Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 22

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 22
Vikan — kvikmyndir/myndbönd Verjandinn, Dannenberg (James Coburn), ráðfærir sig við skjólstæðing sinn, Leonski (Reb Brown). Ný kvikmynd - Death of a Soldier Áströlsk únalsmynd Philippe Mora er leikstjóri sem hefur verið starfandi síð- an á sjöunda áratugnum. Mora, sem er fæddur í Frakk- landi, en fluttist tveggja ára til Ástralíu, hefur starfað jöfnum höndum í heimalandi sínu og í Bandaríkjunum. Hann byrjaði feril sinn sem leikstjóri við gerð heimildar- mynda. Þeirra þekktust er Swastika, heimildarmynd um nasisía. Nokkrar leiknar myndir liggja eftir hann. Má nefna Mad Dog Morgan, sem gerð var í Ástralíu 1976 með Dennis Hooper í aðalhlut- verki, og A Breed apart, gerð í Bandaríkjunum 1984, með Kathleen Turner og Rutger Hauer í aðalhlutverkum. Engin mynda hans hefur þó vakið jafnmikla athygli og nýjasta mynd hans, Death of a Soldier. Þótt ekki hafi hún notið mikilla vinsælda er hér um úrvalsmynd að ræða sem byggð er á sönnum atburðum er áttu sér stað í Ástralíu á stríðsárunum, nánar tiltekið i Melbourneárið 1942. Myndin fjallar um banda- Leikstjórinn, Philippe Mora. ríska hermanninn Edward Leonski sem sakaður er um að hafa kyrkt konur í Mel- bourne. Vöktu morð þessi mikinn óhug. Gerði lögreglan mikla leit að morðingjanum. Fer nokkur hluti myndarinn- ar fram í réttarsal, enda um nokkuð sérstök réttarhöld að ræða. Mora sem ólst upp í Melbourne, þekkir vel til staðhátta og morðin ogeftir- leikurinn eru íbúum borgar- innar enn í fersku minni. Umsjórr. Hilmar Karisson 22 VIKAN 32. TBL Leonski tekinn fastur fyrir morð á ungum konum. EINKARANNSÓKNIN ★ ★ Leiks'jóri: Nigel Dick. Aðalleikarar: Clayton Rohner, Ray Sharkey og Paul Le Mat. Sýningartími: 97 mín. - Útgefandi: Laugarásbíó. Einkarannsóknin (Private Investigation) fjallar að hluta til um rannsókn- arblaðamennsku sem virðist fara út í öfgar þótt réttlætið nái að sigra. Ritstjóri einn hefur komist yfir upplýsingar er tengja lögreglumenn kókaín- smygli. Óvænt flækist sonur ritstjórans í málið og verður fyrir ýmsum skakkaföllum en kemst á snoðir um að lögreglumennirnir ætla að veita föður hans fyrirsát þegar hann ætlar að fá afhentar sannanir fyrir sekt lög- reglumannanna. Einkarannsóknin er að mörgu leyti ágætur þriller en byrjendabragurinn er stundum of mikill. Þess má geta að framleiðandi myndarinnar er íslenskur, Sigurjón Sighvatsson. Aðalhlutverkin eru í hönd- um óþekktra leikara en í aukahlutverkum eru ágætis leikarar á borð við Anthony Zerbe, Martin Balsham og Paul Le Mat. THESECRETSUNDAY ★ ★ Leikstjóri: Richard Colla. Aðalleikarar: James Farentino og Parker Stevenson. Sýningartími: 92 mín. - Útgefandi Steinar hf. Efnislega er The Secret Sunday nokkuð lík ofangreindri mynd. Aftur eru það óheiðarlegir lögreglumenn sem reyna að komast fram hjá réttvísinni og enn eru það rannsóknarblaðamenn sem koma upp um þá. í þessu til- felli eru fjórir lögreglumenn saman að skemmta sér í veiðitúr. Á vegi þeirra verða tvær unglingsstúlkur sem þeir gamna sér við. Önnur stúlkan deyr vegna ofnotkunar eiturlyfja og til að þagga niður í hinni drepa þeir hana. Tveir lögreglumannanna fá samviskubit og eru harðsnúnum blaðamönnum auðveld bráð. Einn þeirra er of bráður á sér og birtir órökstudda frétt án þess að starfsfélagar hans viti og þar með hefur málinu verið klúðrað og enginn stendur uppi sem sigurvegari í lokin. The Secret Sunday er sérstak- lega gerð fyrir sjónvarp og er sem slík ágæt afþreying, hröð og spennandi, þótt söguþráðurinn sé nokkuð losaralegur og endar nái ekki saman. Þegar Leonski var hand- tekinn og víst þótti að hann var morðinginn risu upp deil- ur rnilli Bandaríkjamanna og Ástrala um hvernig haga skyldi réttarhöldunum. Varð það úr að farið skyldi með réttíirhöldin sem mál hersins og til að halda áhrifum sínum í Ástralíu voru Bandaríkja- menn tilbúnir að lífláta sakborninginn og höguðu réttarhöldunum samkvæmt því Umræður hafa orðið um þessi réttarhöld öðru hverju og hafa þau alla tíð verið umdeild. Þykir Mora hafa náð vel að sýna fram á það andrúmsloft sem heimsstyrj- öldin skapaði og gerði þessi réttarhöld því nokkuð óeðli- leg. Það eru tveir bandarískir leikarar í aðalhlutverkum. James Coburn leikur verj- anda Leonski, Dannenberg majór, og Reb Brown leikur Leonski. Aðrir leikarar eru ástralskir. The Most Shocking OfThem All. Norman Bates is back to normal But Mother's off her rocker again PSYCHO III ★ ★ Leikstjóri: Anthony Perkins. Aðalhlutverk: Anthony Perkins og Diana Scarwid. Sýningartími: 90 mín. - Útgefandi: Laugarásbíó. Physco II er þriðja kvikmyndin um Norman Bates, eina frægustu söguper- sónu kvikmyndanna, sem Alfred Hitchcock gerði ódauðlegan á sínum tíma. Það er nokkuð sérkennilegt við Psycho III að það er eins og mynd númer tvö, sem stóð ágætlega fyrir sínu, hafi aldrei verið gerð. Anthony Perkins, sem leikstýrir einnig, lætur myndina gerast tuttugu árum eftir að Bates var lokaður inni á hæli. Hann er sloppinn út og tekinn til við fyrri iðju, jafnógn- vænlegur og áður. Hann talar við móður sína á nóttunni og myrðir í gervi hennar. Mikið er reynt að ná hinu rafmagnaða andrúmslofti er einkenndi fyrstu myndina, meðal annars með því að líkja eftir frægasta atriði henn- ar, sturtusenunni, en það tekst ekki. Bates er jafnógnvekjandi og áðuren Perkins er enginn Hitchcock. Þrátt fyrir að einstaka atriði séu nokkuð vel gerð er Psycho III ekkert annað en miðlungseftiröpun á meistaraverki. SWAMPTHING ★ Leikstjóri: Wes Craven. Aðalleikarar: Louis Jourdan og Adrienne Barbeau. Sýningartimi: 89 mín. - Útgefandi Tefli hf. Wes Craven er er ábyrgur fyrir Nightmare on Elm Street, myndunum þremur, og því skapari hins óhugnanlega Freddys Krueger. Þar hitti hann í mark. Það gerir hann ekki í Swamp Thing. Fjallar myndin um vísinda- menn í fenjum Suðurríkjanna sem gera tilraunir með kemísk efni. Þegar hópur glæpamanna gerir árás á búðir þeirra fer allt úr skorðum og óvart breytist vísindamaðurinn dr. Holland í góðhjartaðan risa sem hjálpar elsk- unni sinni þegar sótt er að henni úr öllum áttum. Foringi glæpamannanna, sem er vísindamaður, nær formúlunni sem breytti kollega hans og gerir til- raun á sjálfum sér með þeim afleiðingum að hann bieytist í illvíga skepnu. Swamp Thing er gamaldags og minnir helst á myndir er gerðar voru í fjöldaframleiðslu á sjötta áratugnum þegar öll skrímsli komu upp úr sjónum - myndir sem voru ódýra; og gleymdust fljótt. 32 TBL VI KAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.