Vikan


Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 6

Vikan - 04.02.1988, Blaðsíða 6
íslendingar í vopnasmygli Cargolux flutningavélln Boeing 747 ,Jumbo“ í flugtaki. Líkur eru taldar á að ef Breta hefði grunað að Cargolux flytti vopn til Argentínumanna myndu þeir hafa endurskoðað allar starfsheimiidir félagsins í Hong Kong en Cargolux liefur umsvifamikla starfsemi þar. Breskur embættismaður sagði við Vikuna að ekki væri útilokað að Bretar hefðu reynt með einhverjum hætti að koma í veg fyrir að vélin næði áfangastað hefðu þeir vitað um þessa flutninga á sínum tima. Texti: Magnús Guðmundsson Leynilegir vopnaflutningar íslenskra aðila höfðu bein áhrif á blóðbaðið við Falklandseyjar! Boeing 747 risaþotan frá Cargolux flugfélaginu lenti mjúklega á flugvellin- um í Lima í Suður-Ame- ríkuríkinu Perú og íslenski flugstjórinn renndi vélinni inn á sérstakt svæði þar sem enginn óviðkomandi átti að geta fylgst með flugvélinni eða losun hennar. Ahöfuin fékk fyrirskipun um að halda kyrru fyrir í vélinni og hafa hægt um sig. Skammt frá stóðu tvær belgmiklar Hercules flutningavélar frá argentínska flughemum í viðbragðsstöðu. Afferming Boeing vélarinnar var greinilega vel undirbúin. 1 skyndi var viðkvæmur og dýr- mætur farmur hennar fluttur yfir í herflugvélarnar á um klukkustund. Að því loknu lögðu argentínsku Herculesvél- arnar í loftið og héldu til síns heima. íslensku flugmennirnir vörp- uðu öndinni léttar. Þeirra hlut- verki var nú lokið og hættan á að verða hugsanlega skotnir niður var liðin hjá. Síðar sama dag og næstu daga gerði flugher Argentínu óvænt- ar og heiftarlegar árásir á breska sjóherinn með EXOCET flug- skeytum og sprengjuárás með SKYHAWK orrustuvélum, þar sem fjöldi breskra hermanna lét iífið og mikið af hergögnum urðu eyðileggingunni að bráð. Árásirnar virðast hafa komið Bretum nokkuð í opna skjöldu þar sem þeir töldu að Argen- tínumenn væru orðnir uppi- skroppa með eldsneytisgeyma til langflugsárása. Tímasetning: Undir lok Falk- iandseyjastríðsins 25. maí, árið 1982. Farmur Cargolux vélarinnar: Vopnabúnaður og eldsneytis- geymar til langflugs fyrir SKYHAWK orrustuþotur. Upphafsland farmsins: ísrael! Farmbréf flugvélarinnar: „General Cargo to Lima Peru“ — Ýmsar (almennar) vörur til Lima í Peru. Tugir manna létu lifið „Það er engum blöðum um það að fletta að þessir flutningar voru kolólöglegir. Við vorum hreinlega á tauginni því við töldum þá brot á alþjóðalögum, yfir flugsheimildum og sam- þykktum Eíhahagsbandalagsins um að blanda sér ekki í stríðið, en Luxemburg var líka aðili að þeirri samþykkt," segir Páll Ein- arsson flugmaður í samtali við Vikuna. Páll var aðstoðarflug- maður í hinu örlagaríka flugi Boeing 747 vélarinnar þegar áhöfhin fékk skipun um að fljúga til ísrael. Vikan hefúr fengið frásögn 6 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.