Vikan


Vikan - 04.02.1988, Page 24

Vikan - 04.02.1988, Page 24
Inngangurinn í Landstatens Laboratorium. ,Áður var hún sprengju- kúluverksmiðja en nú er öllu friðsælla," sagði Kristjanitinn sem var að höggva eldivið. möfvi Gullfallegir gamlir ofnar og eldavelar. TEXTI: CUÐRÚN ALFREÐSDÓTTIR UÓSM.: VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Kyndiklefar herstöðvarinnar voru áður þar sem nú er kafffi- og konserthúsið Mánefiskeren. Galvaskar en ögn óttaslegnar gengu útsendarar Vikunnar inn í Kristjaníu. Fyrst var umhverfið og mannlífið heldur nöturlegt ásýndar en er lengra var komið breytti allt skyndilega um svip. Krakkar með skólatöskur, menn að dytta að húsum, hversdagsleg skilti: Frisor — Indkobscentralen - Smedj- en ... Já, reiðhjólaverkstæð- ið átti einmitt að vera rétt hjá Smiðjunni - og þama var það, í litlum, snotrum skúr. Ole Fischer, Kristjaníubúi í þrettán ár, var önnum kaf- inn við viðgerð á gömlu, voldugu hjóli. Ef við höfðum búist við að hitta einhvem síðhærðan, skeggjaðan hippa þá var það algjör mis- skilningur. Ole var bara eins og hver annar venjulegur Óli. ,Já, ég skil vel að þið hafið verið hálfsmeykar að labba í gegnum ysta hlutann," segir Ole um leið og hann hellir kaffi í glös í lítilli hliðarskonsu. „Þarna safnast saman alls konar fólk. Raunar skiptist Kristjanía í nokkra hluta og við getum kall- að svæðið næst aðalinngangin- um miðbæinn, því þar heldur utanaðkomandi fólk sig helst. Þar eru flest veitingahúsin og þar blómstrar hasssalan. Svo er það þorpið þar sem við erum nú. Hér er miðstöð atvinnulífs 24 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.