Vikan


Vikan - 29.09.1988, Side 46

Vikan - 29.09.1988, Side 46
Glerfuglinn smásaga Frh. af bls. 45 Hún var viss um, að hann kunni að njóta Feneyja, og hún vildi gjarnan vera í hans sporum og láta sólina baka sig. Reyndar hafði firú Mortensen sagt, að hún ætti að vara sig á síðdegissólinni á Ítalíu á sama hátt og hún ætti að vara sig á ókunnum, nærgöngulum karlmönnum. Þetta síðast- nefnda hafði Catherine Hepburn reyndar alls ekki gert í kvikmyndinni, og af því hafði spunnist yndislegt ævintýri. Hún fór hinum megin á brúna. Nýtt út- sýni! Og jafntöfirandi! Og þarna niðri við breiðu steintröppurnar, en neðsta þrepið var undir vatnsborði síkisins, stóð ungur maður. Fyrir framan hann voru trönur með hálfunninni mynd. Hún skildi vel, að hann hafði þörf fyrir að mála þessa fýrir- mynd, af því að þetta var kjarni Feneyja. Hann var ungur og brúnn af suðrænni sól. Skyndilega leit hann upp til hennar og brosti. — Góðan dag, signorina! sagði hann. Þótt undarlegt megi virðast, var hún ekki vitund feimin. Þetta virtist svo eðli- legt og sjálfsagt. Það var umhverfið, sem breytti öllu. Hún brosti til hans, og allar viðvaranir fuku út í veður og vind. — Buon giorno! svaraði hún. — Og svo bætti hún við: - Góðan dag! Það gat vel verið, að hann kynni ensku. Já, það var rétt. Hann hrópaði til hennar á ensku, sem að minnsta kosti var jafngóð hennar. — Ég sá yður í morgun. Þér sátuð og drukkuð kaffi á Piazetta. Hvað hafið þér verið hér lengi? — Við komum í gærkvöldi, og við förum aftur á morgun. — Hann hristi höfúðið brosandi, og hún gat sér til um, hvað hann væri að hugsa: Allt of stuttur tími til þess að skoða Fen- eyjar. Hann tíndi saman áhöld sín og tók í hönd hennar formálalaust. Hjartað barðist í brjósti hennar. í raun og veru var svona lagað víst alls ekki til, en hann brosti vin- gjarnlega til hennar, og þá hugsaði hún með sjálfri sér. Já, en þetta er ails ekki raunverulegt. Þetta er draumur. Ég hef haft svo lítinn tíma til að láta mig dreyma. — Ég veit ekki einu sinni hvað þér heitið. Henni fannst endilega, að hún þyrfti að spyrja. — Roberto, svaraði hann. — Roberto Car- lozzi! Hún sagði til sín, og nú brostu þau óþvingað, og skömmu síðar röltu þau af stað og leiddust. Þetta var allt saman leik- ur - yndislegur leikur. Þau borðuðu spag- hetti á veitingahúsi við Canale Grande, og á eftir settust þau inn í svalan skugga gam- allar kirkju. Og í búð við Rialtobrúna keypti hann dálítið handa henni, - lítinn fugl úr lituðu gleri. Hún tók hann varlega upp og varð hugsað til fúglsins í sínu eigin brjósti. Hún skyldi gæta hans vel. Þegar hún kom heim á gistihúsið, lá frú Mortensen enn þá í rúminu. — Hvernig líð- ur þér, Anna? spurði Tove vingjarnlega. — Ekki vel, stúlka mín! Ég held, að ég 46 VIKAN ætti að liggja áffam. Fékkstu hádegisverð niðri í veitingasalnum? Gastu bjargað þér? — Ég borðaði spaghetti niðri á Canale Grande, sagði Tove. - Humm, — ég vona sannarlega, að þú hafir verið mjög varkár. Og spaghetti, - tal- aðu ekki um það! Tove flýtti sér að sýna henni glerfúgl- inn. — Sérðu, er hann ekki indæll? — Jú, hann er fallegur, en hefðir þú ekki átt að kaupa eitthvað sterkara? Svona hlut getur þú ekki flutt með þér heim, án þess að hann brotni í mola. Það var ótrúlegt, hve margt gat orðið að dauðum hlutum í munni ffú Mortensen — bæði gondólar og glerfuglar. Tove sneri sér undan, lokaði augunum og þrýsti fúglinum varlega að brjósti sér. Já, — hugsaði hún, hann er fallegur, við- kvæmur og brothættur eins og draumur. En ég ætla að flytja hann heim með mér óbrotinn. Hún vafði hann varlega inn í silkipappír og setti hann niður. Síðan háttaði hún og hvíldi sig dálítið. Stundu síðar sagði frú Mortensen. — Þú verður að fá þér eitthvað að borða, Tove. Ég neyðist víst til að liggja hér áffam. En vertu nú varkár. Mundu að ég ber ábyrgð á þér. í guðs bænum farðu ekki að tala við neina ókunnuga. — Þú getur verið alveg óhrædd, fullviss- aði Tove hana, og hún fann ekki til minnsta samviskubits, því að Roberto Car- lozzi var ekki ókunnugur — ekki lengur. — Mér þykir leitt, að þú skulir ekki geta kom- ið með, bætti hún við og roðnaði dálítið. — Hugsaðu ekki um það. Ég verð áreið- anlega búin að jafna mig á morgun, svo við getum haldið áffam ferðinni. Áffam á morgun! hugsaði Tove. Áfram... áffam... burt frá síkjunum og brúnum og Roberto. En kvöldið var hennar og Roberto ætlaði að hitta hana við San Marco. Henni fannst engin nauðsyn að segja ferðafélaga sínum ffá því. Þetta var aðeins leikur, sem hún átti sjálf, og honum var lokið á morgun. Bella signorina! sagði hann, þegar hún kom á móti honum í fallegasta kjólnum, sem hún hafði með sér. Hana hafði fram að þessu ekki langað til að fara í hann. — Að- eins sautján ára, — er það ekki? bætti hann spyrjandi við á ensku. - Nítján! svaraði hún. Hversu gamall skyldi hann vera? Tuttugu og þriggja, kannski tuttugu og fjögurra? Áreiðanlega ekki meira. Hann tók hönd hennar í sína, og henni sýndist, að hún hlyti að eiga þar heima. Þau gengu niður að Canale Grande, þar sem voru blómum skreyttir gondólar með mislitum lömpum, og þaðan barst söngur og tónlist, sem ómaði um stjörnum prýddan, fjólubláan himininn. — Bella, bella! hló hann og greip um mitti hennar. Hann hjálpaði henni niður í gondól, og þau runnu af stað gegnum kvöldhljóð síkin. Hann var mjög tillitssamur við hana því að hann var hræddur um, að henni yrði kannski kalt, í þessum létta, þunna kjól. En henni var ekki vitund kalt. Kvöld- ið var svo heitt, og það var handleggur hans einnig. Þegar hann fylgdi henni heim í gistihús- ið, stóðu þau dálitla stund fýrir framan blómskreytt hliðið, sem hún hafði strax tekið eftir, staðnum, þar sem elskendur hittast og skiljast. Hann kyssti hana, blítt og varlega. Hann tók svo gætilega utan um hana, að það var eins og hann væri hræddur um, að hún mundi brotna eins og lítill glerfúgl. - Buona notte, carissa! hvíslaði hann. Þær héldu áffam ferðinni daginn eftir. Troðfúllur klefi, — þriðja farrými. Það var ódýrast. — Við skulum skoða margt, er við kom- um til Flórenz, Tove! Uffizzi! Pitti! Pontc Vecchio! Og Tove hugsaði um Roberto, sem sennilega stóð nú undir litlu brúnni og lauk við myndina sína. Hjólin á lestinni sungu: Ro-ber-to... Ro-ber-to...! Einn góðan veðurdag voru það hjólin í hraðlestinni frá Virum til Kaupmannahafn- ar, sem sungu fýrir hana. Lyngby! Hún starði út um gluggann. Þarna var skeggið og regnhlífin. Þarna var firúin með tennurnar. Þarna voru allir að undanskildum... Jú, þarna kom hann á harðahlaupum með trefilinn flaksandi frá sér. Hann var heldur seinn í því. Skyldi hann ná? Hún sá það ekki. Hann hvarf henni í mannmergðinni. Flautan kvað við, og lestin lagði af stað. Þegar hún gekk upp tröppurnar við Nörreport, heyrði hún rödd hans. — Buon giorno, signorina! Hún nam staðar og horfði á hann. — Ég hélt að þér hefðuð ekki náð lest- inni! hvíslaði hún. — Hún var líka að renna af stað! sagði hann móður til útskýringar. — Ég varð seinn fyrir vegna þess, að það var dálítið, sem ég þurfti að pakka inn. Gerið svo vel... þetta er handa yður! Hann tók bréfið utan af og rétti henni mynd. Það var fullkomin mynd af brúnni þeirra. — Þakka yður kærlega fyrir! hvíslaði hún hrærð. — Er hún í raun og veru handa mér? — Auðvitað. - Þökk Roberto! Og með sjálfri sér bætti hún við: Þökk fýrir litla leildnn okkar. Hann rétti úr sér, hneigði sig, hló og sagði: — Robert Carlsen! Hún brosti. Ráðhússklukkurnar hljóm- uðu gegnum þokuloff Kaupmannahalfiar. — Eg verð að flýta mér, sagði hún lágt. — Ég líka, en, það er verið að sýna mynd í kvöld. Þeir eru aftur farnir að sýna mynd- ina með Catherine Hepburn í Feneyjum. Eigum við að sjá hana saman? — Já, það væri dásamlegt! Það var erfitt fýrir þau að skilja hvort við annað. Aö lokum tókst það þó. Hún var mjög hamingjusöm. Litli fuglinn hafði komist óbrotinn heim.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.