Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 34

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 34
Friðrik er borgarbarn, alinn upp í Hlíðun- um, elstur fjögurra barna hjónanna Aslaugar Friðriksdóttur skólastjóra og Sophusar A. Guðmundssonar skrifstofustjóra. Eins og títt er um menn af hans kynslóð var hann snemma sendur í sveit; lengst af var hann hjá föðurfólki sínu á Auðunnarstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Þegar hann eltist fór hann á sjóinn. Fyrsta túrinn fór hann fjórtán ára. Sjóferðirnar urðu fleiri. Meðan hann var í menntaskóla var hann á síðutogurun- um. Þá þekktust ekki skuttogarar: „En fyrir fáeinum árum brá ég mér einn túr með skut- togara. Það var miklu þægilegri vinna en sú sem ég kynntist á síðutogurunum.“ Svo vel líkaði honum á sjónunr að einu sinni kom hann að landi með sjópokann sinn löngu eftir að skólinn var byrjaður: „Á sjónum er frelsið og víðáttan. Hafið er notalegt og ég kann vel við að standa í slorinu og taka til hendinni. Einu sinni var ég jafnvel að hugsa um að söðla um og fara í Stýrimannaskól- ann. Það var þegar ég var i fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík. Það fór hins vegar eins og hjá mörgum öðrum. Maður lenti i rennibraut og vaknaði síðan einn góð- an veðurdag með stúdentshúfu og vissi ekkert hvað maður átti að gera.“ Auk þess að vera á sjó hefur Friðrik unn- ið alla almenna verkamannavinnu, unnið í frystihúsi og við uppskipun við höfnina. Hann stjórnaði frystihúsi vestur í Hnífsdal í níu sumur. Það telur hann hafa verið ein- stætt tækifæri: „að eiga kost á því að kynnast fólki og vinna með því á jafnlitlum stað eins og Hnífsdalur er,“ segir hann. „Ég hef unn- ið nánast öll störf sem tengjast sjávarútvegi, enda hefði ég ekkert haft á móti þvi að setj- ast að í sjávarútvegsráðuneytinu." Akvað á endanum að fara í lceknisfrœði í Háskóla Islands. Að loknu stúdentsprófi stóð hann uppi með húfuna og var hálfráðvilltur; vissi ekki almennilega hvert næsta skrefið ætti að vera. Hann ákvað á endanum að fara í læknis- fræði í Háskóla íslands. Þar var hann í tvö ár og kenndi í gagnfræðaskóla með náminu. Eftir tveggja ára nám ákvað hann að söðla urn og fara i lögfræði, hélt þó áfram kennslu og kenndi næstu fjögur árin. Að loknu lagaprófi tók Friðrik að sér framkvæmdastjórn Stjórnunarfélagsins. „Það var óskaplega lærdómsríkt. Þar kynnt- ist ég fulltrúum atvinnulífsins, bæði launþeg- urn og atvinnurekendum. Þar starfaði ég með góðum mönnum: Jakobi heitnum Gíslasyni orkumálastjóra, senr var guðfaðir félagsins, Guðmundi Einarssyni verkfræð- ingi og Ragnari Halldórssyni, forstjóra ísals, enda taldi Þjóðviljinn, þegar ég kom inn á þing, að ég væri fulltrúi Alfélagsins og birti framhaldsfréttir af því dag eftir dag. Ragnar var þá formaður Stjórnunarfélagsins en þess var ekki getið að á sama tima var Ásmund- ur Stefánsson starfsmaður Stjórnunarfélags- ins. Pólitískur ferill Friðriks hófst í lagadeild- inni. Fram til þess tíma hafði hann lítt skeytt um slíka hluti. Á menntaskólaárunum var hann frábitinn stofnunum á borð við Heim- dall. Þó fór hann einhverju sinni á fund hjá Æskulýðsfylkingunni með Svavari Gests- syni. Ekki varð þó meira úr vinstrimennsk- unni því: „Það hefur líklega alltaf blundað í mér að vera hérna megin í pólitíkinni,“ segir Friðrik þegar hann rifjar upp þennan atburð. Einhverju sinni á framboðsfundi fyrir al- þingiskosningarnar 1983 kom kunnur leið- togi Alþýðubandalagsins á fund með stúdentum og sagði eitthvað á þessa leið: Hér á annarri hæð Félagsstofnunar stúdenta sátu þeir Þorsteinn Pálsson, Friðrik Sophus- son, Kjartan Gunnarsson, Jón Magnússon og fleiri og pældu alla daga í gegnum kenn- ingar Hayeks, Poppers, Friedmans og fleiri frjálshyggjunranna. Nú eru þessir menn í fylkingarbrjósti Sjálfstæðisflokksins og þar hefur hugsunarháttur frjálshyggjunnar nú forgang. En var þetta sönn nrynd af stúd- entapólitík þess tíma? „Þetta er alrangt. Frjálshyggjan, eins og menn þala um hana í dag, er seinni tíma fyrir- bæri. Á háskólaárum mínum höfðu hægri menn töglin og hagldirnar í Stúdentaráði. Þá var í tísku að vera á móti ríkjandi kerfi. Frjálshyggja í þeim skilningi, sem við leggj- um í það hugtak, kernur ekki inn í íslenska stjórnmálaumræðu fyrr en 1973-1974 þegar við Þorsteinn erum hættir í skólanum. Ég sat af hendingu einn vetur í Stúdenta- ráði, var varamaður Ármanns Sveinssonar sem dó haustið 1968 og var einn af okkar efnilegustu mönnum. Mitt hlutverk innan Vöku var ekki að standa við stýrið heldur var ég vélstjórinn í vélarrúminu í mörg ár. Ég var svo pólitískur að ég þekkti svo til alla háskólanema með nafni og vissi svona nokkurn veginn hvað hver kaus. Fyrstu ár siðasta áratugar voru tímar mikillar ólgu og átaka meðal stúdenta, sérstaklega vegna Ví- etnamstríðsins. Stúdentar við Háskólann samþykktu yfirlýsingu í anda stefnu Banda- ríkjastjórnar í Víetnam. Mig rekur ekki minni til að það hafi nokkur annar háskóli á norðurhveli jarðar gert. Við vorum siðustu móhíkanarnir. Virki hægri manna í Háskól- anum féll svo stuttu síðar er vinstri holskefl- an reið yfir. Við Þorsteinn Vilhjálmsson pældum í gegnum rit Horowitch, helsta læri- meistara vinstri manna í Háskólanum, og skrifuðum lærðar greinar í Stúdentablaðið um rit hans, Bandaríkin og þriðji heimurinn. í dag er Horowitch, einn af stuðningsmönn- um Reagans Bandaríkjaforseta, eða svo segir hann í nýlegu blaðaviðtali. Byltingin hefur því heldur betur étið börnin sín.“ Árið 1965 gekk Friðrik í Sjálfstæðisflokk- inn að beiðni Styrmis Gunnarssonar. rit- stjóra Morgunblaðsins, og varð strax mjög virkur í starfsemi Heimdallar. Hann var kjörinn í miðstjórn flokksins á landsfundi 1969. Samband ungra sjálfstæðismanna lagði til breytingar á skipulagsreglum Sjálf- stæðisflokksins til að það fengi fulltrúa í Einu sinni fór Friðrik á fund hjá Æskulýðsfylkiitgunni með Svavari Gesfssyni. Hér eru þsir híns vegar á fundi alþjóðaþingmannasambandsins í Lome i Togo. 34 VIKAN 32. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.