Vikan


Vikan - 04.02.1988, Page 42

Vikan - 04.02.1988, Page 42
Poul Watson trúir því líklega aö hans málstaður sé hinn eini rétti og í þeirri einlægu baráttu fyrir málefniö er ekkert athugavert viö aö sökkva skipum... Umhræsnina Þegar maður flögrar um mannheima er vart hægt að segja að andrúmsloftið sé Criðsamlegt. Þó er meira tal- að um frið og friðun en flest annað. Þrátt fyrir allt friðartalið þá eru styrjaldir háðar um allan heiminn og fólk drepið. Þó eru ekki öll manndráp fordæmd. Það fer eftir hverjir eru drepnir og hverjir mótmæla þeim. Til dæmis er allt annars eðlis að stuðla að manndrápum í Nicar- agua með fjárframlögum og vopnasendingum en að drepa fólk í Afganistan. Það eru nú hrein og klár morð. Fáir hafa formælt írönum meira en Bandaríkjamenn og þeir hafa oft eftir fréttum að dæma lýst því yfir að hernaðar- brölt frana yrði að stöðva. Það varð því mikið reiðarslag þegar upp komst að bandarísk vopn hefðu verið seld til íran í stór- um stíl. Hagnaðurinn var svo notaður til stríðsreksturs og manndrápa í Mið-Ameríku. Mjög snyrtileg viðskipti hjá friðelskandi þjóð. Svíar eru einnig mjög frið- elskandi og hafa tekið þátt í friðargöngum víðs vegar. Stjórn- málaleiðtogar Svía hafa einnig tekið virkan þátt í friðarum- leitunum um víða veröld. Það varð því einnig reiðarslag þegar uppvíst varð að Svíar hefðu selt sín viðurkenndu gæða-drápstól til stríðshrjáðra þjóða. Flutning- ana önnuðust friðsamir Danir með skipum sínum en Danir eru einnig mjög friðsöm þjóð. Þegar sagt er frá peningaupp- hæðum í sambandi við vopna- sölur þá skynja íslendingar yfir- leitt ekki verðmætið, því þeir komast ekki svo hátt í rcikningi upp á íslandi. Ef hins vegar væri sagt í fréttum hve mörg and- virði flugstöðvarbygginga eða hve mörg ráðhús væri um að ræða þá myndi fólk mikið frekar skynja hve svimandi upphæðir væri um að ræða. Yfirleitt selja friðelskandi þjóðir ekki vopn til að drepa fólk með þeim heldur til vernd- ar friðnum. Þetta er samkvæmt kenningunni að litlir karlar gefi aldrei manni á kjaftinn sem er höfðinu hærri. Þessi kenning hefúr samt einhvern tíma farið úrskeiðis. En þó friðelskandi þjóðir selji aðeins vopn til verndar friði þá hefúr líklega einhvern tíma komið fyrir að hleypt hafi verið' af slysaskoti sem af hefúr orðið mikið bál. En að því geta selj- endur ekki gert. En ffiðelskandi þjóðir leggja mikið upp úr valdajafnvægi í heiminum og að mannréttindi séu virt. Það þykir mikitl sigur þegar pólitískum andófsmönnum er sleppt úr haldi en slíkt skeður öðru hvoru víðs vegar um heiminn. En þó nokkrir tugir manna hafi fallið í stríðsátökum einhvers staðar þá er þeirra nánast að engu getið. Aðeins er sagt hve margir hafi fallið í hvert skipti. Það sannast víða hið fornkveðna íslenska máltæki að það er sitthvað að heita Jón eða séra Jón. En hræsni lifir á fleiri sviðum en á vígvöllum þar sem haldið er uppi friðargæslu og baráttu fyrir frelsi. Hvalavernd er held- ur ekki alveg laus við hræsni enda kjörið svið fyrir þá sem vilja vera í sviðsljósinu og vilja láta bera á manngæsku sinni og góðvild. Poul Watson er líklega dæmigerður baráttumaður á því sviði og hikar ekki við að beita einlægri hörku ef svo ber við. Hann trúir því líklega að hans málstaður sé hinn eini rétti og í þeirri einlægu baráttu fyrir mál- efnið er ekkert athugavert við að sökkva skipum eða vinna hermdarverk. AJIt er þetta bara í góðu gert eins og annar stríðs- rekstur og friðargæsla. Smálygar í góðum tilgangi saka heldur ekki. Þó að höfúðstöðvar friðunar- samtaka sem berjast fyrir lífi hvala og sela séu í Kanada þá eru það Bandaríkjamenn sem hafa tekið upp forystuna í þess- um efnum sem svo mörgum öðrum. Það er annars merkilegt að Poul Watson skuli ekki hafa tekið upp baráttuna gegn höfr- ungaveiðum Bandaríkjamanna en þeir eru sem stendur mestu hvaladrápara í heimi. Túnfisk- bátar þeirra drepa nefnilega 23 þúsund höfrunga árlega sem er leyfilegt ef þeim er fleygt í sjó- inn aftur en kjötið ekki selt og étið. Samkvæmt kenningu frið- unarmanna er mikill munur á að drepa hval og fleygja honum. Mörgum finnst þetta ótrúlegt en páfar spauga ekki, síst um hvala- dráp eða manndráp. Líklega vill Watson ekki styggja Bandaríkja- menn en þeir eru örlátastir að gefa fé til friðunarmála og Wat- son þarf að fá kaupið sitt eins og aðrir. Það má líklega einnig slá því föstu að það sé allt annað að drepa stóran hval eða Iítinn. Hér áður veiddu íslendingar um 400 hvali á ári og líklega er aðal sví- virðingin fólgin í því að kjötið var selt úr landi og étið. Svo voru þetta líka stórir hvalir. Hverju skulu litlir fuglar trúa? Ráðstefnan um skynsamlega nýtingu sjávarspendýra sem er nýlokið vakti óskipta athygli landsmanna ekki síst vegna áð- urnefnds Poul Watson sem þó fékk ekki tækifæri til að hressa upp á sjö-manna samkomuna á Hótel Borg. Meðreiðarfólk Wat- son varð því að uppfræða lands- menn eftir því sem við var kom- ið um glæpsamlegar athafnir þeirra við að veiða hvali og seli. Höfúðpaurinn var upptekinn annars staðar. Ef fféttamenn hefðu ekki verið því áhugasam- ari en almenningur þá hefði þessi fundur farið fyrir ofan garð og neðan. Fulltrúar friðelskandi þjóða sem líklega bera líf manna og dýra fyrir brjósti hafa í mörgu að vasast um þessar mundir við að kenna öðrum þjóðum að lifa, jafnvel þjóðum sem ekki eiga vopn til að vernda friðinn. Páfi 42 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.