Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 35

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 35
miðstjórn flokksins. Tillagan var samþykkt „sem þótti einstakt fyrirbrigði þarsem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, var mjög á móti þessari nýju tilhögun. í framhaldi af því var ég kjörinn inn í miðstjórnina eftir mikil átök meðal yngri sjálfstæðismannanna urn hver ætti að vera kandídatinn. Við höfð- um sammælst um að hafa bara einn ungan fulltrúa í framboði. Ég og Ólafur B. Thors vorum í kjöri en einungis munaði einu at- kvæði á okkur í prófkjöri sem viðhaft var. Ef ég man rétt gengu þeir Blöndaisbræður af fundi til að mótmæla þessum fasisma að viðhafa prófkjör en þeir voru báðir taldir stuðningsmenn Ólafs. Ef þeir hefðu ekki farið af fundi hefði Ólafur farið inn í mið- stjórn en ég setið eftir úti í kuldanum og sæti þar sjálfsagt enn. Segja má því að ég eigi Halldóri Blöndal og þeim bræðrum skuld að gjalda. Þetta var af ýmsum talið vera sigur uppreisnaraflanna.“ Friðrik verður formaður SUS 1973 og lendir þá í eftirminnilegum formannsslag við Björn Bjarnason, aðstoðarritstjóra Morgun- blaðsins, á þingi SUS sem haldið var á Egilsstöðum. Margir vilja halda því fram að Björn hafi aldrei sætt sig við þetta tap og margt af gagnrýni Morgunblaðsins á Friðrik megi rekja aftur til þessa árs er Björn tapaði fyrir Friðriki. Ellert B. Schram, fráfarandi formaður, var einn helsti stuðningsmaður Friðriks i for- mannskjörinu ásamt mörgum öðrum óbreyttum flokksmönnum. „En íjölmargir, ekki síst þeir sem voru nær valdamönnum flokksins, studdu Björn Bjarnason. Þetta var sjálfsagt íjölmennasta og eftirminnilegasta þing SUS sem haldið hefur verið. Kosningin fór á þann veg að ekki munaði nema um það bil 10 atkvæðum á okkur Birni. Ég er ekki einn af uppáhaldssonum Morg- unblaðsins, á því leikur enginn vafi. Það er hins vegar þjóðsaga að ekki hafi gróið um heilt milli okkar Björns og henni er við- haldið vegna þess að Morgunblaðið er ekki talið hafa gefið mér jafnmikið á garðann og ýmsum öðrum forystumönnum flokksins. Þeir sem leita skýringa á gagnrýni Morgun- blaðsins í minn garð leita alltaf til Egilsstaða- þingsins. Astæðan fyrir gagnrýni Morgunblaðsins á störf mín gæti líka verið sú að ég var talinn öllu nær Gunnari Thoroddsen en ýmsum öðrum forystumönnum flokksins. Meðal annars var ég stuðningsmaður hans í forseta- kosningunum 1968 en ýmsir af yngri sjálf- Það hefur líklega allt- af blundað í mér að vera hérna megin í pólitíkinni. I menntaskóla hafðl Friðrik miklu meirl ðhuga á leiklist en pólitfk. Hér er hann é leiksviðlnu ásamt Þórunni Klemenzdóttur i ímyndunarveikinnl eftlr Moliére sem sett var upp af Herranótt Menntaskólans í Reykjavik 1964. stæðismönnunum studdu Kristján Eldjárn. Þá má líka nefna sem ástæðu að ég hef allar götur varast að tengjast ákveðnum hópum innan flokksins, hef frekar reynt að halda sjálfstæði mínu. Það getur vel verið að Morg- unblaðinu líki betur við þá sem sækja hugmyndir sínar til þeirra. Annars er ekki mitt að gefa skýringar í þessu máli, ég er á leiksviðinu en ekki í hlutverki gagnrýnand- ans.“ Á formannsárum Friðriks var mikil and- staða gegn ríkjandi kerfi bæði í þjóðfélaginu og í Sjálfstæðisflokknum. Andsvar SUS var hið eftirminnilega slagorð: „Báknið burt“. „Menn verða að skoða það í ljósi þess tíma. Sjálfstæðisflokkurinn var búinn að vera í stjórn með Alþýðuflokki 1960-1971. Það var mynduð vinstri stjórn 1971 í kjölfar ’68-hreyfmgarinnar. Hún ætlaði sér stóra hluti en allt fór úr böndunum. Sjálfstæðis- flokkurinn var í stjórnarandstöðu í þrjú ár eða þangað til vinstri stjórnin leið út af. Það var mikil og sterk krafa hjá okkur yngri flokksmönnunum að breyta flokksstarfinu og endurmeta stöðu flokksins. Þegar Sjálf- stæðisflokkurinn fór í stjórn ásamt Fram- sóknarflokknum 1973 vorum við í því að leita að fastmótaðri hugmyndafræði heldur en flokkurinn hafði fylgt þangað til. „Bákn- ið burt“ var krafa um að lina tök ríkisins og var tákn þess sem síðar hlaut að koma. Svigrúm einstaklinganna var orðið harla lít- ið. Okkur fannst að velferðarríkið hefði gengið of langt í því að vernda einstakling- inn, ýtt um of undir ríkisafskipti á öllum sviðum. Pólitískar skoðanir manna mótast milli tvítugs og þrítugs og ég býst við að þær hugmyndir, sem núverandi forystumenn Sjálfstæðisflokksins mótuðu á árunum upp úr 1970, séu nú að komast í framkvæmd. Sjálfsagt er svo um flesta pólitíkusa, þeir móta hugmyndir sínar 10-15 árum áður en þeir koma þeim í framkvæmd. Hitt er svo annað mál að menn hafa verið að koma óorði á frjálshyggjuna, hún er nán- ast bannorð í dag. Ef við lítum raunsætt á hlutina og þá miklu umræðu, sem fyrst og fremst er kennd við Hannes Hólmstein og 32 TBL VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.