Vikan


Vikan - 06.08.1987, Side 25

Vikan - 06.08.1987, Side 25
Leikmenn kasta af sér vatni framan í blábleikan kvöldroðann. Nefstærð og aulahúmor Það var um tuttugu manna hópur sem lagði upp frá sölutuminum við sundlaug Seltjamar- ness þetta föstudagskvöld og við fyrstu sýn leit hann út eins og hvert annað fjórðu deildar lið. Að vísu vakti einhver athygli á því að leikmenn- imir væm áberandi nefstórir en um það skal ekkert fjölyrt frekar. Enda þótt rútan stað- næmdist tvisvar á rauðu ljósi verður ekki annað sagt en að ferðin út úr bænum hafi gengið stórá- fallalaust; menn sögðu skaupsögur, ræddu um framtíðina eða veltu landslaginu fyrir sér. Tveir leikmenn vom á sjúkralista þessa helgi en þeir fylgdu liðinu engu að síður til Ólafsvík- ur og vom einhverra hluta vegna öðmm mönnum kátari á vesturleiðinni. Gleði þeirra smitaði fljótt út frá sér þannig að þegar áð var á Hótel Borgamesi hafði þessi prúði flokkur knattspymumanna breyst í sjálfsánægða pjakka sem göntuðust við afgreiðslufólkið í mötuneyti hótelsins af einstöku húmorsleysi. „Eva! (það var önnur afgreiðslustúlkan) Er hægt að fá ham- borgara með eggi?“ „Bíddu, ég þarf að spyija Leifa.“ Hópurinn greip þessa setningu á lofti og sneri út úr nafni kokksins á alla hugsanlega vegu. Einhver hrópaði yfir hálfan salinn: „Leifi! Er hægt að fá meiri tómatsósu?“ Annar tók undir: „Heyrðu, Eva, ferðu í bað með Leifi?“ Það er merkilegt hvemig hópeflið breytir kurteisum, ungum mönnum í svona skril. Til allrar hamingju hélt Leifi sig inni í eldhúsi en afgreiðslustúlkumar sýndu einstakt umburðar- lyndi og hlógu meira að segja stöku sinnum. Þær em eflaust vanar hópum af þessu tagi sem fara eins og eldibrandar um landsbyggðina í því skyni að bijóta niður sjálfstraust ungra kvenna með hrossahlátri og sjálfbirgingshætti. Smátt og smátt beindist aulahúmorinn líka að borgfirskum yngismeyjum sem höfðu slæðst inn til að kaupa sér límonaði. „Hæ, stelpur! Má ekki bjóða ykkur með til Ólafsvíkur?“ Taka þessa kalla svo! Eftir allt of langa viðkomu á Hótel Borgar- nesi var lagt í hann á nýjan leik og ekið sem leið liggur út á Snæfellsnes. Á leiðinni róuðust Texti og myndir: Jón Karl Helgason

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.