Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 26

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 26
menn aftur og fóru að ræða um knattspymu- leikinn sem átti að fara fram daginn eftir. „Þetta verður hörkuerfiður leikur,“ hafði Donni þjálf- ari sagt um leið og hann krafðist þess að liðið ynni. Helgina áður höfðu Hvatberar keppt við efsta liðið í riðlinum, höfuðandstæðingana í Gróttu, og lauk þeim leik með jafntefli. „Ef við sigrum ekki þama fyrir vestan tekur enginn mark á frammistöðu okkar um síðustu helgi,“ sagði Donni. „Olsurunum hefur ekki gengið neitt sérlega vel upp á síðkastið og þeir eiga eftir að verða grimmir." Það var farið að nálgast miðnætti þegar Ól- afsvík blasti við í hálfrökkrinu. Rútan stað- næmdist á brekkubrún meðan menn köstuðu af sér vatni framan í blábleikan kvöldroðann en síðan var ekið beinustu leið til Gufuskála þar sem liðið fékk að sofa i gömlu mötuneyti. Á miðju gólfi stóð billjarðborð sem freistaði leikmanna og það var ekki fyrr en við skipun þjálfarans að þeir dröttuðust í svefnpokana um klukkan tvö. Tunglið óð í skýjum. Átta stunda svefn við opna glugga tryggði það að Hvatberar vöknuðu endumærðir á þess- um mikilvæga keppnisdegi. Ekið var til Ólafs- víkur og snæddur staðgóður morgunverður: hamborgarar, samlokur eða egg, en síðan hitt- ust leikmenn á fundi þar sem farið var yfir leikskipulag og liðsskipan. Það var greinilega hugur í mönnum enda var markmiðið að vinna leikinn og tryggja liðinu þar með annað sæti í B-riðli fjórðu deildar. Meðan leikmenn klæddu sig í bláar síðermatreyjur og hvítar, langar stutt- buxur með bláum rassvösum (en það er keppnisbúningur Hvatbera) stöppuðu þeir stál- inu hver í annan með grimmilegum svipbrigð- um, krepptum hnefum og stuttum ávörpum á borð við: „Taka þessa kalla svo!“ „Þessir kall- ar“ voru í næsta klefa og virtust alveg eins staðráðnir og Hvatberamir í því að standa sig. Loftið var lævi blandið. Bai ist á báóa bóga Á slaginu sex mínútur yfir tvö blés dómarinn koltvísýringi í silfurlitaða flautu sína svo úr henni barst hið fegursta blístur. Hvatberar hófu leikinn af krafti og sóttu stíft að marki andstæð- inganna. Fyrirgjafir þeirra strönduðu hins vegar hvað eftir annað á höfði risavaxins vamar- manns í liði Ólafsvíkinga sem síðan beittu stöku skyndisóknum. Þegar færi gafst áttu þeir meira að segja skot í þverslá hjá Hvatbemm sem kyngdu munnvatni en öskmðu síðan hver á annan: „Passa þetta, strákar!" Hvatberamir vom sterkari aðilinn í fyrri hálf- leiknum og hvað eftir annað „skall hurð nærri hælum“, eins og Bjami Felixson hefði lýst því af sinni alkunnu orðheppni. Eftir langa mæðu skoruðu Hvatberar loksins mark þannig að varamennimir og þessir tveir á sjúkralista gátu hætt í bili að öskra á dómarann og fagnað þaðan sem þeir sátu i grasbrekku fyrir ofan völlinn. En leikurinn var langt í frá unninn. Ólafsvík- ingar mættu tví- ef ekki þríefldir til seinni hálfleiks og fyrstu tuttugu mínútumar heyrði það til stórtíðinda ef Hvatberar komust yfir miðju vallarins. Nokkur harka færðist í leikinn þannig að dómarinn mátti hafa sig allan við að flauta. Stundum flautaði hann líka falskt og þá urðu leikmenn fúlir og létu það bitna á and- stæðingunum sem þá urðu fúlir og þannig koll af kolli. Um miðjan seinni hálfleikinn gerðu Ólafsvík- ingar gott mark. Þetta mark hafði legið í loftinu nokkra hríð en það varð að veruleika þegar fyrmefndur vamarmaður Ólsaranna arkaði í sóknina og stangaði knöttinn inn eftir auka- spymu utan af kanti. Bílflautur áhorfenda voru þeyttar og lögreglan við hliðarlínuna lét síren- umar á bílnum sínum ýlfra ámáttlega. Staðan var 1-1. Það sem eftir lifði leiksins gerðu Hvat- berar harða atlögu að marki Ólafsvíkinganna en án árangurs. Leiknum lauk með jafntefli. Hvomgt liðið hafði sýnt knattspymu á heims- mælikvarða; þetta var fyrst og fremst dæmigerð- ur fjórðu deildap baráttuleikur þar sem leikið var stíft og hart. Utsendarar erlendra félagsliða, sem höfðu hugsanlega fylgst með leiknum í því augnamiði að uppgötva nýja stórstjömu, sneru vonsviknir heim á leið. Tvær árshátíðir á ári Hvatberar voru daufir í dálkinn eftir leikinn „Kom mér á óvart hvað liðið gat“ - segir Donni, þjálfari Hvatbera Jóhann Einar Jakobsson, þjálfari nýgræöing- anna í Hvatberum. Þjálfari Hvatbera er Jóhann Einar Jak- obsson, borinn og barnfæddur Akureyring- ur sem auk þjálfunarinnar starfar sem rafvirki í Reykjavík. Jóhann, eða Donni, eins og hann er yfirleitt kallaður, á að baki markverðan feril sem knattspyrnumaður fyrir norðan. Hann hóf að leika með ÍBA árið 1972 en gekk svo yfir í KA þegar banda- lag Akureyrarfélaganna klofnaði. Með KA lék Donni í ein átta sumur, þar af fimm í fyrstu deild, auk þess sem hann þjálfaði 4. flokk félagsins eitt sumar. Síðan hann flutti til Reykjavíkur 1983 hefur hann leikið með víðfrægu old-boysliði Valsmanna. „Þetta er búið að vera hreint út sagt frá- bært sumar,“ segir Donni þegar hann er spurður um tímabilið með Hvatberum. „Eg hef haft mjög gaman af þessu. Mig hafði lengi langað til að prófa eitthvað nýtt og þegar forráðamenn Hvatberanna settu sig í samband við mig virtist mér þetta kjörið tækifæri til að taka að mér þjálfun án þess að því fylgdi allt of mikil ábyrgð. Og ég sé alls ekki eftir þessu. Bæði er að mannskapur- inn er með eindæmum frábær og eins kom það mér á óvart hvað liðið gat, sérstaklega þegar líða fór á sumarið.“ Aðspurður um fjórðu deildina almennt segir Donni að sér finnist hún merkilega góð. „Að mínu mati hefðu sterk fjórðu deildar lið í dag sómt sér vel í annarri deiid fyrir 10 árum. Breiddin í fótboltanum hér á landi hefur aukist, enda taka menn þetta af meiri alvöru nú en áður fyrr. Metnaðar- full fjórðu deildar lið æfa núna minnst tvisvar til þrisvar sinnum í viku, enda er árangurinn eftir því. Það eru líka leikmenn innan um í þessum neðri deildum sem eru vel boðlegir í fyrstu deild.“ Þegar talið berst að framtíð Hvatbera vekur Donni athygli á þvísjað meginþorri þeirra sé rétt rúmlega tvítugur. „Ef þessir strákar halda saman næstu 5 til 6 árin er öruggt að liðið staldrar ekki lengi við i neðri deildunum. Hópurinn er það fjölmennur og góður. Ég er sannfærður um að Hvatberar eiga mikla framtíð fyrir sér,“ segir Donni að lokum. 26 VIKAN 32. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.