætti líta á fagnaðarerindið sem „sigursæla herför" og ekki mætti takmarka kristilegt trú- boð við „yfirborðsleg trúskipti". Síðan kaþólska kirkjuþingið lagði svo fyrir að mennirnir sjálfir væru dómkirkjur nútímans hafa átt sér stað djúptækar breytingar í trú- boðsstarfi um heim allan. Hinir dæmigerðu trúboðar með stóra sannleikann i töskunni, sem skírðu indíána, gáfu mannætum heilög tákn og luku oft ævi sinni sem píslarvottar, eru sem óðast að hverfa. Mistök kirkjunnar Frá því að Ameríka fannst og fram á byrj- un þessarar aldar, þegar indíánar komust undir vernd stjórnvalda, var kaþólska kirkjan eini aðilinn sem hjálpaði og varði þá snauðu í Rómönsku Ameríku. Á þessum langa tíma voru gerð margvísleg mistök í skjóli krossins. í nafni fagnaðarerindisins var fornum trúar- brögðum útrýmt; í nafni kristins siðferðis var ráðist að rótgrónum siðalögmálum inn- fæddra; í nafni vestrænnar menningar voru indíánar skírðir, fermdir, giftir, klæddir, stroknir og kembdir, bólusettir og síðari skild- ir eftir í útjaðri mannfélagsins þúsundum saman. Nú gera trúboðar sér grein fyrir hvílík mis- tök hafa átt sér stað. Ólíkt rómantískum píslarvottum fortiðarinnar láta trúboðar nú- tímans lítið fyrir sér fara og er meira umhugað um að hjálpa heiðingjunum í lífsbaráttunni en snúa þeim til réttrar trúar. Þessa trúboða er að finna meðal indíánaþjóðflokka við Amason, rneðal bænda á fátækum svæðurn og í útjaðri stórborganna þvi að öll Róm- anska Ameríka er trúboðssvæði samkvæmt skilningi kaþólsku kirkjunnar eftir seinna kirkjuþingið. Auk andlegs álags mega trúboðar þola efnaleg bágindi og v.erða ítrekað að takast á við félagslega togstreitu og ofbeldi. Þetta eru algeng vandræði um gjörvallan þriðja heim- inn. Prestar eru drepnir í frumskógum Rhódesíu, sjálfboðaliða og tveimur frönskum nunnum er rænt í Argentínu, biskupi ensku biskupakirkjunnar er vísað frá Uganda og hópur trúboða í Zaire var tekinn af angólsk- um skæruliðum. Allt gerðist þetta árið 1977. Það er ekki hættulaust að flytja lyf inn í frum- skóga Kenýa, kenna námumönnum í Bólivíu stafrófið eða gæta hagsmuna Bororo-indíána í Brasilíu. Árið 1976 var þýskur prestur að nafni Rudolf Lunkenbein myrtur í Brasilíu af stórbændum sem vildu útrýma indíánum af umdeildu landsvæði. Að finna landið Undir flöktandi ljósi frá olíulampa sitja nokkrir indíánar í hring og hlusta með at- hygli á grannvaxinn, skeggjaðan mann. Hann er að segja þeim að þeir eigi að margfaldast, uppfylla jörðina og gera sér hana undirgefna. Þetta hefur hann sagt þeim margt eitt kvöld á umliðnum áruni. Hann bætir því alltaf við að til þess að sigra landið verði menn áður að finna það eða, eins og hann segir og legg- ur áherslu á orð sín með handahreyfingum, með því að flytja frá bökkum Amason. Fljót-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.