Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 47

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 47
Ný James Bond kvikmynd hefur nú Jitið dagsins ljós. Mörgum er frumsýningin á íslandi enn minnisstæð þar sem flytjendur titillagsins, hljóm- sveitin A-ha, var viðstödd. Á ensku kallast myndin The Living Daylights og var heimsfrumsýningin haldin í London 29. júni síðastliðinn. Það helsta sem frásagnarvert er við þessa mynd er að nýr leikari hefur tekið við hlutverki James Bond. Fræðumst nánar um þennan nýja leikara um leið og,við lítum á sögu Bond myndanna. Á þessu ári eru liðin 25 ár síðan fyrsta kvikmynd- in um James Bond, byggð á sögu Ians Flemming, var frumsýnd. Sú mynd heitir Dr. No. Sean Conn- ery lék James Bond í þeirri mynd og var hann fyrsti maðurinn sem túlkaði spæjarann á hvita tjaldinu. Bond númer tvö var George Lazenby en hann lék aðeins í einni mynd sem gerð var árið 1969. Hún heitir á frummálinu On Her Majesty’s Secret Service. Þessi mynd misheppnaðist hrapallega og Lazenby lék því ekki í fleiri myndum af þessu tagi. Röðin er nú komin að þriðja leikaranum sem leikið hefur spæjarann. Hann er enginn annar en Roger Moore. Margir eiga sjálfsagt eftir að sakna hans enda hefur hann leikið í mörgum myndum um spæjarann. Roger Moore verður sextugur á þessu ári, er því tímabært að yngri og sprækari maður taki við hlutverkinu. Loks komum við að hinum nýja Bond, Timothy Dalton. Satt að segja tekur áhorfandinn lítið eftir að skipt hafi verið um leikara þegar hann birtist á hvíta tjaldinu. Útlitið hæfir hlutverkinu einstak- lega vel. Timothy er piparsveinn eins og James Bond en segist eiga fátt annað sameiginlegt með honum. „Við erum báðir hrifnir af konum - en ekki sömu konunum,“ segir Timothy og heldur svo áfram: „James Bond er miskunnarlaus og harðbrjósta. Aftur á móti hef ég alltaf litið á sjálf- an mig sem frekar vinalegan náunga. Lífshættir okkar eru lika afskaplega ólíkir. Einkaþotur eða kampavín eru ekki á óskalista hjá mér. Hring'ða skemmtanalífsins heillar mig heldur ekki. En í þessu lifir og hrærist James Bond. Þegar ég kem heim skil ég 007 eftir í vinnunni. Maður heyrir alltaf um kvikmyndaleikara sem geta ekki hætt að leika hlutverkið. Það gerist ekki hjá mér, rullan þarf ekki að stjórna einkalífínu.“ Margir spyrja sennilega hvers vegna Timothy Dalton hafi verið valinn í hlutverk James Bond. Erfitt er að segja til um það. Hann hefur ekki alltaf verið kvikmyndaleikari heldur varð hann fyrst þekktur fyrir leik sinn í Shakespeareverkum og öðrum klassískum leikritum á sviði en hefur þó leikið í nokkrum kvikmyndum áður. Fyrir fjórtán árum, þegar Sean Connery hætti leik sínum í Bond myndunum, bauð Timothy sig fram til að taka við hlutverkinu. Eins og allir vita sem fylgj- ast með myndunum um spæjarann James Bond þá hreppti Timothy ekki hlutverkið á þeim tíma. Fyrir sjö árum endurtók hann prófið þar sem Roger Moore hafði hótað að hætta. Um samdist að Roger Moore léki í þrem myndum til við- bótar. Nú hefur hann lokið þeirri skyldu og var Timothy þá boðið hlutverkið eftir að víðtæk leit um heim allan hafði farið fram til að finna rétta manninn. Timothy Dalton segir að það hafi lengi verið draumur sinn að fá að leika Bond. Frá fimmtán ára aldri hefur hann dreymt um að bregða sér i gervi mannsins sem eltist við fallegt kvenfólk og lúskrar á ribböldum og glæpamönnum. Hann hlær að þessu og segir: „Þegar ég var fimmtán dreymdi mig um þetta eins og alla aðra stráka. Nú, tuttugu og fimm árum síðar, fæ ég greidda myndarlega fúlgu fyrir þennan draum sem rættist. Eg get vel hugsað mér að láta drauminn halda áfram ef myndin gengur vel.“ Timothy Dalton segist ekki getað imyndað sér að hann eigi eftir að verða kyntákn. „Það er hlægi- legt að hugsa sér slíkt. Auðvitað er allt sem fólk sér á hvíta tjaldinu tilbúningur. Fólk ætti bara að sjá mig nývaknaðan. Þá myndi enginn tala um mig sem slíkan. Mér finnst allt þetta tal um kyn- tákn hallærislegt en það er víst óhjákvæmilegt að verða stimplaður á þennan hátt. Eg sætti mig við það að vissu marki. Að minnsta kosti hef ég ekki enn verið umkringdur æpandi konum úti á götu. Þá fer málið fyrst að verða alvarlegt," segir Timothy. 32 TBL VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.