Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 25

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 25
Leikmenn kasta af sér vatni framan í blábleikan kvöldroðann. Nefstærð og aulahúmor Það var um tuttugu manna hópur sem lagði upp frá sölutuminum við sundlaug Seltjamar- ness þetta föstudagskvöld og við fyrstu sýn leit hann út eins og hvert annað fjórðu deildar lið. Að vísu vakti einhver athygli á því að leikmenn- imir væm áberandi nefstórir en um það skal ekkert fjölyrt frekar. Enda þótt rútan stað- næmdist tvisvar á rauðu ljósi verður ekki annað sagt en að ferðin út úr bænum hafi gengið stórá- fallalaust; menn sögðu skaupsögur, ræddu um framtíðina eða veltu landslaginu fyrir sér. Tveir leikmenn vom á sjúkralista þessa helgi en þeir fylgdu liðinu engu að síður til Ólafsvík- ur og vom einhverra hluta vegna öðmm mönnum kátari á vesturleiðinni. Gleði þeirra smitaði fljótt út frá sér þannig að þegar áð var á Hótel Borgamesi hafði þessi prúði flokkur knattspymumanna breyst í sjálfsánægða pjakka sem göntuðust við afgreiðslufólkið í mötuneyti hótelsins af einstöku húmorsleysi. „Eva! (það var önnur afgreiðslustúlkan) Er hægt að fá ham- borgara með eggi?“ „Bíddu, ég þarf að spyija Leifa.“ Hópurinn greip þessa setningu á lofti og sneri út úr nafni kokksins á alla hugsanlega vegu. Einhver hrópaði yfir hálfan salinn: „Leifi! Er hægt að fá meiri tómatsósu?“ Annar tók undir: „Heyrðu, Eva, ferðu í bað með Leifi?“ Það er merkilegt hvemig hópeflið breytir kurteisum, ungum mönnum í svona skril. Til allrar hamingju hélt Leifi sig inni í eldhúsi en afgreiðslustúlkumar sýndu einstakt umburðar- lyndi og hlógu meira að segja stöku sinnum. Þær em eflaust vanar hópum af þessu tagi sem fara eins og eldibrandar um landsbyggðina í því skyni að bijóta niður sjálfstraust ungra kvenna með hrossahlátri og sjálfbirgingshætti. Smátt og smátt beindist aulahúmorinn líka að borgfirskum yngismeyjum sem höfðu slæðst inn til að kaupa sér límonaði. „Hæ, stelpur! Má ekki bjóða ykkur með til Ólafsvíkur?“ Taka þessa kalla svo! Eftir allt of langa viðkomu á Hótel Borgar- nesi var lagt í hann á nýjan leik og ekið sem leið liggur út á Snæfellsnes. Á leiðinni róuðust Texti og myndir: Jón Karl Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.