Vikan


Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 38

Vikan - 29.09.1988, Blaðsíða 38
Canon REIKNIVELAR FYRIR HEIMILI OG SKÓLA il<rifvélin hf Suöurlandsbraut 12 Sími: 685277 SVEPPURINN HELGI Frh. af bls. 35 athugasemdablokk sína á hollensku. Er ég síðar lét þýða þetta komst ég að raun um að hér var um forspá að ræða. Eitt atriði fjallaði þannig um persónulegt atvik sem átti að eiga sér stað sjö mánuðum síðar, samkvæmt þeirri dagsetningu sem hann skrifaði niður. Án þess að ég lýsi því atviki íullyrði ég að þessi forspá rættist nákvæm- lega. Þegar Pétur vaknaði beið ég þess að hann tæki fyrr til máls, en sjálfur hafði ég ekki orðið fyrir neinum athyglisverðum áhrifum af amanita muscaria. Ég hafði ein- ungis athugað Pétur Hurkos gaumgæfilega undanfarnar þrjár klukkustundir. Pétur horfði fýrst á mig og spurði síðan undr- andi hvað klukkan væri. Ég sagði honum að klukkan væri eitt um nótt. ,/Etlarðu að segja mér að ég hafi setið hérna síðan klukkan tíu?“ ,Já,“ svaraði ég. „Þú hefur setið á þess- um stað hreyfingarlaus í þrjár klukku- stundir." „Hvernig getur það verið?“ sagði hann. „Slíkt hefur aldrei hent mig fýrr á ævinni." „Pétur,“ sagði ég, „ég veit ekki hvernig á því stendur. Það eina sem ég get sagt þér er að það gerðist. Segðu mér hvað kom fyrir þig á þessu tímabili?" Nú loks virtist Pétur vera farinn að gera sér fulla grein fyrir því hvar hann var staddur og hvað hann var að gera. „Andrija," sagði hann, „ég hef séð hluti sem ég er viss um að ég gæti ekki lýst fýrir þér þótt ég hefði milljón ár til þess. Ég var ekki hérna í þessari stofu. Ég veit ekki hvar ég var. En ég var á einhverjum fjarlægum stað ólýsanlega fögrum. Litir og lögun þess sem ég sá er hafið yfir allar lýsingar. Ég get einungis gefið þér óljósa hugmynd um hvað ég sá með því að segja þér að mér finnst allt hér í samanburði við það við- bjóðslegt og hryllilegt. Mér finnst svo ljótt hérna að ég vona að þú þurfir ekki að láta mig neyta sveppsins of oft. Ég kynni að vilja ekki koma til baka.“ ,Já, en Pétur,“ sagði ég, „það er erfitt að trúa þessu. Ég gat ekki betur séð en þú sætir bara þarna sofandi, þótt augu þín væru galopin." ,Jæja, ég skal reyna að lýsa þessu fýrir þér eftir bestu getu. í fyrsta lagi vissi ég ekki hvar ég var, en ég var einhvers staðar utan við sjálfan mig. Það kom til mín kona. Ég vissi ekki hver hún var, því hún sneri aldrei andliti sínu að mér. Kona þessi tók mig með sér og fór með mig, en ég veit ekki hvert. Ekki veit ég hvort ég gekk, flaug eða hvað. Ég hef aldrei lifað þetta áður, svo ég get ekki lýst því. Við komum til einhvers lands. Ég get ekki sagt þér að ég hafi séð tré, en ég sá blóm. Fegurð þeirra er algjörlega ólýsanleg. Ég sá hús. Þarna var fjöldi húsa. Það eina, sem ég get sagt þér um þessi hús er, að þau voru eins og hvolfþök, einna líkust býflugnabúi. Þau voru hringlaga og skreytt fegurstu litum. Ég veit að þar sem hugur minn dvaldist var raunveruleiki. Fegurð þessa staðar er algjörlega ólýsanleg. Og þessi heimur hér er svo andstyggilega ljótur. Ég harma það að ég kom aftur.“ Puharich gerði fleiri slíkar tilraunir með Hurkos, og fóru þær allar á sama veg. En hann varð að hætta við þær sökum þess að Hurkos virtist æ daprari er hann vaknaði úr þessari dýrð til fyrri tilveru, sem honum virtist nú hræðilega ömurleg. Ég vil geta þess í sambandi við egypsku þá sem Harry Stone talaði og hýróglýfur það sem hann ritaði í dái, að Puharich tel- ur sig algjörlega hafa afsannað það með sérstökum rannsóknum að Harry hafi nokkru sinni á ævinni kynnt sér þau efni. Að hætti góðra vísindamanna er Puhar- ich seinn til að draga ákveðnar ályktanir af fýrirbærum þeim sem fram hafa komið við rannsóknir hans. En bók hans Sveppurinn helgi sýnir hvílíkt óhemju starf heiðarleg- ur vísindamaður leggur á sig til þess að hlaða rökum undir niðurstöður sínar. Þeg- ar maður fýlgist með rannsóknum hans skref fyrir skref er engu líkara en maður sé í fylgd eins konar nútíma Sherlock Holmes. Þetta er spennandi ævintýri. Þeg- ar hann leitaði aðstoðar Egyptalandsfræð- inga í sambandi við persónuna Ra Ho Tep rak hann sig iðulega á vegg fordómanna. Það nægði oftast að nefna hvernig þessi persóna hefði komið fram til þess að þeir neituðu með öllu að veita honum nokkra aðstoð. Hann varð því að leggja á sig óhemju vinnu til þess að læra egypsku og hið forna hýróglýfúr, svo rannsóknir hans gætu haldið áffam. Hvað viðvíkur spurningunni um sál- farir, hvort andi mannsins eða sál geti horfið um tíma úr líkamanum, þá tel- ur Puharich miklu víðtækari rannsóknir nauðsynlegar til þess að ganga úr skugga um það, og gerir hann grein fýrir því í bók sinni hvaða skilyrði hann telur nauðsynleg til þess. Verður það ekki rakið hér. Þó ætla ég að lokum að geta eins atriðis sem hann telur að þurfi að taka þar með í reikning- inn. En það er hinn merkilegi þáttur bæn- arinnar. Um þetta segir Andrija Puharich í bók sinni: „Öllum finnst okkur við vita hvað bæn sé sem persónuleg reynsla. Nú á tímum eru margir starfshópar í kristinni kirkju sem trúa því að bænin sé skynsamleg ffamkvæmd og sé henni vísvit- andi stefht að ákveðnu marki geti hún auk- ið gróður jurta, læknað sjúkdóma og endurnært hug og sál. Hver svo sem sann- leikurinn um bænina kann að vera þá trúi ég því að hún hafi þessi áhrif, enda hef ég persónulega verið vitni að ógleymanleg- um áhrifúm hennar. Hvaða afl sem kann að vera að baki heitrar bænar, og ekki get ég skýrt það, þá ætti að taka tillit til þess, þegar ákveðnar verða aðferðirnar við endanlegar rann- sóknir á sálförum, eins og ég hef lagt til.“ 38 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.