Vikan


Vikan - 29.09.1988, Side 27

Vikan - 29.09.1988, Side 27
Ferðamenn og hið háa verðlag — Ég vil spyrja þig um mál sem hefur verið mikið til umræðu, en það er verðlag- ið á hótelgistingu og þjónustu á veitinga- húsum. Það er jafhvel talað um að við séum að fæla ffá okkur erlendu ferða- mennina. — Ég er alveg sammála þessu. Það er allt mjög dýrt hér á íslandi. Við verðum virki- lega að passa okkur, það er alveg stað- reynd. Við fáum ekki ferðamenn hingað í auknum mæli á þessu verðlagi. Ef við för- um til Þýskalands og lítum þar í gluggann hjá ferðaskrifstofú þá sjáum við að við get- um farið til Grikklands í þrjá mánuði á sama verði og vikuferð til íslands kostar. Þetta er gífurlegur munur á verðlagi, alltof mikill. í fyrsta lagi vil ég segja að söluskattur- inn er óheyrilega hár og svo er launa- kostnaðurinn gífúrlegur. Þó er ég ekki að segja að það sé of mikið að fá þessi laun í hendur. Á veitingarekstri er mjög mikið af gjöldum og sköttum. Það eru óendanlegar tölur sem fara í ríkiskassann. Og það er núna verið að tala um að setja virðisauka- skatt á gistingu. Ég vil þá túlka það þannig, að við getum alveg eins sett virðisauka- skatt á þann flsk sem við erum að selja úr landi vegna þess, að nteð því að selja út- lendingum gistingu erum við að afla gjald- eyristekna. Við erum því mjög óánægð nteð það að það skuli vera settir svona miklir skattar og álögur á það sem við erum að selja til erlendra ferðamanna. í*etta er í raun sambærilegt við útflutning °8 sá gjaldeyrir sem við öflum er eins mik- ils virði og sá gjaldeyrir sem fest fyrir fiskinn. Ferðamannaþjónustan hefur þegar aflað gífúrlegra gjaldeyristekna án þess að mikið hafl verið stutt við bakið á þeirri atvinnu- grein. Við erum að selja auk gistingar bæði kjöt og fisk samskonar þeim sem seldur er úr landi. Þess má líka geta að ferðamannavertíðin er afar stutt hér á landi. Það hefur mjög mikið verið gert til þess að lengja ferða- mannatímann en gengið mjög illa. Það er einn markaður sem ég hef trú á en það er ráðstefhuhald. Það hafa komið hingað mest Norðurlandaráðstefnur, en þessi möguleiki skiptist nokkuð á milli Norður- landanna. Nokkuð hefur þó áunnist. Hins- vegar er miklu stærri markaður í Norður- Ameríku en sá möguleiki hefúr alls ekki verið nýttur til fulls. Framtíðin er alls ekki björt í ferðamannaþjónustu - Hverju spáir þú um framtíðina í ferða mannaþjónustu og þá á ég við móttöku er- lendra ferðamanna? — í augnablikinu frnnst mér framtíðin ekki björt, alls ekki eins og staðan er í dag. Það er verðlagið og það vantar kannski betra samstarf milli þeirra sem vinna að þjónustu við ferðamenn. — Telur þú að ferðamannaþjónustunni verði betur borgið í framtíðinni í opinber- um rekstri fremur en í einkarekstri? — Ég er hlynnt einkarekstri. Ég hef miklu meiri trú á honum. — Hvað getum við gert róttækast til að örva straum erlendra ferðamanna hingað? — Þá komum við að verðlagsmálunum aftur. Ég tel að við verðum tvímælalaust að hrófla við þessum söluskatti og örðum álögum. En svo verðum við líka að líta á það, að hingað á Hótel Valhöll koma ekki síður innlendir ferðamenn. Það er of mik- ið um það að íslenskir ferðamenn kjósi heldur vegna verðlagsins að eyða sumar- leyfum sínum erlendis. Ég held að ríkið græddi helmingi meira ef söluskatturinn yrði lækkaður um helming og það yrði gert meira aðlaðandi fýrir íslendinga að eyða sumarleyfum sínum hér heima, auk þess sem það myndi auka straum útlend- inga hingað. Það þýddi annars vegar gjald- eyrissparnað og hins vegar auknar gjald- eyristekjur. Það þarf að gefa íslendingum tækifæri til að geta gist og borðað á hótel- um innanlands. Ef verðlagið yrði skaplegt yrði líka betri nýting á hótelunum og ferðamannatíminn yrði lengri. — Þú sagðir frá því í byrjun að þú hefðir verið hótelstjóri víðar úti á landi. Er ekki mikill munur að vera þar og hér á Hótel Valhöll? — Það er kannski ekki svo ýkja mikill munur. En það er gaman að fara frá átta herbergja hóteli úti á landi þar sem ekki er einu sinni uppþvottavél og maður verður jafnvel að ganga í öll störf meira og minna sjálfur sem til falla, og fara svo eins og í Nesjaskóla þar sem eru 40 herbergi og mikið svefnpokapláss. En þar var aftur á móti minni greiðasala heldur en til dæmis hér. Til Nesjaskóla koma aðallega hópar. í Bifröst var um að ræða fjölbreyttari þjón- ustu. Svo kom ég hingað á lang stærsta staðinn og hér er mest um að vera að öllu leyti. En það er ósköp gott að hafa farið þessa leið, byrja smátt og hafa svo smá aukið umsvifin. Framtíðin er alveg óráðin Nú er ferðamannavertíðinni á Þingvöll- um bráðum lokið og eitthvað hefúr hótel- stjórinn fyrir stafni á veturna? — Já, ég er alltaf að vinna eitthvað á vet- urna, mest við skrifstofústörf og hef verið víða. Ég vann hjá Félagsstofnun stúdenta einn vetur og einn vetur vann ég á skrif- stofúnni hjá Blómavali. Mér finnst oft erfitt eftir svona stóra vertíð að slappa alveg af svo ég er heilmikið í félagsmálum á kvöldin. Ég hef starfað hjáJC Reykjavíkur og hef Iært heilmikið af því varðandi mína vinnu. Þetta er góður félagsmálaskóli og mikið námskeiðahald. Ég hef unnið við að leiðbeina og það er ég kannski líka í starf- inu frekar en fyrirskipari eins og var í gamla daga. Það kemur hingað mikið af ungu og ólærðu skólafólki til starfa beint af skólabekknum og því þarf að leiðbeina. Það tekur jafnvel allt sumarið að læra réttu handtökin. - Megum við búast við að hitta þig hérna næsta sumar? - Það er alveg óvíst. Ég jafnvel efa það stórlega. Þessi rekstur tilheyrir Ferðaskrif- stofu ríkisins og við vitum ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég spái auðvitað í framtíðina en maður getur ósköp lítið sagt um hvað verður. □ ■ „Fjöldi matargesta hefur farið í sex hundruð á einum degi og þó er það fyrir utan alla þd sem koma við í sjoppunni, koma aðeins í kaffi eða líta við ó barnum.. ■ ....það er núna verið að tala um að setja virðisaukaskatt ó gist- ingu. Ég vil þó túlka það þannig að við getum alveg eins sett virðis- aukaskatt ó þann fisk sem við erum að selja úr landi vegna þess að með því að selja útlendingum gistingu erum við að afla gjaldeyristekna." VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.