Vikan


Vikan - 23.06.1988, Side 34

Vikan - 23.06.1988, Side 34
VIKAN/FRAMANDI Áttu allar jDessar uppskriftir? í hverri Viku birtast tvær nýjar uppskriftir sem þú getur rifiö út og sett í möppu af stærðinni A5, en slíkar möppur fást í flestum ritfangaverslunum og kosta að- eins um 60 krónur. Með tíman- um eignast þú þannig safn sem engin matreiðslubók fær skákað. Gott fyrir laxveiði- mennina Nú eru laxveiðarnar á fullu og margir búnir að fylla frystikisturnar af laxi og einnig látið reykja heilmikið. Uppskriftir með reyktum laxi eru því ef- laust vel þegnar núna og auðvitað hafa kokkarnir í Framanda hugsað fyrir því. Örn Garðarsson, sem starfar á Lækjarbrekku, útbjó „quiche'1, eða böku eins og við köllum hana, með reyktum laxi. Bökur eins og þessi eiga rætur að rekja til Frakklands, þar sem þær eru mjög vinsælar sem smáréttur og margir fá sér sneið af böku í hádeginu. Bökurn- ar geta verið með alls konar fyllingum, t.d. skinku, beikoni, lauk eða reyktum laxi eins og hér og þær eru mjög góðar. Af því bakan er ekkert þung eða matarmikil þá ætti að vera óhætt að fá sér ábætinn á eftir... því hver getur staðist svona ferskan ananas. 34 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.