Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 6

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 6
Vatnið er mikiö notað til að iðka alls kyns íþróttir. Lítil saga frá Ziirich Dag einn snemma sumars lagði hópur manna og kvenna upp frá Keflavíkurflugvelli og var ákvörðunarstaðurinn Zurich. Borgin er norðarlega í Sviss og er stundum nefnd óop- inber höfuðborg landsins. Ferðin átti aðeins að standa yfir í tæpan sólarhring og var farin í tilefni fimm ára afmælis Arnar- flugs á þessari flugleið. Hópur- inn bjóst ekki við mörgum ævintýrum og leit frekar á ferð- ina sem sunnudagsbíltúr í lengra lagi. Á þessum tíma rigndi mikið í Evrópu og fór Sviss ekki var- hluta af regninu. Menn höfðu séð í fjölmiðlum fréttir sem sögðu eitthvað á þessa leið: ALDREI RIGNT JAFN- MIKIÐ í SVISS SÍÐAN MÆLINGAR HÓFUST. Samt sem áður gerðu þeir sér vonir um að njóta sumarylsins sem oftast vermir landann þegar hann yfirgefur skerið. En nú snerist dæmið við. Hópurinn steig inn í vélina á íslandi í blíð- skaparveðri en út úr henni i Zúrich undir gráum, þung- búnum himni. Allt var blautt, greinilega nýlega stytt upp. En þessi sólskinshópur’ frá Islandi lét ekki bugast þótt ekki væri Majorkaveður í Zúrich enda voru áhyggjur óþarfar því ekki rigndi meira þann daginn. Flugstöðvarbyggingin vakti strax athygli. Eftir alla umræð- una um nýju íslensku flugstöð- ina var óhjákvæmilegt að bera þær tvær saman. Flugstöðin í Zúrich er ekki siður haganlega gerð en Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Meira að segja hafa Zúrichbúar tvær agnarsmáar flugvélar hangandi í loftinu á sinni flugstöð en við höfum bara eina Ögn. En það besta við flug- stöðina var lestarstöðin undir henni. Þangað geta flugfarþegar farið og tekið lest hvert sem vill. Við völdum miðbæinn sem áfangastað og héldum á vit æv- intýranna. Fæstir höfðu komið til borgarinnar áður og enn færri töluðu þýsku skammlaust. Leiðin lá um aðalverslunar- götuna, Bahnhofstrasse, og Ferjan gengur um Zurichsee, vatniö sem borgin er byggð í kringum. Um borð er hægt að borða góðan mat meðan útsýnisins er notið. 6 VIKAN 32. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.