Vikan


Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 55

Vikan - 06.08.1987, Blaðsíða 55
sögðu að gera það. En við skulum borða fyrst. Síðan skulum við spjalla um stund og fá okkur í eina pípu. Þér veitir ekkert af því að slappa svolítið af - og raunar þarf ég þess líka. Auk þess ber það ekki oft við að ég fái slíka gesti. En það var ekki fallegt af þér að ræna gömlu konuna í Nesi.“ Hann mælti: „Var þetta nokkurt illvirki fyrst mér tókst að framkvæma það svona prúðmannlega og á svona mannúðlegan hátt? Það var þá helst með þetta handklæði, en hún var svo kjaftfor, kerlingin, að ég komst ekki hjá því að gera það. Ég er viss um að þetta var þörf reynsla fyrir hana. Og peningarnir? Ég er sannfærður um að hún hefði aldrei notað eina einustu krónu af þeim, hvað þá meira. Hún hugsar ekki um annað en að safna - og þá kannski líka að grafa peningana i jörð þegar líður að lokadægri hennar.“ Ég hellti öðru sinni í bollana og sagði: „Vera má að þú hafir rétt fyrir þér. Ég hef aldrei litið á málið frá þessu sjónarhomi." „Þetta breytir engu hjá henni,“ sagði hann og hló. „Hún greiðir enga húsaleigu og hún borðar áreiðanlega litið. Og hún drekkur víst ekki annað en kaffi. Nú getur hún byrjað að safna að nýju. Ef hún lifir í tíu ár enn get ég heimsótt hana aftur.“ „Þú verður tekinn fastur fyrr en seinna." „Það er engan veginn víst. Þú veist ef til vill að ég er afdankaður leikari. Þeir sögðu að ég hefði ekki nógu góða hæfileika. En ég gerði mér fljótt grein fyrir að ég hafði hæfi- leika til annarra starfa. Þar komst ég vel áfram. Ég er einn á mínu sviði - í mínu fagi - hér um slóðir því að ég beiti aldrei miklu valdi. Ég er of mikill listamaður til þess. Og ég beiti öðrum aðferðum en hinir. Ég beiti fyndni, hugmyndaflugi, sjálfhæðni og nokkr- um öðrum eiginleikum sem ég minnist ekki á - en einkum hugmyndaflugi. Ég get séð inn í hugskot viðskiptavina minna. Ég sé einnig inn i hugskot þitt. Þú munt ekki segja til mín. Hvers vegna þú gerir það ekki veit ég ekki með vissu - ekki ennþá. En þú gerir það ekki.“ „Ef til vill hefurðu rétt fyrir þér,“ sagði ég og um mig fór einhver furðuleg vellíðunar- kennd. Ég hef ekki snætt með mörgum sem hafa notið matar síns eins vel. Hann neytti hans mjög rólega, gaf sér góðan tíma og hrósaði því sem fram var reitt. Hann mælti: „Mér varð brátt ljóst að ég bjó yfir fjölþættum hæfileikum þótt talið væri að þeir ættu ekki beint við í leikhúsinu. Og láttu þér ekki detta í hug að það séu aðeins gamlar konur sem ég hugsa um. Ég hugsa einnig til þeirra yngri en um þær er önnur saga. Ennfremur á ég auðvelt með að ná traustum tengslum við karlmenn. Ég get heillað þá og komið í veg fyrir að þeir beiti mótspyrnu eins og þú hefur kannski orðið var við. Ég beiti fyndni og hugarflugi og vissum atriðum öðr- um sem eru mín eigin leyndarmál. Ég veit ekki heldur til að ég eigi einn einasta óvin í lögreglunni. Þeim geðjast vel að mér. Hitt er svo annað mál að auðvitað vildu þeir gjarna festa hendur í hári mínu en þeir geta það ekki.“ „En að veitast þannig að háaldraðri konu,“ sagði ég aftur þykkjuþungur. „Eftirlaunafólk nýtur sérréttinda nú á tím- um,“ sagði hann og hló. „Það hefur alltof mikið fé á milli handa. Ég hjálpa því aðeins til að losna við kúfinn af því. Heldurðu raun- verulega að ég ræni fátæklinga? Ég hef i fyllstu alvöru hugsað mér að deila kjörum með þeim þegar þar að kemur, eins og Gestur heitinn Bárðarson." „Já, það ættirðu að gera,“ sagði ég kulda- lega. „Flestir eru alltof kærulausir með peninga sína,“ sagði hann og andvarpaði - geyma þá á glámbekk með skrauti og skartmunum - eru hreinasta freisting. Segðu mér eitt - finnst þér að þeir eigi nokkuð betra skilið?“ „Þú segir sitt af hverju, karlinn," sagði ég og hló. „Það var ánægjulegt að þú skyldir líta inn. En nú skaltu fá þér blund hér í nótt hjá heiðarlegu fólki. Og svo áttu morgundag- inn sjálfur. Ég hygg að ég sleppi því að hringja í sýslumanninn." „Nei, það gerirðu áreiðanlega ekki,“ sagði hann og fékk sér eina brauðsneið í viðbót. Þegar nokkuð leið á kvöldið kom konan mín aftur heim. Hún fékk sér tesopa með okkur og spjallaði við okkur töluverða stund. Henni geðjaðist vel að gestinum og lét ekki í ljós neina sérstaka undrun vegna komu hans. Ég sagði henni að sjálfsögðu frá því hvernig fundum okkar hafði borið saman. En svo sagði hún allt í einu að hún væri þreytt og ætlaði að fara að sofa. Hún mundi búa um gestinn á svefnsófanum hér niðri. Þegar hún var farin sagði ég: „Nú skulum við tveir fá okkur í lítil staup. Ég á hálfa viskíflösku sem konan veit ekkert um. Hún er ekkert hrifin af þess háttar en nú á það vel við. Og ég þarf ekki að aka bílnum á morgun.“ Ég kveikti upp í aminum, sótti viskíflösk- una og staupin og við sátum við ánægjulegar samræður langt fram á nótt. „En börnin?“ sagði hann svo allt í einu. „Hvar hefurðu þau?“ „Við höfum ekki enn eignast börn,“ svar- aði ég fremur stuttaralega. „Það er það eina sem hér vantar.“ „Já, einmitt það,“ sagði hann hugsandi. „Hún getur ekki eignast börn. Það var leiðin- legt.“ „Þeir segja að frumur minar séu ekki nógu þróttmiklar,“ svaraði ég önuglega. „Ég get nú ekki skilið það - en þetta segja þeir, sér- fræðingarnir." Já, svona er ég - tala gjarna um hvað sem er við ókunnugt fólk sem mér geðjast vel að. Má vera að það sé einhver veikleiki. Hvorugur okkar varð ölvaður. Við áttum aðeins hægara með að spjalla saman. Við ræddum um hvað sem var en þó mest um okkur sjálfa. Mér fannst ég vera fróðari um margt þegar viðræðum okkar lauk. „Gættu þess nú vel að peningar liggi ekki hér neins staðar á glámbekk,“ sagði hann þegar hann var að búast til hvíldar á svefnsóf- anum. „Ég held það komi aldrei fyrir okkur," svar- aði ég. „Auk þess hef ég enga trú á að þú tækir þá þótt svo væri.“ „Vertu ekki of viss um það,“ svaraði hann og hló. Ég sofnaði samstundis og ég hallaði mér út af. Einhvern tíma um nóttina rumskaði ég eitthvað við það að konan mín fór á fætur og gekk út. Salernið, hugsaði ég í svefnrofun- um. Ég man að ég gerði mér líka aðeins grein fyrir því að vindur og regn dundu enn á glugg- unum. En svo féll ég strax aftur í fastasvefn. Gestur okkar var farinn þegar við komum á fætur. Hann hafði farið í fötunum mínum góðu sem ég lánaði honum. Hans föt lágu vel skoluð og þurr á snúru yfir baðkerinu. Auk þess hafði hann farið í nýjum regnfrakka sem ég átti í fatahenginu því að enn var helli- rigning úti. Nokkru seinna komumst við svo að því að hann hafði líka náð í peninga, þrjú þúsund og fimm hundruð krónur, sem konan hafði skilið eftir óvart í skúffu undir speglinum í anddyrinu. Sem betur fór lá silfurborðbúnaðurinn ekki á lausu. Konan mín á leynilegan stað þar sem hún geymir hann ávallt eftir að hann hefur verið notaður. Raunar hef ég oft brosað að henni vegna þessarar varfærni. í fyrstu tók ég þetta óstinnt upp og hef sennilega farið að líkt og Ingibjörg gamla í Nesi. En þegar ég hafði hugsað mig vel um gat ég ekki annað en brosað að þessu öllu því að þrátt fyrir hlýjar viðtökur okkar og góða fyrirgreiðslu hafði þessi forherti ræningi einnig leikið hlutverk sitt hér af sömu list og honum var lagin. Ég kærði aldrei tap okkar til lögreglunnar. Konan mín lagði heldur enga áherslu á að við gerðum það. En mér varð stundum hugsað til þess hvers vegna ég hefði ekki hringt í sýslumanninn meðan gestur minn var í baðinu. Þegar leið á veturinn varð furðuleg breyting á konu minni. Laugardagskvöld eitt hjúfraði hún sig elskulega að mér og sagði að nú hefði krafta- verk gerst: Við ættum von á barni... „Það hefur þá bara verið þvaður sem lækn- arnir hafa sagt,“ hvíslaði hún fagnandi. „Hamingjunni sé lof,“ sagði ég bæði hreyk- inn og glaður. „Þú veist að ég hef alltaf haft ákveðinn grun um það.“ Við eignuðumst telpu - yndislegt, vel skap- að barn með brún augu. Öðru hverju hugsa ég með nokkurri samúð til næturgestsins sem við höfðum eitt sinn því að hvað eru nærföt, góður alfatnaður, ný regnkápa og þrjú þúsund og fimm hundruð krónur í samanburði við þá miklu hamingju sem okkur hefur nú hlotnast? Og öðru hverju dettur mér líka í hug, þótt ég hafi ekki orð á því við konu mína, að raun- ar hefði ég ekki haft neitt á móti því að hann liti hér inn aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.