Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 14

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 14
Hvernig skynjar fólk tímann? Anna Skaptadóttir: Helstí tímaþjófurinn er sjónvarpið Anna Skaptadóttir er úti- vinnandi húsmóðir með stórt heimili. Þegar ég hafði sam- band við hana og innti hana eftir hvort hún hefði tíma til að tjá sig örlítið um tímann svaraði hún glaðhlakkalega: „Komdu hvenær sem er.“ Einn sólbjartan morguninn sótti ég hana síðan heim og tókum við tal saman. Anna hefur ævinlega sætt lagi að vinna seinnipart dags eða á kvöldin. Ekki kom það til af leti eða ómennsku held- ur langaði hana að sinna heimilinu og þá sérstaklega börnunum. Meðan þau voru lítil notaði hún morgnana til að búa þau út í skólann eða hjálpa þeim með heimaverk- efnin. Þrátt fyrir að krakk- arnir hafi nú slitið barnsskón- um heldur Anna vinnutímanum óbreyttum. „Ef allir fara til vinnu á sama tíma verður andrúmsloftið oft spennuþrungið þegar bið- röðin myndast fyrir framan salernisdyrnar. Mér flnnst óskaplega notalegt að geta átt morguninn fyrir mig, notið kyrrðarinnar og sinnt heimil- inu í rólegheitum. Þetta gerir það að verkum að mér finnst ég fara betur hvíld og ánægð- ari í vinnuna heldur en ef ég byrjaði klukkan átta.“ Anna skenkir okkur kaffi og ég grip tækifærið og spyr hvaða áhrif stimpilklukkan hafi á hana: „Það er enginn vafi á að reglulegur og rígbundinn vinnutími hefur slæm áhrif á mig. Það er yndislegt til þess að hugsa ef hægt væri að vinna sveigjanlegan vinnudag og þá ekki síst yfír sumarið. Þetta þyrfti ekki að kosta minni afköst því með þessu væri komið til móts við þarfir starfsfólksins. Ánægður starfskraftur vinnur betur en sísvekktur." Hvernig fer Anna að því að samræma húsmóðurhlutverkið og vinnu utan heimilis? „Neyðin kenndi naktri konu að spinna og mér að skipuleggja tím- ann. Eg á þó ekki við að allir una og því eru föstudagar engir stressdagar hjá mér,“ segir Anna og kímir. „Ég held að verklag kvenna hafi breyst mikið frá því sem áður var. Þegar ég hóf búskap fyrir þrjátíu árum voru ákveðin verk unnin á ákveðnum dög- um og það var ófrávíkjanleg regla að hreingerningar fóru fram á föstudögum. Til marks hlutir séu niðurnjörvaðir hjá mér. Það sem skiptir máli er að verkin séu gerð en ekki hvort það er klukkar, fimm á þriðjudegi eða hálfellefu á laugardagsmorgni. Ég reyni að dreifa álaginu á alla vik- um hversu harður húsbóndi þessi hefð gat verið þá man ég eftir að eitt sinn var okkur hjónunum boðið í sumarbú- stað. Það átti að leggja upp á föstudegi en ég átti þvottinn eftir og gat ekki hugsað mér að stökkva frá sökkvandi skipi þannig að ég sat af mér ferðina. Maður var ungur og samviskusamur í þá daga.“ Anna minnist þessa atviks með glampa í augunum og hlær. „í dag mundi ég breyta öðruvísi og trúlega hafa áhyggjur af einhverju öðru en óhreinum þvotti. Mælikvarð- inn á hvað var góð húsmóðir tók mið af þessari verkaskipt- ingu vikunnar og ef til vill var þetta spurning um að standa sig. Núorðið upplifi ég mínar bestu stundir heima um helg- ar. Laugardagar og sunnu- dagar eru algjörir afslöppun- ardagar og í raun sá tími sem fólk hefur fyrir hvað annað. Þessa daga förum við á fætur þegar sálin er reiðubúin að rísa úr rekkju og er allur gangur á því. Matmálstímar eru einnig sveigjanlegir um helgar. Fólkið fær sér eitt- hvað í svanginn þegar hungrið sverfur að því. Við hjónin höfum það fyrir sið að fara í sund með kunningj- um okkar um helgar og tyllum okkur gjarnan inn á kaffihús eftir svamlið. Þetta er ekki einungis hollt og skemmtileg heldur styrkir það mannlegu samskiptin. í þjóð- félagi eins og við lifum í, þar sem allt er á fleygiferð, er nauðsynlegt að setjast niður og spjalla saman, ná áttum. Ég man að þegar sjónvarpið fór í sumarfrí sat maður og spilaði við krakkana eða gerði eitthvað annað með þeim. Nú bylur þessi fjandi á manni allan ársins hring, frá morgni til kvölds. Sjónvarpið er illræmdasti tímaþjófurinn í mínu lífí og spillir heimilis- friðnum. 14 VIKAN 31 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.