Vikan - 29.09.1988, Qupperneq 26
konar fólk eða eins og við hótelfólkið köll-
um það; allt frá indíánahöfðingjum til
kóngafólks. Nánari skýring á því er að
þetta er gestastofa þjóðarinnar fyrir ríkis-
stjórnina. Hingað koma mikils metnir
þjóðhöfðingjar og einnig smákóngar ef
það má orða það svo. Allur almenningur
keniur hingað af mörgum tilefnum. Það er
verið að halda upp á affnæli og það eru
brúðkaup. Svo er verið að koma með afa
og ömmu í kvöldkaffi eða í mat. Svo fáum
við indíánahöfðingjana í heimsókn sem
við köllum svo. Þeir koma hérna af tjald-
svæðunum á sumrin, vel hressir oltast nær,
með teppið á öxlunum og flöskuna í hend-
inni. Það getur stundum verið erfitt að
þjóna öllum þessum hópum í einu. En það
er virkilega gaman þegar allt kemur til alls
að fá svona fjölbreytta hópa af viðskipta-
vinum.
Þar sem konan rœður ríkjum
— Þá er það nærgöngula spurningin á
jafhréttistímum. Er það aldrei erfltt fyrir
konu að þurfa kannski að jafha málin eða
skakka leikinn? Hafa nokkurn tíma komið
upp erfiðleikar vegna þess?
— Ég þekki ekki muninn því ég hef
aldrei verið karlmaður, svarar Auður og
hlær. En mér finnst að það sé tekið mjög
mikið tillit til mín. Ég hef það kannski ífam
yflr að þó menn séu ekki alveg í rónni og
skapið mikið þá slá þeir ekki til mín og
taka kannski meira tillit til þess að það er
kona sem er að tala við þá.
— Ég varð vitni að því að hingað kom
300 manna hópur í hádegismat af
skemmtiferðaskipi. Hvernig eruð þið í
stakk búin þegar það koma svona gífurlega
stórir hópar?
— Við vitum nú alltaf af þessum stóru
hópum fyrirffam svo við erum alltaf vel í
stakk búin. Við erum alltaf látin vita ef það
eru virkilega stórir hópar. Það getur
kannski verið erfltt í mjög góðu veðri þeg-
ar drífur að fólk sem ekki hefur pantað
fyrirffam. Það er alltaf ákaflega erfltt að
vísa ffá þegar allt er orðið yflrfullt og jafn-
vel klukkutíma bið eftir borði. En það er
samhent og gott starfsfólk sem ég hef
hérna og það er bara hjálpast að og ráðist
í þau verkefhi sem eru brýnust. Stundum
þurfa stelpurnar úr sjoppunni hérna fýrir
utan að koma inn í sal ef álagið er þar og
þær sem eru í salnum að fara út í sjoppu ef
það er meira að gera þar úti. Þannig að
þetta hefur bara gengið mjög vel og það
vil ég þakka því góða fólki sem ég hef
hérna.
— Nú sé ég að flest af starfsfólkinu er
mjög ungt og það stendur sig samt vel á
stórum vinnustað og erilsömum?
— Já, ég er með metnaðarfullt og dug-
legt fólk í vinnu. Það leggur metnað sinn í
starfið og er hreykið af því að hafa unnið á
Hótel Valhöll. Þessi staður vekur alltaf
eftirtekt og það skilur að hér þarf að
standa sig vel.
— Veistu nokkuð hvað stærsti dagurinn
hefúr talið marga gesti? Hefúrðu nokkra
tölu á því?
— Já, ég veit að fjöldi matargesta hefur
farið í sex hundruð á einum degi og þá er
það fyrir utan alla þá sem koma við og
versla í sjoppunni, eða koma aðeins í kaffi,
eða líta við á barnum. Það er auðvitað erf-
itt að hafa tölu á öllum þeim sem hingað
koma.
— Hvað er starfsfólkið margt?
— Hér eru 30 manns fastráðnir og svo
er alltaf eitthvað af lausafólki. Núna eru 64
á launaskrá og þó erum við komin fram í
síðustu viku af águst.
Gœti aðeins gerst á íslandi
— Ég vil að þú nefnir mér einhver sér-
stök atvik úr starfinu. Það mega vera vand-
ræðaleg atvik eða kannski eitthvað
ánægjulegt.
■ „Þetta er gestastofa þjóðarinn-
ar fyrir ríkisstjórnina."
■ ítölsku hjólreiðamönnunum
varð mikið um er ítalski utanríkis-
róðherrann kom inn ó barinn og
gaf sig ó tal við þó. Slíkt hefði
aldrei getað ótt sér stað í heima-
landi þeirra...
— Sérstök atvik eru ótrúlega mörg og
flest kannski skemmtileg. Ég get til dæmis
nefnt það, að um daginn kom hingað í há-
degismat ítalski utanríkisráðherrann í boði
Utanríkisráðuneytisins, um tuttugu manna
hópur alls. Á sama tíma komu hingað tveir
ítalskir hjólreiðamenn dálítið hraktir
vegna veðurs og skelltu sér inn á barinn
og fengu sér einn sterkan til að ná úr sér
hrollinum. Þeir sátu þar í mestu makind-
um þegar svo fólkið gekk inn á barinn og
ítalski utanríkisráðherrann í fararbroddi.
ítölsku hjólreiðamönnunum varð mikið
um, en stóðu upp og heilsuðu undrandi.
En utanríkisráðherrann var hinn hressasti
og spjallaði við þá lengi. Hann þurfti að
vita hvað þeir væru að gera. En eftir á voru
hjólreiðamennirnir svo yflr sig hrifnir og
sögðust alls ekki hafa búist við að geta
staðið augliti til auglitis við ítalska utanrík-
isráðherrann og spjallað við hann. Og lík-
lega hefði þetta ekki getað átt sér stað úti
á ítalíu.
Okkur þykir svo sjálfsagt að hitta okkar
ráðherra að það liggur við að við getum
kinkað til þeirra kolli þegar við mætum
þeim úti á götu. En erlendis er þetta fjar-
lægt og það er fjarri lagi að það sé hægt að
hitta þessa menn og enn síður að það sé
hægt að spjalla við þá. Hér hjá okkur uppi
á íslandi er þetta allt miklu frjálsara. Þó
þetta væri óhugsandi úti á Ítalíu þá gat það
átt sér stað í okkar friðsama umhverfi.
Margir framámenn og
þjóðhöfðingjar í heimsókn
— Geturðu nefnt mér fleiri framámenn
og þjóðhöfðingja sem hafa verið gestir
þínir?
— Já, já, eigum við ekki að byrja á
toppnum og þá dettur mér í hug Svíakon-
ungur og hertoginn af Luxemburg.
Noregskonungur er væntanlegur hingað.
Það hefur komið hingað gífurlegur fjöldi af
ráðherrum, utanríkis- og forsætisráðherr-
um ffá mörgum þjóðum. Nú ég minnist
þess að við vorum hér með mikið lokahóf
þegar NATÓ-fundur var haldinn á íslandi á
sínum tíma. Eins þegar EFTA var hér á
landi með fund. Þá var gífurleg öryggis-
gæsla. Norðurlandaráð hefur mikið verið
hér á ferðinni í sumar. Anker Jörgensen
fyrrverandi forsætisráðherra frá Dan-
mörku var hér líka í sumar, og fleiri og
fleiri. Auðvitað ætti ég að skrifa þetta allt
hjá mér. Þá er mjög mikið af þeim á ferð-
inni sem við viljum kalla smákónga.
— Þessar stórveislur hljóta að leggja
ykkur vanda á herðar. Allt verður að vera
slétt og fellt og þá reynir fýrst og ffemst á
hótelstjórann að halda um alla enda?
— Jú, að sjálfsögðu hvílir ábyrgðin á
mér. Það hjálpar, að ég er afar róleg þrátt
fyrir allt umstang.
— Jæja, svo þú sefur vært hvort sem það
eru þjóðhöfðingjar eða bakpokakarlar sem
þú átt von á að sæki þig heim?
— Já, já. Annars flnnst mér gaman að
vera með skemmtilegar veislur, virkilega
gaman. Það hefur oft verið undrast yflr
því, að hér skuli vera kona sem hótelstjóri.
Einn Ameríkani sagði einu sinni: — í
Bandaríkjunum ölum við upp syni okkar
til að verða eitthvað, jafnvel til að verða
forsetar, en þið hér á íslandi alið alveg eins
upp stelpurnar til að verða eitthvað og
taka að sér forystu.
Það virðist vera að íslensku konurnar
veki athygli meðal útlendinga.
— Við köllum í gamni ungu mennina
sem eru að hasla sér völl í viðskiptalífinu
gjarnan „uppa“. Þeir eru áberandi í bæjar-
líflnu með stresstöskurnar sínar, gjarnan á
fleygiferð í Austurstræti. Ert þú kannski
einn af uppunum?
— Nei, ég vil ekki segja það þannig, en
ég er metnaðarfúll kona. En ég á enga
stresstösku til að geysast með þegar ég fer
í bæinn. Ég læt mér nægja eina tösku, sem
ég ber á öxlinni. j>
26 VIKAN