Vikan


Vikan - 29.09.1988, Síða 13

Vikan - 29.09.1988, Síða 13
Viðtal við Sigrúnu Waage leikkonu og söngkonu um sagt að þetta fyrsta ár mitt hafi ég viljað prófa allt sem ég gat og hafði áhuga á. Þetta tengist allt hvað öðru og ég hef gaman af öllu því sem gef- ur mér reynslu. Ég er um þessar mundir að lesa inn á teiknimyndir fyrir sjónvarpið, Simbað sæfara og Bertu. I sumar lék ég Dóru í sjónvarpsgerð leikritsins Dag- ur vonar eftir Birgi Sigurðsson. Ég hef einnig leikið í nokkrum auglýsingum og lesið inn á margar — leikarinn verður líka að lifa! Ég hef haft nóg að gera, verið mjög heppin og þakka fyrir þá vinnu sem ég hef fengið." - Hvernig er vinnutími þinn ef þú ert eingöngu í leildiús- inu? „í atvinnuleikhúsinu er hann frá tíu til fjögur þegar verið er að æfa, og kvöldæfing- ar þegar líður að sýningum. Ef maður er ekki í öðrum sýning- um þá eru sýningar á kvöldin, en firí á daginn. Síðasta vetur gat ég því verið með barnið á daginn, en hann var hjá pabba sínum á kvöldin." — Hvernig kemur það heim og saman við að fljúga með þessu starfi? „Ég hef flogið á sumrin síðan árið 1982 og ætlaði mér bara að starfa við þetta á meðan ég væri í námi. Ég get þó vel hugsað mér að halda áfram að fljúga á sumrin þegar ég er ekki að leika." — Hefðir þú getað hugsað þér að starfa sem leikkona í Bandaríkjunum? „Nei,“ Svarið er afdráttar- laust. — Af hverju ekki. Þú hefur ekki gengið með neina Holly- wooddrauma? „Það er mjög erfitt fyrir leikkonur með hreim að ná sér í vinnu," segir Sigrún og brosir. „Nei, það hvarflaði aldrei að mér. Ég hlakkaði allt- af til að koma heim og leika á móðurmáli mínu. Hér á ég heima, hér er fjölskylda mín og hér vil ég vera.“ □ VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.