Vikan - 04.02.1988, Síða 51
Stefna útvarpsins er summan af
þeim sem standa að útsendingum
Nýlega tók ný útvarpsstöð til
starfa hér á landi, útvarp Rót.
Segja má að þetta nýja útvarp
hafi algera sérstöðu á mark-
aðnum þar sem allt rekstrar- og
útsendingarfyrirkomulag er
mjög frábrugðið hinum stöðv-
unum. Rót er hlutafélag i eigu
fjölda einstaklinga og félaga-
samtaka en hlutafjáreign fylgir
aðeins atkvæðisréttur á aðal-
fundi.
Þá er fyrirkomulagið þannig að
engu skiptir hve mörg hlutabréf
einn aðili á, hann getur aldrei
fengið meira en 4% atkvæða. Af
þessu leiðir að enginn aðili getur
náð meirihluta atkvæða í sínar
hendur, heldur verður lýðræðis-
leg samstaða að nást um allar
stefnumarkandi aðgerðir.
Besta hlustunin
Vikan brá sér niður í Rót í
fyrstu útsendingarvikunni og tók
útvarpsstjórann, Þórodd Bjarna-
son, tali. Þegar Þóroddur var
spurður að því hvort útvarpsstöð-
in tæki pólitíska afstöðu svaraði
hann því til að útsendingarefnið
kæmi svo víða frá, bæði frá ein-
staklingum og félagasamtökum
að stefna stöðvarinnar væri eigin-
lega summa þeirra sem leggja til
efnið.
„Dagskráin hjá okkur er þess
eðlis að hún hentar ekki sem bak-
grunnur við störf eða annað.
Maður verður að hlusta á hana til
þess að hlusta. Þess vegna held
ég að við höfum bestu hlustunina
þó aðrar stöðvar hafi meiri
„hlustun". Efnið er krefjandi og
mjög mikið í marga þættina lagt.“
- Er kostnaður við svona stöð
ekki gífurlegur?
„Ég held að við höfum komið
mjög vel út úr þessu. Okkur tókst
það sem allir sögðu að væri úti-
lokað, að halda stofnkostnaðin-
um niðri í þremur og hálfri milljón
króna. Til dæmis hætti Menningar
og fræðslusamband alþýðu við
þátttöku í stöðinni vegna þess að
þeir töldu ómögulegt að starta
þessu fyrir minna en tólf milljónir
króna.
Við reynum líka að halda yfir-
byggingunni i lágmarki. Það eru
ekki nema þrjú og hálft stöðugildi
við stöðina, þar af tveir tækni-
menn. Að auki fáum við allt efni
ókeypis þar sem félög og ein-
Þóroddur Bjarnason útvarpsstjóri
hefur hér fyrstu útsendinguna
undir vökulu augnaráði tækni-
mannsins.
meðal þeirra má nefna Samtök
herstöðvaandstæðinga, Esper-
antósambandið, Æskulýðsfylking
Alþýðubandalagsins, Mið-Ame-
ríkunefndin, námsmannasamtök-
in SINE, BÍSN og Stúdentaráð,
Búseti, Samtök kvenna á vinnu-
markaði, Alþýðubandalagið,
Borgaraflokkurinn, Krýsuvíkur-
samtökin og Samband ungra
jafnaðarmanna.
Eins og sést á þessari upptaln-
ingu má búast við fjölbreyttu efni
frá jafn mismunandi samtökum
og hér eru á ferðinni. Að auki
leggja svo einstaklingar til efni
eins og áður sagði. Meðal fastra
liða má nefna lestur Sögunnar
eftir Eyvind Eiríksson, barnaefni
og leikrit."
Útsendingartími Rótar er frá
klukkan 11.30 til 23.15 daglega,
én stefnt er að því að lengja hann
þegarfrálíður. Útsendingartíðnin
er 106.8 og stöðin ætti að nást
um allt suð-vestanvert landið.
AE.
Unnið að gerð þáttar í aðalhljóðstofu útvarps Rótar.
staklingar leggja það til. Auglýs-
ingar eiga svo að standa undir
rekstrarkostnaðinum."
500 kr. á klukkustund
Útvarp Rót er opið hverjum
sem er og þurfa menn aðeins að
hafa samband við útvarpið og
segja frá hugmyndum sinum um
þátt og panta útsendingartíma.
Útvarpið leggur síðan til tækni-
mann og tækjabúnað en þátta-
gerðarmaðurinn þarf að greiða
fimm hundruð krónur fyrir klukk-
ustundina í spólugjald. Þetta hlýt-
ur að vera ódýrasti stúdíótíminn
sem um getur og ætti því fjár-
skortur ekki að hamla mönnum
við að koma hugðarefnum sínum
á framfæri.
Enda sýnir það sig þegar dag-
skráin er skoðuð að þar kennir
ýmissa grasa. Hin margvísleg-
ustu samtök eru búin að tryggja
sér fastan útsendingartíma og
VIKAN 51