Vikan


Vikan - 06.08.1987, Side 20

Vikan - 06.08.1987, Side 20
Vikan — eldhús Málsvcröur frá Suöurríkjunum Suðurríki Bandaríkjanna eru fræg fyrir matar- gerð sem á rætur sínar að rekja í ýmsar áttir, meðal annars til Frakka og Spánverja. Matur- inn á borðum Suðurríkjabúa er gjarnan vel kryddaður og soðinn lengi og mikið er um baunir, hrísgrjón og maís. Þessar uppskriftir með sýnishornum suðurbandarískrar matar- menningar fékk Vikan hjá íslenskri konu, Björk Anderson, sem búið hefur þar um slóð- ir. Rauðar baunir og hrísgrjón (red beans and rice) í þennan sterkkryddaða, góða rétt nota heimamenn rauðar baunir sem eru ófáanlegar hér á landi. I staðinn notum við nýrnabaunir (kidney beans). 2 bollar nýrnabaunir 1 bréf beikon 1 tsk. pipar 'A tsk. salt % tsk. cayennepipar (rauður pipar) 3-4 dropar tabascosósa 2 laukar, smátt saxaðir Leggið baunirnar í bleyti yfir nótt. Setjið baunir, lauk, beikon og krydd í pott og sjóð- ið við vægan hita í 2-3 klukkutíma. Sjóðið hrísgrjón og ausið baunakássunni yfir. Vætið í með baunasoðinu. Maísbrauð (cornbread) 2 bollar maísmjöl (athugið, maískorn- mjöl, ekki maizenamjöl!) V* bolli hveiti 3 tsk. lyftiduft Vi tsk. salt 4 msk. matarolía 1 bolli súrmjólk (1-2 msk. sykur, ef vill) 2 egg Hrærið öllu þessu saman. Þykktin á að vera svipuð og á þykku vöffludeigi. Smyrjið innan kringlótt tertumót, helst springform, og bakið við 180° C í um hálftíma. Kjúklingur og hveitibollur 1 kjúklingur 1 púrrulaukur salt, grófmalaður pipar Va. msk. cayennepipar Hlutið hráan kjúklinginn niður í smáa bita og fjarlægið bein. Setjið kjúklingabitana i pott og látið vatnið fljóta vel yfir. Skerið púrrulaukinn í sneiðar og bætið í pottinn ásamt salti og kryddi. Grófmalið piparinn og bætið í pottinn (sparið ekki piparinn). Látið kjúklinginn sjóða i 1 klukkutíma við hægan hita. Á meðan kjúklingurinn sýður er hveiti- bolludeigið lagað. Hveitibollur 1 bolli hveiti 1 Vi tsk. lyftiduft 1 Vt msk. matarolía salt framan á hnífsoddi súrmjólk Blandið þurrefnum og olíu saman og bætið súrmjólkinni í eftir þörfum. Deigið á að vera þykkt og seigt. Mótið litlar bollur úr deiginu og bætið þeim út í soðið hjá kjúklingnum. Látið bollurnar sjóða með í klukkutíma í við- bót. Berið allt fram saman á diski eða í skál. Rétturinn á að vera fremur þunnfljótandi. Umsjón: Þórey Einarsdóttir 20 VI KAN 32 TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.