Vikan


Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 9

Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 9
Gíslasyni. Ég var talsvert hjá Gylfa eftir lát föður míns og samskiptin við hann urðu til að styrkja enn ffekar trú mína á málstað jafhaðarstefnunnar. Og það fer ekki milli máfa að ástandið í landbúnaðarmálum væri allt annað og betra núna ef farið hefði verið að tillögum Gylfa um þau mál á sínum tíma. Hann vildi láta draga úr framleiðslunni og varð fyrir árásum úr öllum áttum fyrir bragðið. Bændur voru hvattir til að framleiða meira og meira. Nú vita allir hvert sú stefha hefur leitt okkur. En spillingin er orðin svo mikil allt um kring í þjóðfélaginu að hún ruglar fólk í ríminu. Það er fámennur hópur sem ræður örlögum fjöldans. Tökum dæmi: Jó- hannes Nordal seðlabanka- stjóri, hinn mætasti maður á margan hátt, tilkynnir hækkun á dráttarvöxtum sem jafhgildir 54% vöxtum á ári. Sömu daga er Jóhannes Nordal formaður Landsvirkj- unar að semja við erlenda banka fyrir hönd Landsvirkjun- ar um skuldbreytingar á lánum sem lækka vextina niður í ca 5%., Hvað með al- menning sem er að kikna undan vaxtabyrðinni? Af hverju má ekki leyfa öllum að sitja við sama borð? Ég er viss um að háir vextir eru mesti verð- bólguhvati sem til er. Og af hverju eiga vextir að vera 14% umffam verðbólgu? Hvers konar vitleysa er þetta? Reksturskostnaður bankanna er gífurlegur og þjónustugjöld og vextir í hámarki til að standa undir honum. Innfluttar hagfræðikenningar ganga ekki upp óbreyttar hérlendis. Erlendis ríkja allt aðrar aðstæður þar sem jafnvægi ríkir i þjóðartekjum. Hér eru gífúrlegar sveiflur og það hafa verið tekin alltof stór skref í markaðshyggju. Þeir sem hafa ráðið hafa heldur ekki fært okkur erlend kerfl í heild, til dæmis með því að heimila erlendum bönkum að starfa hérlendis og setja reglur um starfsemi verðbréfasjóða og setja þá undir bindiskyldu eins og bankana." Jarðýtum mokað inn Nú er Árni kominn á slíkt skrið að það er ekki viðlit að skjóta inn orði og brátt er ég kominn með krampa í höndina en skrifa áfram niður sem óður maður: .Auðvitað eigum við að skattleggja fjármagnstekjur. Hvers vegna ættum við að ganga lengra en Bandaríkja- menn í skattffelsi á þessar tekjur? Þeir skattleggja fjár- magnstekjur upp í 40%. Það vantar Iög um starfsemi kaupleigufyrirtækja, til dæmis þess efhis að þau megi aðeins taka veð í þeim vélum og tækjum sem þau selja. Nú eru þau farin að heimta veð í eignum manna. Og á sama tíma og ríkið reynir að draga úr erlendum lántökum þá spila þessi fyrirtæki frítt. Fyrir örfáum árum voru starfandi hér þrjú hraðframköllunarfyr- irtæki. í dag eru þau 43, þar af eru 40 í eigu kaupleigufyrir- tækja. Nú er mokað inn í landið jarðýtum í stórum stíl á kaupleigukjörum. Það voru nógu margar ýtur fýrir í landinu og gott betur. Nú eru þessi fyrirtæki að taka bíla af fólki sem hefur keypt þá á kaupleigukjörum en getur svo ekki staðið í skilum. Við erum alltaf ginnkeypt fyrir öllum svona gylliboðum og hugsum sem svo að allt hljóti þetta að bjargast. Stórfelldasta breytingin varð þegar vextir voru gefnir ffjálsir. Munur á inn- og útlánsvöxtum hefur orðið ffam úr öllu hófi. Auðvitað kemur þetta niður á öllum. Líttu á Kringluna, þetta glæsilega verslunarhúsnæði. Þeir sem þar byggðu tóku mikil lán og þegar þeir þurfa að mæta þessum gífúrlega fjármagnskostnaði þá er óhjákvæmilegt að það hafi í för með sér hækkun á vöru- verði. Svo er lánskjaravísitalan enn einn hryllingurinn. Ég er sammála Jóni Sigurðssyni um það, að það ætti að miða lánskjaravísitöluna við gengi. Núna er þessi vísitala farin að hækka sig sjálf, það er að segja þáttur fjármagnskostnaðar eigin húsnæðis er það sem lánskjaravísitalan er að hluta til byggð á. Þegar hún hækkar þá hækka þessir liðir sem hafa svo aftur í för með sér hækkun lánskjaravísitölu. Þessu verður að breyta en við þurfum hins vegar að halda verðtryggingunni. En það er svo margt sem við þurfum að breyta. Ég kom áðan inn á verðbréfabraskið. Er nokkurt vit í því að maður sem getur sett 50 milljónir króna í verðbréfafyrirtæki skuli þéna átta til níu milljónir króna skattfrjálst á ári meðan fisk- verkunarkona á skítakaupi er skattlögð upp í topp. Ég neita að taka þátt í þessu.“ Refarœktin skelfileg Við ræðum áffam um þessi mál, en þar sem Árni Gunnars- son er þingmaður fyrir Norðurlandskjördæmi eystra vík ég talinu að málefhum dreifbýlisins. í kjördæmi Árna eru rekin öflug iðnfyrirtæki, útgerð, fiskvinnsla og landbún- aður svo það er í mörg horn að líta. En er það rétt að það sé að magnast úlfúð milli landsbyggðarinnar og höfúð- borgarinnar? „Það er að nokkru leyti rétt. Fólk úti á landi býr við einhæff atvinnulíf og lands- byggðarmenn velta því nú fyrir sér hvað muni gerast ef þeir neita að láta það fjármagn sem þeir skapa halda áfram að streyma til Reykjavíkur þar sem spekúlantar nota það til að braska með og auðgast á. En það verður að koma á sáttum milli dreifbýlis og þéttbýlis því báðir þurfa á hinum að halda. Nýju frysti- togararnir eiga eftir að skipta sköpum hvað varðar atvinnulífið því nú skiptir heimahöfn ekki lengur máli þegar aflinn er unninn um borð. Það er auðvitað glóru- laust að halda öllum landbún- aðinum uppi, en við verðum að athuga að hann er bakhjarl fyrir alls konar þjónustu og atvinnu á þéttbýlisstöðunum. En við verðum með öllum ráðum að draga úr þeim sársauka sem óhjákvæmilegur samdráttur hefur í för með sér. Það er hins vegar ekki sama hvernig það er gert. Það gerir sér enginn að leik að reka „fallítt" búskap. Við skulum láta okkur það verða víti til varnaðar þegar menn óðu fýrirhyggjulaust út í refarækt án þess að vita nokkuð hvað þeir voru að gera og fengu allt upp í 110% stoftikostnaðar í formi fyrir- greiðslu. Afleiðingarnar voru skelfilegar og þjóðin tapar hundruðum milljóna króna á þessu ævintýri.“ - En hvað með þennan gífurlega laxabúskap, er ekki hœtta á að þar verði refa- œvintýrið endurtekið? „Við verðum að gæta alvarlega á því að laxaræktin verði ekki enn einn skellurinn. Nú eru til dæmis Sovétríkin og ríki í Suður-Ameríku að hefja laxarækt í stórum stíl og þar eru mun betri skilyrði en hér og vinnuafl ódýrara. Svo voru Norðmenn komnir vel áleiðis í laxarækt þegar við byrjuðum og það eitt hefði átt að verða '\'/Spillingin orðin mikil x? Stuðningi mínum við ríkisstjórnina lokið ef... /?'Töpum hundruðum milljóna ó refa- œvintýrinu '/ Mesta skelfing mannkyns er framundan y Pólitískt bull veður uppi í fjöl- miðlum /? Sjónvarp- ið liggur hundflatt fyrir Stöð 2 x/Ég hef stundum gert Jón Baldvin reiðan VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.