Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 54

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 54
Næturgesturinn að henni var með öllu varnað máls. Því næst leitaði hann vandlega um alla stofuna en fann lengi vel ekki það sem hann sóttist eftir sem var hirslan þar sem hún geymdi lausafé sitt. Að lokum fann hann hana í litlu ieynihólfi bak við eldiviðarkassann - matarbauk úr áli þar sem sparifé hennar var vel varið fyrir vætu og músum. Hann taldi upp úr bauknum á borðinu fyrir framan hana og það reyndust vera 87.570 krónur. „Ég hefði raunar þurft á meiru að halda,“ sagði hann, „en þessar fimm hundruð krónur verðurðu að hafa þangað til kemur að næstu útborgun svo að þú sveltir ekki í hel. Vertu ekki að vola, gamla mín,“ sagði hann og klappaði á koll hennar um leið og hann fór. „Þakkaðu heldur Guði fyrir að þú færð að halda lífi og minnstu þess að jarðnesk auðæfi eru af þeirri gerð sem mölur og ryð granda.“ Allt þetta og margt fleira sagði Ingibjörg gamla í Nesi þegar menn komu að lokum til hennar, leystu hana og tóku handklæðið úr munni hennar. Og þegar sýslumaðurinn kom til að kynna sér málavöxtu varð hún ennþá mælskari. - „Hvað hefði ekki getað gerst?" sagði hún grátandi. „Hann hefði getað gert margt verra - tekið mig með valdi, barið mig til bana og síðan brennt mig inni.“ „Það er nú greinilegt, góða mín, að hann hefur ekki haft það í huga,“ sagði sýslumaður- inn þurrlega. Það er hér sem ég kem inn í þessa mynd. Ég er bílstjóri á áætlunarvagni, þrjátíu og fjög- urra ára gamall, kvæntur, heiðarlegur náungi og vel kunnugur sýslumanninum. „Þú verður að hafa gluggana opna í kvöld, Jörgen,“ sagði sýslumaðurinn áður en ég ók af stað. „Hver veit nema hann hafi farið ein- mitt þessa leið? Hann hefur áreiðanlega ekki verið neinn bóksali og ekki heldur haft brúna barta. Ég kannast við svona karla!“ Sýslumaðurinn vék mér afsíðis og hvíslaði: „Ég þori næstum að bölva mér upp á að það er brennuvargurinn sem hefur verið hér aftur á ferð. Þú veist að hann leitar fanga fyrst og fremst hjá kvenfólki og þetta er ein- mitt nauðalíkt honum - fremur ýmsa leikara- tilburði og frekur eins og fjandinn sjálfur. Enn hefur engum tekist að klófesta hann. Já, hafðu gluggana onna, eins og ég sagði.“ Sýslumaðurinn er ágætur náungi. Ég sagði auðvitað að ég mundi gera mitt besta... Von- andi verður dóninn ekki svo forhertur að fara með mér í áætlunarvagninum. En það var nú einmitt það sem hann gerði. í þetta sinn var aðeins einn farþegi með vagninum þegar ég lagði af stað en það var mjög óvenjulegt á laugardagskvöldum. Það var hann Helgi gamli á Hóli sem hafði skot- ist til bæjarins til þess að gera innkaup til helgarinnar. Það skrölti hátt í töskum hans. Hann fór út við Birgisbúð þar sem yfirleitt fáir hafa viðkomu. Hún er við útjaðar greni- skógarins mikla þar sem vegurinn kemur ofan frá Efridal. Þar varð ég stansa í þrjár mínút- ur. Ég var aðeins of snemma á ferðinni. Það var aftur byrjað að rigna og hvessa og myrkr- ið var geigvænlegt. Ég var alveg að því kominn af leggja af stað þegar hann birtist allt í einu, í illviðrinu við bílinn, og vatt sér inn. Hann var tötralega klæddur og illa til reika svo sem nærri má geta, hafði gamlan bakpoka á öxlinni og barðastóran hatt dreginn niður yfir andlitið. En barta hafði hann enga. Hann tók kryppl- aðan tíu króna seðil upp úr buxnavasanum og kvaðst ætla að fá far niður að hafnarbakk- anum í þorpinu. Hann fékk tvær krónur og fimmtíu aura til baka. Því næst gekk hann langt aftur í vagninn, hnipraði sig saman í einu sætinu og sofnaði víst strax. Nei, þetta gat ekki verið hann. Þetta var hvorki snyrtilegur né geðþekkur maður, að- eins venjulegur umrenningur. Hann var regnkápulaus og því rennandi blautur - vissu- lega grunsamleg persóna. En var þetta ekki einmitt ágætt dulargervi? Hann svaf enn þegar við komum niður eft- ir. Þar sem orðið var mjög áliðið og veður hið versta voru engir á ferli og því líkast sem þessi litli hafnarbær væri kominn í eyði. Póst- húsið og kaupfélagið, með öllum sínum ljósum, gerðu auðnina ennþá meira áberandi. Regnið fossaði niður og stormurinn hafði færst mjög i aukana svo að allt lauslegt var á ferð og fiugi. Bátarnir veltust við hafnar- garðinn. Bárujárnið var farið að skrölta á sumum húsunum og ég óttaðist að það mundi sums staðar geta fokið af og valdið tjóni. Afgreiðslunni hafði verið lokað og allir farnir heim. „Við erum komnir á leiðarenda," sagði ég og ýtti ofurlítið við honum. Hann vaknaði strax og horfði ráðvilltur í kringum sig. Andlitið var enn í skugga undir hattbarðinu. „Já, erum við komnir?" sagði hann syfju- lega og hélt svo áfram eftir stutta þögn: „Heldurðu að hér sé ekki einhver skúr nærri sem ég get skriðið inn í um stund og einhver yfirbreiðsla? Eða kannski brú þar sem ég gæti komist í skjól og fengið mér blund?“ „Það er hér gistihús. Ég skal vísa þér veg- inn þangað.“ Hann glotti undir hattbarðinu. „Hvað er það sem þér dettur í hug, karl minn? Held- urðu að gistihús sé rétti staðurinn fyrir þann sem á aðeins tvær krónur og fimmtíu aura í vasanum?" Ég hugsaði mig um stundarkorn en sagði síðan: „Ég get ekki skilið þig eftir í þessu veðri. Það er þá réttast að þú fylgir mér.“ Hann glotti að nýju og mælti: „Hvað held- urðu að konan þín segi við því?“ „Hún er fjarverandi í kvöld. Auk þess er hún góðgjörn og gestrisin." „Ef þú ert raunverulega einn heima,“ sagði hann, „þá horfir málið öðruvísi við.“ Ég slöngvaði peninga- og farmiðatösku minni á öxlina, brá mér í regnkápuna og læsti bílnum. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Hann yrði holdvotur öðru sinni áður en við kæmumst heim. Inni var hlýtt og notalegt eins og venjulega og þytur stormsins hljóðnaði. „Baðherbergið er þarna," sagði ég og benti honum á dyrnar. „Þú hefur kannski föt til skiptanna í pokanum?“ „Hvað er það eiginlega sem þér dettur í hug, félagi?“ sagði hann og hló. „Heldurðu að ég þvælist um með annan fatnað, náttföt og tannbursta?" Það var annar og hlýrri hreimur í rödd hans þegar hann sagði félagi. Var það kannski einhver þakkarvottur? „Gptt og vel - ég skal þá lána þér föt af mér. Ég hygg að þau hæfi þér vel. Þú skalt skola úr þínum eigin fötum í baðkerinu og hengja þau síðan upp, þá verða þau þurr í fyrramálið.“ Hann stóð undir steypunni og naut baðsins þegar ég kom aftur. Þá leit hann ekki lengur út sem einhver umrenningur heldur eins og þrautþjálfaður íþróttamaður - eða eins og nýmóðins glæpamaður. Þeir hafa lika smám saman breyst með nýjum tímum. Það hefði verið tilvalið að hringja í sýslu- manninn núna á meðan hann var í baðinu. En ég gerði það ekki. Raunar hef ég aldrei getað áttað mig á því af hvaða ástæðum það var. Hann kom aftur hreinn og vel snyrtur. Hann hafði meira að segja rakað sig. Fötin fóru honum vel og voru eins og sniðin á hann. Hann var nýr og gjörbreyttur náungi. Ég bauð honum kaffi og meðlæti og mælti: „Fáðu þér nú sæti og njóttu þessara veitinga í næði. Svangur skaltu ekki þurfa að vera hjá mér enda þótt þú hafir rænt öllu sparifé gömíu konunnar í Nesi.“ Hann hló og sagði: „Heldurðu að ég hafi gert það?“ „Ég veit það að vísu ekki enn með fullri vissu.“ Stormurinn dundi aftur á þakinu og regnið fossaði á rúðunum. Ég veitti augum hans sérstaka athygli. Þau voru brún og gæðaleg en fólu í sér einhvern þunglyndisblæ sem fór honum vel. En þar brá líka fyrir glettnisglampa. Ég virti hann fyrir mér drjúga stund og ýmsu sérstæðu skaut upp í huga mér. Kannski hafði ég verið of einangr- aður í starfi mínu - ekið bíl árum saman? Maður varð líklega eitthvað undarlegur af því að sjá alltaf sama fólkið á hverjum degi ár eftir ár. Það var vafalaust margt sem ég vissi ekki. Kannski fór margt fram hjá mér af þvi sem mestu skipti? Svo sagði hann allt í einu og hló: „Nú hef- ur þú athugað mig gaumgæfilega. Þú hefur séð að ég hef brún augu. En skeggið sérðu ekki. Það geymi ég niðri í pokanum." Ég hélt áfram að virða hann fyrir mér - andlitið, augun, hendurnar. Spennan sleppti takinu á honum. Aberandi ró færðist yfir hann í staðinn. Hann mælti: „Hvað verður úr þessu? Ætl- arðu ekki að hringja í lögregluna? Éða hefurðu kannski þegar gert það?“ „Nei, ég hef ekki gert það. Ég ætti að sjálf- 54 VIKAN 32 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.