Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 62

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 62
Faöir Schnuettgen og systir Nilza reyna aö losa fiskimenn af báðum kynjum viö blinda forlagatrú. hann og heldur bænasamkomur. Kunz trúir því að samræður hafi grundvallarþýðingu. Öfugt við trúboðana áður fyrr, sem komu til að „snúa fólki, láta það víkja frá villu síns vegar", trúir svissness-kanadíski klerkurinn því að hlutverk hans sé ekki það að flytja mönnum sannleikann að utan „heldur opna augu þeirra fyrir dásemdum lífsins sem þeir lifa, að uppgötva þau verðmæti sem felast einmitt þar“. Meðal þessara verðmæta, og ef til vill þau mestu, er samstaða þeirra. Eitt sinn lá við að nautgripir auðugs bónda í nágrenninu træðu niður baunagarð bónda eins. Sjálfboðaliðar voru útnefndir til þess að standa vakt í þrett- án daga og nætur þar til hættan var liðin hjá. Ýmislegt annað, sem styrkir samstöðuna, er rætt og örvað á bænasamkomum. Sem dæmi má nefna þá ákvörðun þrettán ára stúlku að taka að sér skólahald eftir að síðasti kennar- inn hætti (það er enginn opinber skóli í þorpinu). „Þeir eiga sjálfir frumkvæðið," seg- ir Alfredinho stoltur. „Ég get farið burt núna. Ég veit að starfinu yrði haldið áfram." Trúboð við ströndina Hópur fiskimanna sat á barnum að loknu erfiði dagsins og hlustaði gjörsamlega áhuga- laus á tillögur stæðilegs Þjóðverja. Hann hafði komið æðandi inn til þess að segja þeim að hann hefði rætt málin við eiganda bátanna og snaranna: frá og með þessari stundu keypti hann einn veiði þeirra á lægra verði en áður og hann kærði sig ekki um neinn fiskimann sem var í stéttarfélagi. Þjóðverjinn er þýski presturinn Alfred Schnuettgen. Enginn í hópnum vissi að hann var prestlærður. Hann hafði lært að beita fiskimennina slíkum „ógnaraðferðum" eftir að hafa um árabil fyllst gremju og vonbrigð- um þegar hann reyndi að ræða við þá. Hann klykkti út með því að segja: „Skammist þið ykkar ekki? Hingað kemur einhver gaur og reynir að svindla á ykkur með svona tilboði og þið fallist á það. Er engin karlmennska í ykkur?“ Aðferð Schnuettgens heppnaðist. Nú eiga fiskimennirnir tvö lítil samvinnufélög sem eiga fiskibáta, verslun og frystibíl og lifa við nokkurt öryggi. Nýlega eyðilagði flóð bátana og lagði verslunina í rúst. Presturinn kom ekki að fyrr en næsta morgun. Formaður sam- vinnufélagsins stjórnaði björgunarsveit sem reyndi að bjarga öllu sern bjargað varð. „Vilj- ið þið byrja upp á nýtt?“ spurði presturinn. „Heyrðu rnig, faðir góður. Ef hugrekki þitt er þrotið skaltu bara fara og láta okkur um þetta eina.“ Á sömu strönd starfar systir Nilza Monte- negro. í 35 ár hafði hún kennt og lifað notalegu lífi í klaustri. Hún átti í miklum erfið- leikum með að ávinna sér traust kvennanna sem leita að kröbbum og öðrum skeifiski í fenjunum fjölskyldum sínum til viðurværis. Til þess að henni yrði boðið að koma urn borð í einn af bátunum og vinna með konun- um varð hún að taka upp háttalag sem í fyrstu hneykslaði bæjarbúa en reyndist skipta sköpum í að vinna traust þeirra. Dag einn gekk hún til dæmis að kofa tannlausrar vænd- iskonu sem gekk með fimmta ófeðraða barn sitt. Þegar nunnan sá óhreint rúmið, sem stóð á múrsteinum, gat hún ekki orða bundist: „Tekurðu á móti viðskiptavinum þínum á þessurn óþverra?" Konunni til mikillar skelf- ingar sá nunnan sjálf unt að þrífa kofann og lánaði henni peninga til þess að kaupa nýtt rúm. Hún bauð forvitnum vegfarendum að koma inn á sitt eigið heimili sem líka var kofi en mun hreinni. Hún gaf þeim kaffi og ávaxtasafa og með því athugasemdir varðandi það sem hún taldi vera trúboðsstarf. Nú er Nilza einn bæjarbúa. Hún segir trú sína vera í stuttu máli þessa: „Trúboðsstarf felst í því að lifa með meðbræðrum sínum og þjóna þeim.“ Hún telur fráleitt að boða fagn- aðarerindið án þess að reyna jafnframt að efla einstaklinginn. „Hvernig get ég kennt manni sent bundinn er af forlagatrú eða er sér ekki meðvitandi um sína eigin mannlegu reisn, skapaða í Guðs ntynd?" 62 VIKAN 32. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.