Vikan - 29.09.1988, Page 43
Montessori bendir á mikilvægi þess að þroska skyn-hreyfifæmina með því að með-
höndla hluti á sem fjölbreyttastan hátt. Hér má sjá Baldur handleika hluti með bund-
ið fyrir augun og Katrínu soga vatn upp í spraut.
Vettvangsferðir
Farið er með börnin á ýmsa staði í borg-
inni til að þau öðlist innsýn í þjóðfélagið.
Þau hafa til dæmis farið á elliheimili þar
sem þau syngja og gefa gamla fólkinu
kökur. Bæði börn og öldungar hafa ánægju
af slíkum samskiptum. Börn geta líka lært
margt af gamla fólkinu um menningu okk-
ar og tungu.
Kennarar sem fyrirmynd
Til að börn geti orðið góðir og nýtir
þegnar verða þeir sem ala önn íýrir þeim
að ganga á undan með góðu fordæmi. Þess
vegna leggur Sælukot áherslu á að kennar-
ar séu sér meðvitaðir um áhrif framkomu
sinnar á börnin og komi ávallt fram sem
góð fyrirmynd, en viðurkenni samt íýrir
sjálfum sér og börnunum að þeir eru ekki
fullkomnir og geti gert mistök.
Katri (ffá Finnlandi) sem er gamalreynd
fóstra og hefur starfað á mörgum barna-
heimilum, segir að á Sælukoti reyni ffekar
á ábyrgð, samheldni, sjálfstæði og úrræða-
semi starfsfólks þar sem um minni fjár-
hagslegan stuðning og aðhald sé að ræða
frá borginni en á öðrum heimilum. Hún
segir að áherslan á kennarann sem fyrir-
mynd hafi ennfremur virkað hvetjandi á
starfsfólkið.
Montessoriaðferðin
„Áhrlf Montessoriaðferðarinnar kemur
fram í áherslu á að láta barnið vinna sjálf-
stætt við verkefhi sem þroska hug og
f Sælukoti eru 40 böm á aldrinum 2ja til
6 ára. Á siðasta ári færði Sælukot svo út
kvíamar og kom á fót forskóla fyrir 6 ára
gömul böm.
hönd,“ segir Supriya Rathwell sem er
Montessorikennari. „Hér er ekki eingöngu
átt við föndur og barnaleiki heldur líka
raunveruleg störf úr daglega líflnu. Það
geta verið venjuleg heimilisstörf eins og
að þurrka af og þvo upp en með áhöldum
sem hæfa stærð barnanna. Einnig fá þau
stundum að baka og hjálpa til við elda-
mennskuna.“
Montessori bendir á mikilvægi þess að
þroska skyn-hreyfifærnina með því að
meðhöndla hluti á sem fjölbreyttastan
hátt. Þetta sé forsenda fyrir þroskun óhlut-
bundinnar og afstæðrar hugsunar sem öll
■ Börnum er eiginlegt
að hafa ást á öllu lífi og
má rœkta þessa tilfinn-
ingu á margvíslegan
hátt. Ein leið til þess er
þagnarstund með
hugleiðslu.
■ Almennt séð gerir
hugleiðsla einstakling
nœmari á eigin þarfir
og umhverfi sitt og
kemur í veg fyrir streitu-
sjúkdóma.
síðari skólaganga byggir á. Þau eru t.d. lát-
in hella vatni eða moka hrísgrjónum í lítil
ílát og halda á þeim án þess að missa
niður, til að þjálfa samhæfingu hugar og
handa. Þreifa á stöfum úr mismunandi
grófúm sandpappír, finna út heiti hluta
með lokuð augun út frá lögun þeirra, raða
mismunandi stórum trésívalningum í rétta
hólka, heyra mun á tónum, telja taktinn
o.s.frv. Á skólaaldri er sömu aðferðum
beitt við kennslu í lestri, skrift og reikningi
og til skilnings á flóknum og óhlutstæðum
hugtökum - eins og orsök og afleiðingu,
stigmögnun, tíma og rúmi, að hlutir haldi
sama magni og þyngd þótt þeir breyti um
lögun og fleira í þessum dúr.
Öll slík verkefni krefjast skipulegra og
einbeittra hreyfinga. Skyn-hreyfifærni ger-
ir barninu fært að stjórna sjálfú sér og
skilja betur lögmál heimsins sem það lifir
og hrærist í.
Mikilvægt er að barnið fái sjálft að velja
sem flest af þeim verkefnum sem það tek-
ur sér fýrir hendur, því að innri hvöt segir
þeim hvernig þau fái best nýtt hæfileika
sína. Því má leiðbeinandinn ekki skipta sér
of mikið af barninu utan að sjá fýrir fjöl-
breytilegum og þroskavænlegum aðstæð-
um og svara spurningum barnsins eftir
þörfum.
Forskóli
Á síðasta ári færði Sælukot út kvíarnar
því að settur var á fót forskóli fyrir 6 ára
gömul börn, í litlu húsi við hliðina á Sælu-
koti. Þar eru kennd undirstöðuatriði í
lestri, reikningi og skrift auk þess sem
börnin stunda reglulega hugleiðslu tvisvar
á dag. Skólinn, sem er undir stjórn Guðríð-
ar Pétursdóttur sérkennara, lofar góðu því
vinalegur fjölskylduandi hefur myndast
þar sem börnin geta tjáð sig og þroskað
persónuleika sinn á óþvingaðan hátt. Að
fenginni reynslu er fyrirhugað að stækka
hann svo að hann rúmi fleiri börn á aldrin-
um 5—7 ára, auk skóladagheimilis sem
mikil þörf er fyrir í Skerjafirði. Starfsfólk á
Sælukoti stendur því í svipuðum sporum
og fyrir 4 árum, því að af einurð og stór-
hug ætlar það að byggja nýjan skóla með
dyggum stuðningi foreldra.
VIKAN 43