Vikan


Vikan - 29.09.1988, Qupperneq 7

Vikan - 29.09.1988, Qupperneq 7
Þetta er svotítið sturluðþjóð -segir Ámi Gunnarsson alþingismaður í Vikuviðtali - Eldgos braust út í Heimaey í nótt. Árni Gunnarsson fréttamaður er á staðnum og hann tekur nú við ... - Gos er hafið í Heklu. Árni Gunnarsson frétta- maður er staddur í flugvél yfir gosstöðvunum og við heyrum nú lýsingu hans.. Árni Gunnarsson var um langt árabil íréttamaður útvarpsins og síðan varafrétta- stjóri þess. Hann var jafhan í fremstu víglínu þegar stór- atburðir voru að gerast. Á þessum árum var það frétta- stofan sem sat ein að beinum lýsingum frá ýmsum eítir- minnilegum viðburðum, enda ekki öðrum útvarpsstöðvum til að dreifa. Síðan þekkja allir Árna og sömuleiðis virðist Árni þekkja alla. Hann hætti á útvarpinu eítir margra ára starf, var fréttaritstjóri Vísis um skeið, síðan ritstjóri Alþýðublaðsins, sá um út- varps- og sjónvarpsþætti, stofnaði fyrsta fyrirtækið sem sérhæfði sig í gerð útvarps- auglýsinga, starfaði mánuðum saman á hungursvæðum í Affíku og fór sem fféttamaður til Víetnam þegar styrjöldin stóð þar sem hæst. Hann er stjómarformaður Hjálpar- stofhunar kirkjunnar, hefúr um árabil verið í forystusveit Alþýðuflokksins og er þing- maður flokksins fyrir Norður- landskjördæmi eystra. Er þá fátt eitt talið af því sem Árni hefur lagt fyrir sig um dagana, kornungur maðurinn. Pað er ekki alltaf auðvelt að ná Árna í góðu tómi. Einn daginn er hann sagður á fundi norður á Akureyri. Þegar reynt er að ná honum þar er hann á leið til Húsavíkur og þaðan er hann rokinn í laxveiði áður en hann mætir á fund í Reykjavík. En það eru VIKAN 7 öðm efni og síðast en ekki síst hvað varðar verndun tungunn- ar. Alvarlegast þykir mér einmitt hve lítil rækt er lögð við íslenskt mál á þessum nýju stöðvum." Ámi er þekktur fyrir að vanda málfar sitt og fáir standa honum á sporði hvað varðar ffamburð málsins. En em fjöimiðlungar nútímans eitthvað verri en hér áður fyrr? „Það var mun meira aðhald í þessum efnum hér áður fýrr. Nú heyrir það nánast til undantekninga að fjölmiðla- fólk tali góða íslensku. Lin- mælgi, þágufallssýki og orð- fæð er alltof áberandi. Þetta er þeim mun verra vegna þess að nú á næstunni mun hellast yflr okkur gervihnattasjónvarp utan úr heimi og það er ógerlegt að hamla gegn þeirri þróun úr því sem komið er. Við verðum að vera á varð- bergi gagnvart þeirri sívaxandi tilhneigingu fjölmiðla að vera fýrst og ffemst afþreyingarefhi sem matar almenning án þess að vekja til umhugsunar um hvað það er sem gefúr lífinu gildi. Ég er ekki einangr- unarsinni hvað varðar fjöl- miðlun eða annað, en okkur er það lífsnauðsyn að verja okkar menningarlandhelgi eins og kostur er. íslenskunni hefur hrakað svo á opinberum vettvangi að hér er um hreint hættuástand að ræða. Við verðum að gera strangari kröfur til þeirra sem hafa það að atvinnu að flytja mál í fjölmiðlum." Pólitískt bull - Hver finnst þér vera ókostur fjölmiðla í dag fyrir utan misþyrmingu málsins? „Fjölmiðlar hér geta nú ráðið miklu meiru um þrún stjórnmála en nokkurt annað afl í þjóðfélaginu. Hér áður fyrr var farið mjög varlega í alla pólitíska umfjöllun í Ríkisútvarpinu. Nú er hins VIÐTAL: SÆMUNDUR GUÐVINSSON MYNDIR: PÁLL KJARTANSSON Ámi Gunnarsson ásamt eiginkonu sinni, Hrefhu Filippusdótt- ur, og fjögurra ára dóttur þeirra, Gunnhildi. Systir hennar er tuttugu árum eldri. Hún er flugffeyja og var fjarverandi vegna starfsins þegar þessi mynd var tekin. margir sem eiga erindi við Árna Gunnarsson og skiptir flokkslitur þá ekki máli. „Ég var í mesta basli út af ákveðnu máli í fyrra og það gekk hvorki né rak fýrr en ég fór og talaði við Árna. Þá fóru hlutirnir loksins að ganga,“ sagði þekktur framsóknar- bóndi á Norðurlandi við mig fýrir skömmu. Kannski er Árni það sem kallað er fyrir- greiðslupólitíkus. Ég veit það ekki. Hitt veit ég að Árni hefur greitt götu fleiri með einum og öðrum hætti en nokkurn grunar. Það tókst að negla Árna Gunnarsson niður í viðtal fyrir skömmu og það var eðlilegt að byrja á að spyrja hann álits á nýfengnu útvarps- firelsi. „Ég var andstæðingur þess að útvarpsrekstur yrði gefinn frjáls á þann hátt sem raun varð á. Kröfurnar voru ekki nógu strangar í upphafi, til dæmis hvað varðar efhistök, aðgreiningu auglýsinga ffá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.