Vikan


Vikan - 04.02.1988, Qupperneq 9

Vikan - 04.02.1988, Qupperneq 9
„Það eru mörg herr• ans ár síðan vopna- salar uppgötvuðu að ýmsir íslenskir flug- rekstraraðiiar hafa verið tilbúnir til að flytja hergögn, lög- lega eða ólöglega eftir atvikum, ef næg greiðsla er í boði.“ menni varningur" var tæpast ætlaður til almenningsnota þar sem um var að ræða hergögn þau sem sagt er firá hér að fram- anverðu. Þegar hér var komið sögu höfðu flugmennirnir enga hug- mynd um að þessi hergögn væru ætluð Argentínumönnum í stríði þeirra við Breta við Falk- landseyjar. Samkvæmt frásögn Páls Einarssonar aðstoðarflug- stjóra voru þeir einungis ósáttir við það að eiga að flytja her- gögnin undir fölskum formerkj- um þar sem slíkt væri brot á ýmsum reglugerðum, þar á meðal yfirflugsheimildum. Páll hafði því orð á því við yfirmann ísraelsmannanna, sem hlóðu flugvélina, að ekki væri hægt að kalla hergögn af þessu tagi „Generai Cargo". Fannst mönnum þetta greini- lega nokkuð fyndið, samkvæmt ffásögn Páls og fóru að grínast með að í raun ætti að kalla farminn: „Cargo for the Gener- al“, sem hefði breytt allhressi- lega merkingu farmbréfeins, en slíkt heiti myndi leggjast út á ís- lensku: Hershöfðingjavarningur. Þessi merking á farmbréfinu hefði átt vel við þar sem herfor- ingjastjórnin illræmda sat ein- mitt við stjórnvölinn í Argent- ínu, með Galtieri hershöfðinga í forsæti. Mikil sprengihætta Á leiðinni til Luxemburgar, uppgötvaði aðstoðarflugstjór- inn að einhverjir af eldsneytis- tönkunum fyrir SKYHAWK orr- ustuþoturnar voru löðrandi í þotueldsneyti. Það þýddi að veruleg hætta var á sprengingu, ef eldur kæmist að farminum og væri þá ekki að spyrja að leiks- lokum fyrir vélina og áhöfn hennar. Þegar Boeing 747 flugvélin lenti í Luxemburg eftir rúmlega fjögurra stunda flug lét flug- stjórinn ógert að tilkynna flug- vallaryfirvöldum að vélin væri A-4P SKYHAWK orrustuþota úr flugher Argentínu. Til að ná til Falkiandseyja frá Argentínu þurfitu SKYHAWK vélarnar auka eldsneytisgeyma sem þær slepptu síðan í haflð áður en þær hófú árásir. voru orðnir uppiskroppa með slíka sleppitanka fyrir SKYHAWK þotur sínar og hefðu þær því verið gagnslausar það sem eftir var átakanna ef ekki hefði komið til hjálp ísraels- manna og flutningur Islending- anna á þessum hergögnum. íslendingar þekktir í vopnasöluheiminum Mörgum kemur það vafalaust spánskt fýrir sjónir að íslending- ar skyldu hafa verið óbeinir aðil- ar að hinum blóðugu átökum við Falklandseyjar og jafnvel átt ákveðinn þátt í ótímabærum dauða fjölda ungra Breta í loft- árásunum sem fylgdu í kjölfar afskipta hinna íslensku aðila. íslendingur, sem hefur starfað lengi hjá Cargolux flugfélaginu, segir það enga nýlundu að ís- lenskir aðilar taki að sér vopna- flutninga úti í heimi. „Það á nú víst að vera leyndarmál en við fluttum vopn til Idi Amin í Ug- anda á sínum tíma. Vopn sem við sóttum til Frakklands þegar allir vissu að hann var hinn versti glæpahundur og enginn vildi við hann kannast á vestur- löndum," sagði þessi starfemað- ur Cargolux í samtali við Vik- una. „Það eru mörg herrans ár síð- an vopnasalar uppgötvuðu að ýmsir íslenskir flugrekstraraðil- ar hafa verið tilbúnir til að flytja hergögn, löglega eða ólöglega eftir atvikum, ef næg greiðsla er í boði. Það hefur spurst út með- al þessara sölumanna dauðans að Islendingar eru áreiðanlegir í vopnaflutningum og skila varn- ingnum í réttar hendur. Þeir vita að þegar við eigum að flytja vopn til Irans þá læðumst við ekki til að selja þau í Irak. Þess eru í raun mörg dæmi úr þess- um bransa. Það er ákveðið orð- tak í þessum sambandi sem vopnasalarnir nota sín á milli: The Icelanders deliver — fs- lendingarnir skila vörunni," sagði lslendingurinn í Luxem- burg. □ Boeing 747 vélinni og hinum hættulega farmi hennar. Sam- kvæmt heimildum Vikunnar í Luxemburg var Ragnar Kvaran flugstjóri í þeirri ferð. Allir áhafnarmeðlimir voru íslenskir utan einn sem var innfæddur Luxemburgari. Frá Luxemburg hélt vélin til Sevilla á Spáni þar sem hún millilenti til að fá eldsneyti. Eftir það var haldið viðstöðulaust á- fram til Perú í Suður-Ameríku. Eins og fýrr segir biðu flutn- ingaflugvélar Argentínuhers eft- ir Boeing vélinni og hergögnin voru flutt á mettíma á milli vél- anna sem flugu síðan heim til Argentínu eigi síðar en klukku- stundu eftir að Cargoluxvélin lenti. Árásir SKYHAWK véla Arg- entínumanna á breska flotann fylgdu síðan í kjölfarið af mikl- um krafti. Flugþol SKYHAWK orrustu- flugvéla er það takmarkað að þær gátu ekki flogið til árása frá Argentínu til Falklandseyja nema með hjálp auka eldsneyt- isgeyma, sem þær síðan sleppa áður en þær hefja árás. Vegna fjölda loftárása Argentínumanna á breska flotann fyrstu daga stríðsins var greinilegt að þeir „Cargo for the General.“ Galt- ieri hershöfðingi, leiðtogi herforingjastjómar Argentínu í Falklandseyjastríðinu. Hann misreiknaði sig herfilega og vanmat baráttuvilja járnfrúar- innar Thatcher og herstyrk breska ljónsins, og var neydd- ur til að segja af sér. (Myndbirting með leyfi bókaútg. Þjóðsögu.) hlaðin hættulegum varningi, sem þó er skylda samkvæmt reglugerðum. Páll Einarsson segir að áhöfn vélarinnar hafi ekki verið í vafa um að allir yrðu reknir ffá flugfélaginu ef þeir létu vita af farmi vélarinnar eða gerðu nokkurt uppistand vegna hinna ólöglegu flutninga. Stuttu áður hafði breskur starfsmaður Cargolux, Neale Millett, verið rekinn þegar hann gerði athuga- semdir við aðra vopnaflutninga, vopnaflutninga félagsins' til Ur- uguai. Millett þennan hafði grunað að vopnin væru ætluð Argentínumönnum sem áttu í stríði við hans eigin þjóð. Árásir SKYHAWK orrustuþotna t Luxemburg tók ný áhöfh við VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.