Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 38

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 38
Þorsteinsson og Magnús Gunnarsson. Skip- un nefndarinnar hefur verið harðlega gagnrýnd bæði í flokknum og í Morgun- blaðinu á þeirri forsendu að þeir sem bæru ábyrgð á kosningaósigri flokksins ættu ekki að taka það að sér að grafast fyrir um orsak- irnar. „í raun vorum við ekki annað en fram- lengingarsnúra milli miðstjórnarinnar og hins almenna flokksmanns. Eg held að þessi skýrsla komi ekki til með að gefa skakka mynd af því sem almennt er talið að hafi farið úr lagi. Við fengum margar gagnlegar ábendingar og ein er sú að það þyrfti að endurskoða hvernig flokkurinn aflar nýrra félaga. Það er orðið úrelt að byggja á því að hafa ákveð- in félög vegna kyns, aldurs eða búsetu. Það kemur allt eins til greina að menn gangi til liðs við flokkinn vegna áhuga á einstökum málaflokkum og geti tekið þátt í að móta stefnuna í þeim. Stjórnmálaflokkar eiga eftir að breytast á þessa lund þótt alltaf verði kjarni sem er virkari en aðrir. Annað dæmi er að við erum með starfandi launþegaráð sem er stjórnað af fólki sem starfar úti á hinum almenna vinnumarkaði. Hins vegar höfum við ekki náð að höfða til opinberra starfsmanna þar sem konur eru fjölmennar. Samkvæmt tillögum nefndarinnar gætu op- inberir starfsmenn komið saman og lagt sitt lóð á vogarskálina um stefnuna í launamál- um annars vegar og hins vegar um sjálfan ríkisreksturinn. Þetta mál hefur ekki enn verið rætt innan flokksins fremur en önnur atriði skýrslunnar." -_Nýja kynslóðin í flokknum. „Eg held að það lýsi best meðalaldri þing- flokksins þegar talað er um okkur Birgi Isleif sem nýja kynslóð. Við erum menn á miðjum aldri. Hugmyndafræðilega séð erum við Þorsteinn ásamt Geir Haarde ný kynslóð; við erum aldir upp i skýrari hugmyndafræði en margir aðrir þingmenn og forystumenn flokksins.“ - Skortir ykkur Þorstein foringjaímynd? „Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla og þegar menn líta til baka finnst þeim oft að þeir sem gengnir eru hafi verið miklu sterkari foringjar. Fjölmiðlar hafa gjörbreytt ímynd stjórnmálamanna. Þeir geta því ekki hjúpað sig neinum helgiljóma. Eg er varaformaður flokksins. Mitt hlutverk er að styðja við bakið á formanni flokksins en um leið ber ég ábyrgð á ákveðnum þáttum flokksstarfsins.“ Að undanförnu hafa menn ekki talað um ákveðna hópa innan flokksins eins og áður. Nú er talað um kynslóðir. Þingmenn flokks- ins hafa lengstum verið foringjar í sínum kjördæmum og sótt völd sín á heimaslóðir. Styrkur og stærð Sjálfstæðisflokksins hefur meðal annars byggst á að þeir sem duttu útbyrðis gátu alltaf komist í björgunarbát sem stýrt var af jarli í flokknum. Á þann hátt gátu þeir sem voru óánægðir fundið sér foringja við hæfi og þurftu ekki að finna sér starfsvettvang í öðrum flokki. Flokkurinn er nú að fara í gegnum ákveðin kynslóða- skipti sem tekur tíma. Eg efast ekki um að hann eigi eftir að endurheimta fylgi sitt.“ - Nú ert þú orðinn iðnaðarráðherra þjóð- arinnar. Áttu þér einhverja stóra drauma um mál sem þú vilt hrinda í framkvæmd? „Ég held að ég tjái mig ekkert um það á þessu stigi málsins en vonandi munu verkin tala.“ - Friðrik hefur talað um pólitíkina en hvað er það sem rekur fólk út í stjórnmál? Eru það hugsjónir, metnaður, löngun í frægð og frama? „Þeir sem byrja ungir í stjórnmálum fara út í það af hugsjón en þeir sem eldri eru byrja oft af einhverjum öðrum hvötum, þá oftast af hagsmunaástæðum, og ég ætla ekki að gera lítið úr því. Eins og ég sagði áður er alrangt að ætla að stjórnmál snúist ein- göngu um hugmyndir heldur snúast þau líka um völd, fólk, tilfmningar og hagsmuni. Eftir að ég byrjaði afskipti af stjórnmálum innan Vöku fór ég að lesa mér til og smám saman fann ég að Sjálfstæðisflokkurinn höfðaði til mín. Ég fór út í stjórnmál af hugsjón en ekki vegna þess að ég væri bund- inn af einhverjum hagsmunum. Þetta er ákveðin lífsskoðun, ég trúi því að þær hug- myndir, sem ég er að berjast fyrir, leiði til betra mannlífs. Vafalaust eru menn í stjórnmálum til að öðlast vald. En það segir einungis hálfa sög- una. Hinn helmingurinn er til hvers þú ætlar Hins vegar á þing- flokkurinn að gera þá kröfu tilmanna, sem sitja í ráðherraemb- œttum, aðþeirfari ekki útfyrir vissan siðferð isramma. aö nota það. Sá maður, sem fær vald og veit ekki til hvers hann ætlar að nota það, getur verið hættulegur. Sá sem fær völd til að gera ákveðna hluti getur að sjálfsögðu verið hættulegur fyrir þá sem eru andsnúnir honum en hann er þó að gera einhverja hluti sem hann trúir á að séu réttir. Ég hugsa að flestir stjórnmálamenn vildu hafa völdin og áhrifin en vera lausir við frægðina. Frægðin skemmir fyrir í einkalífi manna. Frelsi þeirra rnanna, sem eru þekkt- ir og þurfa kannski í ofanálag að bera á öxlunum heilar stjórnmálahreyfingar, skerð- ist gífurlega mikið. Frægðin í þessum skiln- ingi er hinn leiði hluti. Hún kitlar ekki mína hégómagirnd. Hin hliðin, samskipti við fólk alls staðar að, er aftur á móti mjög ánægju- leg og mikil uppörvun í starfi stjórnmála- manns. í frystihúsinu t Hnífsdal. Metnaðurinn verður að vera fynr hendi. Sjálfur trúði ég því ekki lengst af að ég væri metnaðargjarn. Mér fannst þetta allt raðast upp í hendurnar á mér af einhverjum eðlileg- um eða óeðlilegum ástæðum, án þess að ég hefði verið að biðja um eitt eða neitt. Þó er þetta metnaður, maður er alinn upp við það að maður eigi að standa sig. Það þýðir að fyrir hendi er metnaður sem drífur mann áfram. En það þarf ekki endilega að vera metnaður til að vera frægur. Það getur verið metnaður til að sjá að maður hafi getað þokað einhverjum málum fram. Það getur 38 VIKAN 32 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.