Vikan


Vikan - 04.02.1988, Side 6

Vikan - 04.02.1988, Side 6
íslendingar í vopnasmygli Cargolux flutningavélln Boeing 747 ,Jumbo“ í flugtaki. Líkur eru taldar á að ef Breta hefði grunað að Cargolux flytti vopn til Argentínumanna myndu þeir hafa endurskoðað allar starfsheimiidir félagsins í Hong Kong en Cargolux liefur umsvifamikla starfsemi þar. Breskur embættismaður sagði við Vikuna að ekki væri útilokað að Bretar hefðu reynt með einhverjum hætti að koma í veg fyrir að vélin næði áfangastað hefðu þeir vitað um þessa flutninga á sínum tima. Texti: Magnús Guðmundsson Leynilegir vopnaflutningar íslenskra aðila höfðu bein áhrif á blóðbaðið við Falklandseyjar! Boeing 747 risaþotan frá Cargolux flugfélaginu lenti mjúklega á flugvellin- um í Lima í Suður-Ame- ríkuríkinu Perú og íslenski flugstjórinn renndi vélinni inn á sérstakt svæði þar sem enginn óviðkomandi átti að geta fylgst með flugvélinni eða losun hennar. Ahöfuin fékk fyrirskipun um að halda kyrru fyrir í vélinni og hafa hægt um sig. Skammt frá stóðu tvær belgmiklar Hercules flutningavélar frá argentínska flughemum í viðbragðsstöðu. Afferming Boeing vélarinnar var greinilega vel undirbúin. 1 skyndi var viðkvæmur og dýr- mætur farmur hennar fluttur yfir í herflugvélarnar á um klukkustund. Að því loknu lögðu argentínsku Herculesvél- arnar í loftið og héldu til síns heima. íslensku flugmennirnir vörp- uðu öndinni léttar. Þeirra hlut- verki var nú lokið og hættan á að verða hugsanlega skotnir niður var liðin hjá. Síðar sama dag og næstu daga gerði flugher Argentínu óvænt- ar og heiftarlegar árásir á breska sjóherinn með EXOCET flug- skeytum og sprengjuárás með SKYHAWK orrustuvélum, þar sem fjöldi breskra hermanna lét iífið og mikið af hergögnum urðu eyðileggingunni að bráð. Árásirnar virðast hafa komið Bretum nokkuð í opna skjöldu þar sem þeir töldu að Argen- tínumenn væru orðnir uppi- skroppa með eldsneytisgeyma til langflugsárása. Tímasetning: Undir lok Falk- iandseyjastríðsins 25. maí, árið 1982. Farmur Cargolux vélarinnar: Vopnabúnaður og eldsneytis- geymar til langflugs fyrir SKYHAWK orrustuþotur. Upphafsland farmsins: ísrael! Farmbréf flugvélarinnar: „General Cargo to Lima Peru“ — Ýmsar (almennar) vörur til Lima í Peru. Tugir manna létu lifið „Það er engum blöðum um það að fletta að þessir flutningar voru kolólöglegir. Við vorum hreinlega á tauginni því við töldum þá brot á alþjóðalögum, yfir flugsheimildum og sam- þykktum Eíhahagsbandalagsins um að blanda sér ekki í stríðið, en Luxemburg var líka aðili að þeirri samþykkt," segir Páll Ein- arsson flugmaður í samtali við Vikuna. Páll var aðstoðarflug- maður í hinu örlagaríka flugi Boeing 747 vélarinnar þegar áhöfhin fékk skipun um að fljúga til ísrael. Vikan hefúr fengið frásögn 6 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.